Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 6

Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 6
Heilabrot um hátíðamar 1. Óvenjulegt reiknis- dœmi. Hér fer á eftir heldur óvenjulegt reiknisdæmi, sem ekki er ,í reikningsbókum, ef við þekkj- um þær rétt. En leggið nú heilann í bleyti og þá ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað gæsin er þung. 1. Gæsin vegur = 1 kg. + pottur- inn. 2. Potturinn vegur = 1 kg. + tvær vínflöskur. 3. fjórar vínflöskur vegajafnt og gæsin. Hve þung er gæsin? ★ ★ ★ ★ Hve margar eldspítur? í eldspítnastokknum, sem ég hef hér í hendinni, er ákveðinn fjöldi eldspítna, sagði reiknings- kennarinn dag nokkurn við nemendurna. - Ef ég legg þær í raðir hér á borðið og hef þrjár eldspítur í hverri röð, verður ein afgangs. Ef ég legg fjórar í hverja röð verða tvær afgangs. Með fimm eldspítur í hverri röð fæ ég þrjár afgangs og leggi ég loks sex í hverja röð ganga 4 af. Hve margar eldspítur eru þá í stokknum. 3. Talnaleikur. Takið tölurnar frá 1 upp í 9 og setjið þær upp í 3 raðir með þremur tölum í hverri röð, þannig að út komi 15 hvort sem þær eru lagðar saman lárétt eða lóðrétt. (Fleiri en ein lausri geta verið á þessari þraut). 4. Það er jú hœgt. Fáið lárv.öar tíu buxnatölur hjá mömmu og leggið þær í fimm raðir þannig, að í hverri röð verði fjórar tölur. 5. Kíló sinnum pund. Margfaldið 10 pund með 5 kg. - auðvitað gildir einu, hvort kílóunum er breytt í pund eða pundunum í kíló. Prófum: 5 kg. = 10 pund, - 10 X 10 pund - 100 pund. Eða: 10 pund = 5 kg. - 5X5 kg. = 25 kg. - eða 50 pund. Er vitlaust reiknað eða hvað? Gátur. Hér koma nokkrar íslenskar vísnagátur, sem gaman er að spreyta sig á. 6 - ÍSLENDINGUR gÉggs/ / Óskum \ ' ——/ öllum landsmönnum \--------- GLEÐILEGRA JÓIA "M - ársogfriðar i-------- ... • ™ ^ SAMBANDISL.SAMVINNUFELAGA 1. Mikil frú, um mittið þykk, móðu geymir staupa, ofan í hana eftir drykk ótal strákar hlaupa. 2. Margvíslegt mitt efni er, en eðli mitt er jafnan það, að óvörum ég öllum ber, einkum þegar náttar að. 3. Oft á hrygginn er mér bylt, opnuð til að liggja, ef þú dyggur af mér vilt uppfræðingu þiggja. 4. Eineygð snót með yddum hramm ærið langan hala dró, við sporið hvert sem fór hún fram, frúar styttist rófan mjó. Veistu??????????? 1. Hvenær gaus Hekla í fyrsta sinn síðan sögur hófust? 2. Hvert er frostmark vatns á Fahrenheit? 3. Hvaða tveir merkisatburðir gerðust í sögu íslands árið 1954? 4. Hve mörg kíló eru í einni smálest? 5. Hvert er stærsta stöðuvatn á fslandi? 6. Hvaða ár lést Kristján 1Q Danakonungur? 7. Hvernig er merki forseta íslands? 8. Hver er félagsmálaráðherra á íslandi? 9. Eftir hvern er jólasálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum? (Textinn) 10. Hvað heitir yfirsetjarinn í Skjaldborg h.f.? Svör á bls. 19. —■ Til skýringar viljum við segja þér aíT við þurftum að ná í lækminn í skyndi af grímuballi. o o Guði sé lof að ég skuli hafa haft þig til að tala við allan tfmann! Óskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla Þökkum viðskiptin á árinu Olfufélagið Skeljungur Akureyri

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.