Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 3

Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 3
Þrengs/i há starfseminni í Dynheimum Eins og að búa í einni stofu Það kannast tlestir við Dynheima, sem áður hét Lón, en er nú í eigu Akureyrarbæjar, sem rekur þar ýmiskonar æskulýðs- starfsemi. Akureyrarbær á þó ekki alla húseignina því Kaupfélag Eyfirðinga á hluta af neðri hæðinni, þar sem starfrækt er trésmíðaverkstæði, sem gengur undir nafninu „kassagerðin“ frá gamaili tíð. Oft hefur komið til tals að Akureyrarbær keypti hluta KEA, en af því hefur þó ekki orðið. Fullur áhugi er þó á því innan æskulýðsráðs, enda há þrengsli starfseminni í Dynheimum. Nú hafa samstarfshópar unglinga í Dynheimum sent forráðamönnum KEA nokkurs- konar bænaskjal, sem fer í heild hér á eftir. Allt frá því æskulýðsstarf- semi hófst í Dynheimum (þá Lóni) hefur skipan húsnæðisins verið stærsti þröskuldurinn fyrir fjölbreyttu æskulýðsstarfi þar. Dynheimar samanstanda af sal, sviði, svölum, sælgætis- sölu, fatahengi, diskotekklefa, snyrtingum, anddyri og einu litlu herbergi, sem nú er skrif- stofa. Húsnæði af þessu tagi er hentugt undir diskotek (dans- leiki), dansæfingar og leikæf- ingar eða öðru í þeim dúr, enda hefur sú raunin orðið á að mest er um slíka starfsemi þar. Hjálprœðisherinn Sunnud. 23. des. kl. 17 „Við syngjum jólin í garð“. Fjöl- breytt dagskrá. Jóladag kl. 17 hátíðarsam- koma. Miðvikud. 26. des. jólahátíð sunnudagaskólans, kl. 13 fyrir 9 ára og yngri, kl. 16 fyrir 10 ára og eldri. Föstud. 28. des. kl. 15 jóla- hátíð fyrir eldra fólk í Hótel Varðborg. Major Guðfinna Jóhannesdóttir stjórnar. Sunnud. 30. des. kl. 15 jóla- hátíð fyrir börn, aðgangur ókeypis. Kl. 20.30 almenn samkoma. Mánud. 31. des. kl. 23 ára- mótasamkoma. Nýársdag kl. 17 hátíðarsam- koma. Deildarstjórinn og frú stjórna og tala á áramóta- samkomunum. Allir hjartanlega velkomnir. Kristniboðshúsið Zion: Hátíðarsamkomur um jól og áramót. Jóladag samkoma kl. 20.30, ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Nýjársdag, sam koma kl. 20.30, ræðumaður Reynir Valdimarsson. Allir hjartanlega velkomnir, KFUM og KFUK Kristniboðsfélögin. Ef neðri hæðin (og skúrinn) fengist undir æskulýðsstarf, myndi þar skapast aðstaða fyrir hið eiginlega félagsstarf, klúbba, föndur, fundi, námskeið o.fl. Þar mætti einnig hafa setustofu og fundarsal. Skúrinn er mjög mikilvægur, þvi þar mætti vera með grófari smíðar og föndur og þar væri og möguleiki fyrir geymslur, en það er einmitt eitt af stærstu húsnæðisvandamál- unum í dag, að það fyrirfinnst engin geymsla. Við (ungiingar) vinnum að því í samtökum, hópum eða nefndum að skreyta f höggþétt vatnsþétt pott- þétt Eftir að hafa gjörbylt áratuga gamalli fram- leiðslutækni armbands- úra hefur TIMEX nú sannað yfirburði sína um allan heim. Fram- leiðslan er ótrúlega ein- föld og hagkvæm, en ár- angurinn er níðsterkt og öruggt gangverk. 1 Fleiri og fleiri fá sér Timex. Nú getur þú líka fengið þér ódýrt, en vandað og fallegt úr. Tilvalin jólagjöf Ólafsfirði Dalvík Hljómdeild Grenivík húsið innan með nokkurra mánaða millibili. Oft eru þeir ekki merkilegir, hlutirnir sem notaðir eru til skreytinganna, en margir eru þess eðlis að mjög bagalegt er að geta ekki geymt þá einhvers staðar og notað þá aftur síðar, (s.s. hestakerruhjól, hjallastaurar, net o.fl.) Einnig þyrfti að vera geymsla fyrir stóla, borð, leiktjöld o.fl. Það væri hægt að lýsa því í mörgum orðum hversu mjög starfsemin gæti aukist með þessari stækkun. Aðstaðan, sem nú er fyrir hendi, er góð og erum við mjög ánægð með hana sem slíka, en möguleikarnir eru ekki margir. Það mætti e.t.v. segja um húsaskipan Dynheima að möguleikarnir þar væru svipaðir og fyrir fjölskyldu, sem ætti íbúð er aðeins væri ein stofa. Dynheimar hafa byggst upp nokkuð jafnt, þ.e.a.s. lagfær- ingar og endurbætur hafa verið framkvæmdar í áföngum á nokkrum árum. Þó nokkuð er síðan að fyrst var farið að ræða um það í alvöru, að freista þess að neðri hæðin fengist undir æskulýðsstarf. En því miður hefur það ekki orðið ennþá. Við vonum að forráðamenn KEA sjái hve þetta er stórt mál fyrir okkur og reyni að verða við óskum okkar og vinni að því sem allra fyrst að flytja núver- andi trésmíðaverkstæði í annað húsnæði, enda er þessi aðstaða engan veginn hagstæð fyrir þá starfsemi. F.h. samstarfshópa unglinga í Dynheimum. - hael HúUum , Háinu • Það verður húllumhæ í H 100 á gamlárskvöld, sem stendur fram á næsta ár. • Húsið opnað kl. 23.00 og síðan verður allt á hundrað fram á morgun. • Hattar, grímur, knalletturog annað tilheyrandi til að skapa áramótastemming- una. • Bjarki Tryggvason verður líka í áramótaskapi í diskó- tekinu og heldur uppi fjör- inu. Svo ef menn verða svangir; þá bjóðum við stolt- ið okkar, ,,H 100 special" á lystaukandi verði. Það bregðast ekki áramótin í háinu. Athugiö! Það verður aðeins rúllugjald svo það er betra að koma tímanlega. Annars verður dagskráin hjá okkur um hátíðarnar á þessa leið: Fimmtudaginn 20. des. - opið kl. 20-01' Föstudaginn 21. des. - opið 20-02 Laugardaginn 22. des. - opið 20-03 Sunnudaginn 23. des. - opið 20-01 Annan í jólum verður opið 20-01 Fimmtudaginn 27. des. - opið 20-01 Föstudaginn 28. des. - opið 20-02 Laugardaginn 29. des. - opið 20-03 ’ Sunnudaginn 30. des. - opið 20-01 Mánudaginn 31. des. - opið 23-04 Þriðjudaginn 1. jan. - opið 20-01 G\e *\\eð Samkvæmt venju heilsum við nýja árinu með nýársfagnaði á nýársdag. Matseðill: Hænsnakjötseyði Soðin smálúðuflök í'hollenskri sósu Hreindýrasteik Ávextir í Madeira- hlaupi Pantið borð tímanlega. Síminn er 22200 (samkvæmisklæðnaður) 1980 Hótel KEA. ÍSLENDINGUR - 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.