Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 7

Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 7
„Skipulag“ er og mannlegra Síðari grein Tryggva Pálssonar um skipulagsmál í fyrri grein minni fjallaði ég að mestu um skipulag þeirrar íbúðarbyggðar sem risið hefur frá árinu 1972, og þá byggð sem er í mótun þ. e. Hlíðarhverfi, en það hverfi kemur til með að fullnægja allri íbúðarþörf utan einbýlishúsa næstu fimm til sjö árin. Allt of margir láta sig skipulagsmál litlu sem engu varða, og margra álit er að skipulagning sé aðeins nákvæm út- færsla gatna og lóða, en svo er ekki. En hvað er þá skipulagn- ing mundi margur spyrja. Skipulag má skilgreina á þann hátt, AÐ ÞAÐ SÉ MÓTUN UMHVERFIS OG MANNLEGRA ÞARFA, en þar inn í fléttast margir þættir og má þar nefna t. d. útivistarsvæði, samgöngur með tilliti til almenningsvagna, þarfir fyrir verslanir, skóla, dagheimili og leikvelli barna íþróttasvæði, einnig verður að taka tillit til lagningar raf- magns, síma, hitaveitu, vatns og holræsalagna. En þó svo taka verði tillit til allra fyrrnefndra þátta og ýmissa fleiri, þá verður jafnan margt að forðast svo sem ég gat að nokkru leyti í fyrri grein minni, svo sem ófrávíkjanlega skilmála um útlit og lög- un húsa, jafnframt verður að hverfa sú lausung sem virðist fylgja allri skipulagningu, heildarskipulagning er til sýnis al- menningi og óskað eftir athugasemdum og ábendingum, en síð- an þegar deiliskipulagningin er endurskoðuö þá byrjar þessi mikla launung með það hvað verið er að gera og rík er tilhneig- ingin að umbylta öllu og breyta þannig að af heildarskipulagn- ingunni er fátt látið standa eftir óbreytt. Vald skipulagsyfir- valda er því mjög vandmeðfarið, og forðast verður að gera það vald víðtækara á kostnað einstaklingsins. mótun umhverfis þarfa Ef við reynum að gera okk- ur nokkra grein fyrir því hvernig mótun bæja fer fram, þá staldrar hugurinn við nokk ur hús sem mynda þyrpingu og oftast utan um verslun, og því má segja að mótun bæjar- ins verði út frá einum ákveðn um kjarna sem síðan myndar oftast miðbæ viðkomandi stað ar. Þannig má segja að Akur- eyri hafi myndast, þó svo þessi miðbæjarkjarni væri fyrst í kringum Höpfnersverslunina, en flyttist síðan til þess stað- ar sem hann er nú. Miðbærinn hlýtur alltaf að verða spegill hvers staðar og því verður að leggja mik'la rækt til að viðhalda reisn hans. Því miður er það svo, að ekki hefur verið lagt nógu mikið upp úr því að láta upp- byggingu miðbæjarins hér fylgja eftir hinni almennu upp byggingu hverfanna, og er því alltaf fyrir hendi sú staða, að við byggjum upp hverfin að einhverju leyti á kostnað mið bæjarins. Æskilegast hlýtur að vera að miðbærinn geti jafnt og þétt tekið við hinni almennu þjónustu, svo sem allri opin- berri þjónustu og sérþjónustu, svo sem ferðamálaþjónustu, og þeir sem vildu reka hina ýmsu sérþjónustu á verslunar sviði þyrftu að geta fengið að stöðu í miðbænum. Sú stað- reynd að skipúlagsleysi mið- bæjarins standi fyrirtækjum, sem þar vilja byggja fyrir þrif um, hlítur að verða ámælis- verð. Ég vildi því brýna skipu lagsyfirvöld til átaka við skipulagningu miðbæjarins, og til þess að athuga um að loka Hafnarstrætinu og gera það að göngugötu. Það væri ekki frá- leit hugmynd, að halda mætti ýmsar útisýningar í slíkri göngugötu, svo sem gert var á degi iðnaðarins, og þótti tak ast í alla staði vel. En hug- myndinni um göngugötu verð ur að fylgja úrlausn mikilla bílastæða, sem ekki yrði of löng gönguleið frá, og yrði að leysa það með skipulagningu bílastæða austan við austari húsaröð Hafnarstrætis, og tengja það skemmtilegum gangstígum göngugötunni. Jafnframt skipulagningu miðbæjarins þyrfti að vinna að endurskipulagningu hverf- isins austan Glerárgötu, en þar gæti risið blönduð byggð íbúðarhúsnæðis, létts iðnaðar og þjónustu. Ganga mætti og keyra að íbúðarbyggðinni að austan, en aðkoman að iðnað- ar- og þjónustufyrirtækjun- um yrði frá Glerárgötu. Þarna gæti risið hin skemmtilegasta byggð, sem drægi úr útþenslu bæjarins um leið og aukið yrði á reisn miðbæjarins. Sú þróun á sér stað í flest- um bæjum varðandi verslun t. a. m. að þau fyrirtæki sem versla með þungavarning, t. d. byggingarvörur og vélar, flytja sig út fyrir miðbæinn. Hér hefur sá flutningur átt sér stað þannig, að þessi fyrirtæki hafa staðsett sig við norðan- verða Glerárgötu, en önnur hafa fylgt með og staðsett sig við Tryggvabraut og Furu- velli. Ekki verður hægt að segja um það með nokkurri vissu, hvort staðsetning sumra þessara fyrirtækja stafi af skipulags'leysi miðbæjarins, þó svo megi álíta, t. d. staðsetn- ing verslana við Tryggva- braut. Varðandi staðsetningu versl ana við Glerárgötu hefur ver- ið vel séð fyrir aðkeyrslu að þeim, en mikið virðist skorta á bílastæði. Það ætti að verða höfuðregla ökipúlagsyfirvalda að sjá verslunar- og þjónustu fyrirtækjum fyrir nægum bíla stæðum, þannig að þau séu að gengileg fyrir viðskiptavininn, og fylgja ætti slíkum kvöðum fast eftir. Varðandi verslanir við Tryggvabraut, virðist sem um harkalegan árekstur hafi orðið að ræða milli skipulags- nefndar og byggingarnefndar með þeim afleiðingum sem sjá má, og mikil hætta getur staf- að af, bæði akandi sem gang- andi vegfarendum. GRÆNU SVÆÐIN Mikið hefur verið tekið frá af landi undir útivistarsvæði, en þau svæði eru oftast kölluð grænu svæðin einu nafni. All- ir eru sammála um þörfina fyrir útivistarsvæði, ekki síst í stórborgum þar sem land- rými við íbúðarbyggð er oft takmarkað. Hér á Akureyri hefur verið vel séð fyrir þess- um málum, enda gefur bæjar landið tilefni til þess að taka frá slík svæði þar sem mörg þeirra eru nánast óbyggileg. Þar á ég við hinar mörgu og sérkennilegu klappir sem víða rísa í bæjarlandinu, og land- svæðið meðfram Glerá. En það er ekki nóg að taka þessi svæði frá við gerð skipulags, það verður eitthvað að gera fyrir þau. Ég hefi verið þeirrar skoð- unar, að við gengjum einum of langt í skipulagningu grænu svæðanna, þar sem reynsla virðist vera fyrir því að þau séu lítið notuð af al- menningi, heldur bæri okkur að vanda val þessara svæða með það í huga að gera þau aðlaðandi og eftirsóknarverð. mikinn áhuga fyrir að gera Þau tvö svæði sem ég hefi haft skemmtileg og eftirsóknar- verð, eru annarsvegar svæðið meðfram Glerá og hinsvegar svæðið meðfram hraðbraut- inni (Dr ottningarbr autinni). Græða þarf upp bakka Glerár innar og gróðursetja tré við ána, jafnframt því mætti t. d. mynda litlar tjarnir á eyrun- um norðan árinnar ofan neðri brúar, sem gæti verið þáttur í fegrun og aðstöðu barna til leikja. Forðast verður við gerð útivistarsvæða að útiloka þau að öllu leyti fyrir leikjum barna, gagnstætt því verður að stuðla að slíkri aðstöðu. Það gæti verið góð tilbreyting fyr- ir foreldra að sitja á gróður- sælum bökkum Glerár á sól- ríkum sumardögum, vitandi börn sín að leik ofantil á bökk unum þar sem þeim stafaði lítil hætta af ánni, og nytu jafnframt eftirlits foreldr- anna. Jafnframt verður að ákveða endanlega legu árinn- ar neðan við neðri brúna, og vegna iðnaðarhverfisins á Ós- eyri þyrfti nauðsynlega að brúa ána neðanvert. Tjörnina sem myndaðist inn an við hraðbrautina sunnan í gamla bænum þarf að fegra með svipuðum hætti og bakka Glerár, en leyfa ætti ungling- um að nota tjörnina fyrir róðr arbáta og litla seglbáta, og skapa aðstöðu til slíkra nota. Eins og ég gat um hér að framan, hefi ég verið þeirrar skoðunar að við tækjum frá full mikið af grænum svæð- um, og hefi ég stundum velt því fyrir mér hvað gera ætti við sum þeirra. Ég tek sem dæmi brekkurnar norður af Kringlumýri og Kotárgerði, þær eru til lítils gagns sem úti vistarsvæði nema græða þær skógi að miklu leyti. Væri ekki nær að skipuleggja um- ræddar brekkur fyrir einbýlis hús og raðhúsabyggð. Svæðið býður upp á skemmtilega skipulagningu byggðar, og yrði án efa eftirsóknarvert vegna útsýnis. Ég nefni þetta aðeins sem eitt dæmi af mörg- um, en læt það nægja. í stuttu spjalli um skipulags mál verður ekki alls staðar komið við, en ég vona þó að þessar greinar mínar vek’i ein hverja til umhugsunar um þennan málaflokk, sem varðar einstaklinginn í hverju bæjar félagi hvað mest. Það verður alltaf erfitt að draga mörkin milli þess hverju opinberir að- ilar eiga að ráða og hverju bæjarbúar, en virkari þátttaka bæjarbúa í mótun skipulags- ins getur komið í veg fyrir ofskipulagningu. Við skulum vera okkur meðvitandi um það að ekkert af málefnum bæjarins er okkur óviðkom- andi. Afengissala eykst Akureyringar keyptu áfengi fyrir 207 milljónir og 284 þúsund og tuttugu krónur á tímabilinu 1. júlí til 30. september sl. Á sama tíma í fyrra var salan kr. 153.153.270, en þess ber þó að geta, að verð hefur hækk að nókkuð síðan þá. Heildarsala áfengis í land inu var á þessum tíma kr. 1.687.804.166, sem þýðir 25.3% aukningu í krónu- tölu frá því í fyrra. ÞOR Framhald af bls. 8. tekjuöflunin. Einnig prjón- uðu konurnar trefla í Þórs- litunum í fyrra, sem urðu mjög vinsælir og seldust þeir allir upp, en þeir verða aftur á boðstólnum í vetur. Við spurðum Helgu hvort konur í deildinni hefðu ekki hug á því að stunda íþróttir samhliða öðru fé- lagsstarfi. — Jú, það hefur alltaf staðið til, en við höf- um ekki getað fengið tíma ennþá, þar sem íþróttahús bæjarins eru öll yfirfull. Það lagast vonandi þegar íþróttahúsið í Glerárþorpi verður tekið í notkun, en þá höfum við hug á að fá tíma einu sinni í viku. — Það eru allar Þórskon ur velkomnar til starfa með okkur, en það er þó ekkert skilyrði að þær séu í félag- inu sjálfu, ef þær ganga í deildina og hafa áhuga fyr- ir starfseminni og vilja styðja við bakið á upprenn- andi Þórsurum. Sérstaklega viljum við hvetja þær kon- ur, sem eiga börn í yngri flokkunum, að koma til starfa, sagði Helga að lok- um. Þær konur, sem hafa áhuga á að starfa með Kvennadeild Þórs geta haft samband við Helgu Árna- dóttur í síma 23083, Rósu Antonsdóttur í síma 23898 og Ragnhildi Ingólfsdóttur í síma 22273. ðÞRÓTTIR Framhald af bls. 2. ungum leikmönnum og er mjög jafnt og með góða jnarkmenn. Sérstaklega varði Egill vel og var KA- mönnum erfiður. Einnig áttu Pétur Ingólfsson og Vilberg Sigtryggsson góðan leik. Mörk KA skoruðu: Sig- urður 5, Hörður 4, Þorleif- ur og Jóhann 3 mörk hvor, Halldór og Ármann 3 (lv) og Hermann Haraldsson skoraði 1 mark. Mörk Ármanns skoruðu: Pétur 5, Vilberg 4, Björn 4, Hörður Hákonarson 4 (3v), Friðrik 3 og Þráinn og Ósk- ar 2 mörk hvor. Dómarar voru þeir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen og dæmdu þeir nokkuð vel. A. S. Séð yfir miðbæinn. Ljósmynd: Páll. ÍSLENDIN GUR — 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.