Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 4

Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 4
Gtgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og fibyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir. Dreifingarstjóri: Steinunn Guðjónsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Bjöms Jónssonar. Áskriftargjald: 150 kr. fi mfinuðL Lausasala: 50 kr. eintakið. Norður- lands- virkjun Nú mun liggja fyrir tillögur og drög að frumvarpi til laga um Norðurlandsvirkjun. Nefnd sú, sem á sínum tíma var falið að undirbúa það mál, en formaður hennar er Lárus Jónsson, alþm., hefur að mestu lokið störfum, og kemur málið nú til kasta ráðuneytis og Alþingis. Þetta gefur tilefni til nokkurra hug- leiðinga um skipan orkumála almennt og eins þau vandræði, sem hlotist hafa af langvarandi orkuskorti hér um slóðir. Því ber að fagna ef tekst að stofna öflugt fyrirtæki um orkuöflun á Norðurlandi, sem hefði frumkvæði um að láta hanna og byggja stórvirkjanir í Norðlendingafjórðungi og reka þær. Margir eru þeirrar skoðunar, að betra væri að ein „Lands- virkjun" gegndi þessu hlutverki fyrir landið í heild. Þannig yrði tilkostnaður minni, og eitt öflugt fyrirtæki myndi standa betur að vígi í viðureign við tæknilega flókin málefni og væri fjárhagslega betur sett. Það er til efs, að sú yrði raunin á. Dreifbýlismenn þekkja gjörlega þá erfiðleika, sem eru því sam- fara, að þurfa að sækja allt til höfuðborgarsvæðisins. Þá er sú hætta á, að „Landsvirkjun“ með aðsetur í Reykjavík myndi hlutast til um að leysa orkuvandamál Suðvesturlands fyrst og dreifbýlisins í annarri röð. Slíkt væri ekki nema mannlegt. Það er áreiðanlega rétt stefna, að koma á fót sterkum orku- öflunarfyrirtækjum í hverjum landshluta. Heimamenn munu bezt sjálfir reyna að leysa sín eigin vandamál 1 því efni, ef þeir geta haft um það frumkvæði byggt á sterku fyrirtæki með nægu starfsliði. En til þess þurfa að rísa fá en stór fyrirtæki, sem samstaða er um innan hvers landshluta. Bygging stórra orkuvera og rekstur þeirra er auðvitað mál, em snertir alla þjóðina í heild. Væntanlegar landshlutavirkj- anir þurfa því að hafa örugga og góða samvinnu sín á milli. Til þess að tryggja það, að svo verði mætti hugsa sér, að þær ættu og rækju sameiginlega fyrirtæki, sem annaðist frumrann- sóknir á orkulindum okkar, hefði með höndum ýmsa tilrauna- starfsemi og annaðist ýmsa þjónustu fyrir landshlutavirkjanirn- ar. Við eigum reyndar nú þegar slíkt fyrirtæki hér á fslandi, þ. e. Orkustofnun. Tíl þess að hún komi að notum sem sam- eignarfyrirtæki landshlutavirkjunanna þarf að verða sú skipu- lagsbreyting á Orkustofnun, að ríkið afsali henni til þeirra, sem síðan færu með stjórn Orkustofnunar og mótuðu rekstur hennar miðað við eigin þarfir. Langvarandi orlcuskortur hér á orkuveitusvæði Laxárvirkj- unar -hefur ekki einungis valdið truflunum á matseld og sjón- varpsútsendingum eins og sumir virðast halda. Iðnaðarfyrir- tækin á Akureyri og annars staðar á orkuveitusvæðinu hafa átt við margfalda erfiðleika að stríða og tapað ómældum fjármun- um vegna skyndUegra stöðvana á rekstri af völdum rafmagns- skömmtunar. Raunar hefur orkuskorturinn staðið bæjarfélög- um hér, einkum á Akureyri verulega fyrir þrifum og valdið hálfgerðum kyrkingi í atvinnuuppbyggingu hér. Nú virðist rofa til með Iíröfluvirkjun, og er vonandi að rafmagn frá Kröflu- virkjun megi sem fyrst koma að notum til þess að breyta því ástandi, sem hér hefur ríkt um langt árabil. Það er því furðu- legt að sjá sum stjórnmálablöð í Reykjavík hlakka yfir því, að í svipinn virðist vera erfiðleikar á ferðinni í sambandi við gufu- öflunina. Má þar ef til vill lesa hug þeirra til atvinnulífs á Norðurlandi. j. s. 4 — ÍSLENDINGUB Kennarar fámennra bekkj nemendum sínum beturoi með að skilja aðstæður þ< Nemendur barnaskólans í Hrísey eru í vetur 52, frá 7 til 13 ára að aldri, þ. e. 1.—7. bekkur. Aldurshóparnir eru nokkuð misjafnlega stórir. Flestir eru í 7 ára bekknum, eða 9, en í 9 ára bekknum eru aðeins 3 stúlkur. Af þessum sökum varð að sameina fámennustu bekkina og er 8 og 9 ára börnum kennt saman að nokkru leyti, og einnig 11 og 12 ára börnum. Þetta veld- ur eðlilega nokkrum erfiðleikum, sérstaklega fyrir kennarann, sem þarf stundum að kenna tvö námsefni í sama tímanum. Þrír fastráðnir kennarar eru við Hríseyjarskóla. Skólastjórinn, Helgi Nilsen, Snorri Grímsson og Valtýr Sigurbjarnarson. Auk þeirra kenna sr. Kári Valsson og Sól- veig Jóhannsdóttir stundakennslu við skólann. Þegar börnin hafa lokið prófi upp úr 7. bekk skólans, er gert ráð fyrir því, að þau fari í unglingaskólann á Dalvík, en þar er heimavist og er skólanum ætlað að taka við börnum frá Árskógsstrandarskóla og Húsabakkaskóla, ásamt Hrís- ey. Á föstudagskvöldum fer Hríseyjarferjan Sævar til Dalvíkur, og sækir þau börn sem eru í unglingaskólanum þar, þannig að þeim gefst kostur á að dvelja heima í helgarfríum. íslendingur átti stutt spjall við Helga Nilsen, skólastjóra, þegar hann var á ferð í Hrísey á dögunum. Helgi sagði að það hefði bæði sína kosti og galla að kenna í fámennum skóla í litlu byggðarlagi. — Hér þekk ir maður alla krakkana, sagði Helgi, flesta foreldrana, og þann bakgrunn, sem börnin lifa við og getur betur sett sig inn í aðstæður þeirra, þannig að hér eru engin stórborgar- vandamál. — Hins vegar hefur þetta sína vankanta, hélt Helgi áfram. — Kennarar eru t. .d fáir, þannig að samstarfið verður ekki eins frjótt eins og í margmenninu, þar sem kenn arar eiga meiri möguleika á samstarfi, sem skapa hug- myndir hver hjá öðrum. Það Kennslu var að ljúka í 7, 8 og 9 ára bekkjum IJríseyjarskóIa þegar íslendingur var þar á ferð- inni. f lok kennslunnar brugðu börnin sér í leik, svokallaðan blikkleik og voru ungu herra- mennirnir í Hrísey ófeimnir við að „blikka“ dömurnar. Hjörtur E. Þórarinsson bóndi að Svarfaðar- dal skrifar um þjóðgarða friðlönd og fleira í 38. tölublaði íslendings, út- gefnum 28. okt., er grein eftir Jakob Ó. Pétursson. Ótti við nýjar atvinnugreinar, heitir greniin og leitast höfundur þar við að leiða að því rök að þjóðinni sé þörf á að tileinka sér nýjar atvinnugreinar, því þær gömlu nægi ekki þótt góð ar séu. Trúlegt þykir mér, að marg ir geti tekið undir niðurstöðu höfundar og er ekki ætlun mín að andmæla því, sem er meg- inefni greinarinnar. Hinsvegar er þar ein setn- ing, sem ég vil leyfa mér að gera athugasemd við. Hún hljóðar svo: „Ferðamannavertíðin er stutt og á sín takmörk, ekki sízt ef landið er að verða að miklu leyti friðlýstir þjóð- garðar“. Ósköp er til þess að vita, hvað jafnmerkilegur maður og J. Ó. P. hefur misst þarna mikla dellu úr pennanum sín- um, af því að greinin er að öðru leyti skynsamleg og aug- sýnilega skrifuð í fullri al- vöru. Líklega er þetta þó vitn- isburður um það, að almenn- ingur er ekki nægilega upp- lýstur um friðunarmál og er full ástæða til að reyna að bæta þar ofurlítið um. Friðlýstir þjóðgarðar segir FRI ÞJÓI HVAÐ maðurinn, en hvað meinar hann? Þjóðgarðar eru þrír á ís- landi. Elstur er þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Honum ei stjórnað af sérstakri nefnd, sem Alþingi kýs. Sérstakai reglur eru í gildi um hegðan manna þar, rétt og skyldui þeirra, sem í þjóðgarðinn koma, en allir vita að Þing- vellir er einn allra fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Hinir þjóðgarðarnir heyri undir stjórn Náttúruverndar- ráðs. Annar þeirra er mestui hluti jarðarinnar Skaftafells ; Öræfum. Þar hefur á undan- förnum árum verið varic býsna mörgum milljónun króna af almannafé til ac bæta aðstöðu ferðamanna oj

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.