Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 8

Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 8
Islendmgur AUGLÝSINGASÍMi ÍSLENDINGS 215 00 einangrunargler ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI - SÍMI (96)21332 Fundur um áfengis- og fíkniefnamál Landssamband sjálfstæðis- kvenna og „Vörn“ félag sjálf- stæðiskvenna á Akureyri hafa ákveðið að efna til opins fund ar í Sjálfstæðishúsinu á Akur eyri laugardaginn 13. nóvem- ber um áfengis- og fíkniefna- mál. Frummælendur verða Guðmundur Gígja, yfirmað- ur fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík, Jóhannes Bergsveinsson, læknir, Reykja vík, Úlfur Ragnarsson, lækn- ir, og Sigurður J. Sigurðsson, formaður Æskulýðsráðs Ak- ureyrar. Auk frummælenda munu Ófeigur Baldvinsson, rann- sóknarlögreglumaður, og Stein dór Steindórsson, járnsmiður, taka þátt í umræðum sem verða að loknum framsögu- ræðunum, en þá gefst fundar- gestur kostur á að koma fram með fyrirspurnir. Sigurlaug Bjarnadóttir, formaður Lands sambands sjálfstæðiskvenna, mun einnig mæta á fundin- um, en hann er öllum opinn og hefst kl. 14.00. Saga judokappa Laugardagsmynd Borgarbíós að þessu sinni verður jap- anska myndin „Saga judo- kappa“, gerð af japanska leik stjóranum Akira Kurosawa árið 1943, en hann hefur hlot ið miklar vinsældir og sam- kvæmt kvikmyndabókum okk ar hefur hann hlotið viður- kenningar fyrir 12 mynda sinna á Vesturlöndum af 24, sem hann hefur gert. Hefur honum tekist að gera myndir sínar þannig úr garði, að þær hafa fallið í góðan jarðveg hjá Vesturlandabúum. Mynd- in segir frá japana, sem ger- ist nemandi i jiujitso-skóla, en hann er varla byrjaður nám- ið, þegar hann kynnist annari sjálfsvarnaríþrótt — judo — og verður hann svo hrifinn af henni, að hann vendir sínu kvæði í kross og nemur hana í staðinn. Verður hann fljótt mjög góður í þessari grein, en honum hættir til að misnota hæfni sína og krafta og lendir í keppnisbanni. Að lokum gengur hann til einvígis við fremsta jiujitso-manninn og verður það jafn og spennandi bardagi. Myndin verður sýnd kl. 5 á laugardaginn. ♦:♦ t T T T T T T T t T t t ♦!♦ Fjölmennt var á vinnufundi hjá Kvennadeild Þórs á fimmtudaginn var. ÆTLlllVf AÐ VIÐ BAKIÐ STYÐJA Á IIPP- RENISIANDI ÞORSURUM t t t i t t í tilefni af 60 ára afmæli íþróttafélagsins Þórs á sl. ári stofnuðu Þórskonur með sér félagsskap undir nafninu „Kvennadeild Þórs“. í deildinni eru nú yfir 40 konur og nýir félagar eru alltaf að bætast í hópinn. Starfsemin hófst í fyrra og voru þá haldnir basarar til fjáröflunar og ýmislegt fleira var gert, en þá var starfsemi deildarinnar í mótun og voru félagskonurnar að þrcifa fyrir sér með starfsgrundvöll. Núverandi stjórn deildarinnar skipa: Helga Árnadóttir, formaður, Ragnheiður Ingólfsdóttir, gjaldkeri, María Daníelsdóttir, ritari, og meðstjórnendur eru Rósa Antonsdóttir og Svava Gunnarsdóttir. — Aðaltilgangurinn með stofnun deildarinnar var sá, að styðja við bakið á yngri flokkunum hjá Þór, sagði Helga Árnadóttir, for maður deildarinnar, í við- tali við blaðið. — Við buð- um 4. og 5. flokkum í smá- veislu í vor og meiningin er að veita þpim flokkum, sem ná sérstaklega góðum árangri, einhverja viður- kenningu. Þá höfum við hug á, að taka á móti þeim flokkum, sem hingað koma í heimsókn, en margar okk ar eiga börn í yngri flokk- unum, sem hafa farið í heimsóknir til Reykjavíkur og víðar. í mörgum tilfell- um hefur verið mjög vel tekið á móti þeim, og hafa það þá yfirleitt verið skipu lagðir hópar foreldra, sem hafa annast veitingar og móttökur. Þegar hópar hafa komið hingað hefur hins vegar ekki verið um slíkar móttökur að ræða og lang- ar okkur til að bæta úr því. — Þá er á döfinni hjá Þór að byggja félagsheimili á athafnasvæði sínu í Glerár þorpi, sagði Helga, — en það hefur háð félaginu að hafa engan fastan sama- stað. Við munum leggja okkar af mörkum til að þetta megi takast, en unnið er að teikningum og hefjast framkvæmdir trúlega í vor. Þetta eru gtærstu verkefn- in, en auk þess höfum við ýmislegt á döfinni, t. d. leik húsferð til Reykjavíkur eft ir áramót og spilakvöld, en eitt slíkt var haldið í fyrra og tókst mjög vel. Fundir hjá kvennadeild Þórs eru einu sinni í mán- uði, á fimmtudögum. Auk þess verða haldnir vikuleg- ir vinnufundir í þessum mánuði, en þar mun Liesel Malmquist leiðbeina við föndurgerð og unnið verður að munagerð fyrir jólabas- arinn, en hann verður hald inn í byrjun desember. Deildin hefur haldið 4 bas- ara síðan hún tók til starfa og hefur það verið aðal- Framhald á bls. 7. f f ❖ f f f i i Þórskonur vinna við munagerð á jólabasarinn, sem haldinn verður í byrjun desember. Leiðbeinandi er Liesel Malmquist, en unnið er við gerð jóladúka, löbcra, tuskudúkkna, t málað er á gler o. fl. o. fl. ♦:♦ A A i^A a^a A f f f Árið 1970 gerði Akureyrarbær samnin^ við Vilhjálm Knud- sen kvikmyndatökumann um gerð kynningar- og heimildar kvikmyndar um bæinn. Upp- haflegur samningur hljóðaði upp á tvær myndir. Heimild- armynd, sem tæki 30 mínútur í sýningu og kynningarmynd, sem tæki 8 mín. í sýningu. Ein kopia álti að vera af hvorri mynd. Árið 1972 skilaði Vil- hjálmur kynningarmyndinni, en afgreiðsla heimildarmynd- arinnar dróst hins vegar. Vor- ið 1974 kom Vilhjálmur með frumgerð af þeirri mynd, en þá vantaði á hana bæði tal og tóna. Við það tækifæri var samningurinn við Vilhjálm endurnýjaður og samþykkt að lengja myndina úr 30 mín. í 70 mín. Samkvæmt þeim samn ingi átti myndin að afhendast það haust, 1973. Þegar upp- haflega var gengið frá samn- ingum við Vilhjálm, áætlaði hann að kostnaðurinn yrði um 650 þús., að viðbættum kostn- aði við texta, textahandrit o. f 1., en í árslok 1974 voru greiðslur til kvikmyndatöku- mannsins komnar upp í 1% milljón kr., en þá höfðu greiðsl ur til hans vcrið stöðvaðar þar til myndin yrði afhent. Hefur bærinn fengið ínynd- ina afhenta? Hver er kostnaður bæjarins orðinn við þessa kvikmynda- gerð? Valgarður Baldvinsson, bæjarritari, svarar: Vilhjálmur skilaði einu ein- taki af myndinni um miðjan júlí 1975. Um það leyti tók Akureyrarbær upp vinabæjar samband við Gimli. Fór Bjarni Finarsson, þáverandi bæjar- stjóri, utan og tók hann myndina hjá Vilhjálmi og færði Gimli að gjöf frá Akur- •eyrarbæ, sem vott um vináttu tengsl, þannig að myndin hef- ur ekki komið hingað norður og því ekki verið sýnd hér. Vilhjálmur hefur hins vegar lofað annari kopíu af mynd- inni fyrir n.k. áramót. Þegar kopían er fengin verður geng- ið frá endanlegu uppgjöri við Vilhjálm, en núna er ekki séð hver endanlegur kostnaður við myndirnar verður, en ég gæti trúað að það losi tvær milljónir kr. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, gerði texta með myndinni og les hann einnig. CTIDYRA- lamir, handföng, skrár, bréfalúgur, bankarai íbúðin hi. Tryggvabraut 22 AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR ! Kanaríeyjafcrðir vikulega Ferðaslmfstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.