Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 2

Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 2
H 100 Nýársfagnaður í H-100 1. janúar 1980. Matseðill: • LAXAKOTILETTA m/chantillysósu • KJÖTSEYÐI með grænmeti INNBAKAÐAR NAUTALUNDIR í franskbrauðsdeigi með berneissósu. • TIA MARIA Miðasala og borðapantanir 28. og 29. desember frá 17-19. Fagnið nýju ári í H-100. H-10 Dyr dauðans Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út nýja skáldsögu eftir hinn kunna rithöfund Frank G. Slaughter, Dyr dauð- ans. Áður hafa komið út eftir sama höfund: Eiginkonur lækn- anna, Hættuleg aðgerð, Síðasta augnablikið, Læknaþing, Hvít- klæddar konur og Spítalaskip. Þetta er saga um Lynne Tallman, alræmda hryðju- verkakonu og útsendara hins illa. Hún ferst í flugslysi, en blaðakonan Janet Burke, sem er að skrifa greinaflokk um Lynne og myrkraverk hennar, bjargast naumlega úr slysinu. Frægur skurðlæknir, Mike Kerns, sem er sérfræðingur í líkamslýtum, tekst ekki ein- göngu að bjarga lífi Janet - honum tekst einnig með skurð- aðgerðum að gera hana að stórglæsilegri konu sem allir karlmenn sækjast eftir og sjálf- ur verður hann ástfanginn af henni. En hinn illi andi sem bjó í Lynne Talmann hefur nú skipt um aðsetur og búið um sig í Janet. Þá hefst baráttan við hinn illa anda .... Bókin er 252 blaðsíður, prent- uð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Þýðinguna gerði Hersteinn Pálsson en bókin heitir á frummálinu Devil’s gamble. HOFDALA- JÓNAS Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út bókina Hofdala- Jónas, og er þetta sérlega glæsileg og mikil bók, 454 blaðsíður. Bókina prýða fjöldi ljósmynda, alls 64myndir. Þáer einnig nákvæm nTnaskrá í bókarlok á 12 blaosíðum. Jónas Jónasson frá Hofdöl- um í Skagafirði var kunnur hverju mannsbarni í Skagafirði og á efri árum varð hann þjóðkunnur sem snjall hagyrð- ingur, sagna- og skemmtunar- maður. Bókin skiptist í ljóra hluta: Sjálfsævisögu, frásöguþætti, úr ýmsum syrpum og bundið mál. Minningar og frásöguþættirnir eru með því besta, sem birst hefur í þeirri grein. Sýnishornið af ljóðagerð Jónasar er staðfest- ing á þeim vitnisburði, að hann væri einn snjallasti ljóðasmiður í Skagafirði um sína daga. Jónas stundaði 18 sumur hlið- vörslu við Héraðsvatnabrú fremri, á þjóðleið milli Reykja- víkur og Akureyrar; hóf þar starf 1938, um sextugt; bjó í litlum skúr, sem enn stendur. Hofdala-Jónas var af þeirri gæsku gjör að laða að sér fólk, enda var hann að eðlisfari mikill heimsmaður. Langferðamenn af öllum stéttum og stigum áttu glaða stund með Jónasi í skúrn- um. Fólk hvaðanævaaflandinu á ljúfar minningar við hliðvörð- inn. Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg og Hannes Pétursson skáld hafa séð um útgáfu bókarinnar af stakri nákvæmni og vandvirkni. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. SKEMMAN Tr r 1 T 1 wmm xm Húsmæður! Enn eigum viö gott úrval af KJÓLAEFNUM, BLÚSSUEFNUM og BUXNAEFNUM. • SMÁVARA í úrvali. Eiginmenn! j— • Um leiö og við óskum ykkur f“ gleöilegra jóla þá hugsið til áramótanna og kaupíö efni i kjól handa frúnni. «» W£ J I I I I I F: Nýjar vörur daglega! ' “ • Kvenskór í mjög mlklu úrvali. • Kvenleöurstígvél, há og lág. • Karlmannaskór, aldrei meira _ úrval. • Kvengötuskór. • Karlmannakuldaskór. • Háskólabolir. M hk J iLl I IX og gjafavörur í miklu úrvali! - • Vorum að taka upp mikiö af KERAMIKI eftir Jónínu Guðnadóttur. - • Ennfremur KERAMIK-LAMPA og aöra SKRAUTMUNI úr leir. • Góöar vörur ó góöu veröi. • Verið velkomin. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, árs og fríðar Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.