Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Side 9

Íslendingur - 19.12.1979, Side 9
Rowenta Hraðgrill, djúpsteikingar- pottar, vöflujðrn, gufu- burstar o.fl. o.fl. Og svo er það jólasœlgcetið sem ekki má vanta Hér koma nokkrar upp- skriftir af heimatilbúnu kon- fekti, grunnuppskrift af marsipani og einnig upp- skrift af skemmtilegri jóla- köku, sem óhætt er að mæla með. • Hnetukonfekt 200 gr. fínt saxaðar hnetur 150 gr. flórsykur 1 eggjahvíta 2 msk. romm 225 gr. súkkulaði dósamjólk 10 gr. smjör Hrærið vandlega saman hnetur, flórsykur, eggjahvítu og romm og breiðið deigið á botninn á 20x20 cm. stóru móti, sem má búa til úr álpappír. Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatni, blandið dósamjólk og smjöri saman við og sjóðið við vægan hita í um það bil 5 mínútur. Jafnið massann yfir deigið í mótinu og skerið í litla bita, þegar það hefur harðnað. • Döðlukonfekt 2 bollar corn-flakes 250 gr. döðlur 50 gr. vaihnetukjarnar 2 msk. hunang 10 gr. smjör 1 msk. sítrónusafi flórsykur helmingaðir valhnetukjarnar Hakkið eða saxið smátt corn- flakes, döðlur og valhnetu- kjarna og hnoðið vel saman við hunang, smjör og sítrónusafa. Búið til litlar kúpur úr deiginu og veltið þeim upp úr flórsykri og pressið hálfan valhnetu- kjarna inn í hverja kúlu. Látið kúlurnar harðna. • Súkkulaðimolar 100 gr. hjúpsúkkulaði, hnetukjarnar, hakkaðar möndlur, hakkaðar valhnetur og rúsínur. Súkkulaðið er brætt í vatns- baði og hnetum, möndlum og rúsínum blandað saman við. Þá er súkkulaðihræran tekin upp með teskeið og sett í litla toppa á álpappír. Látið standa þar til súkkulaðið er orðið hart. Ef til vill má skreyta hvern topp með lituðu kókosmjöii. • Seglskútur 1 pakki af döðlum 50 gr. möndlur 100 gr. marsipan Steinarnir eru teknir úr döðlun- um og marsipanið rúllað út, skorið í litia bita og hver biti hnoðaður þannig að hann verði í laginu eins og lítil pylsa. Einn marsipanbiti er settur innan í hverja döðlu. Hýðið er tekið af möndlunum eftir að þær hafa verið látnar liggja í bleyti í 10 mín. í heitu vatni. Möndlu er síðan stungið ofan í hverja marsipanpylsu. eitt vínber með hverjum fern- ingi. Bræðið súkkulaði og látið eina teskeið af því yfir sam- skeytin á marsipaninu. Setjið loks hálfan valhnetukjarna eða möndlu ofan á súkkulaðið. • Marsipan Marsipan er hægt að fá keypt í verslunum, en einnig er hægt að búa það til. Það sem til þarf er: 500 gr. möndlur 500 gr. flórsykur 1 msk. eggjahvíta og svolítið vatn. Möndlurnar eru afhýddar og þurrkaðar vel og síðan eru þær hakkaðar 2-3svar sinnum og settar í skál. Flórsykurinn er sigtaður og honum blandað saman við möndlurnar ásamt eggjahvítunni og vatninu. • Súkkulaðikaka með marsipankjarna 2 stk. súkkulaði 2 msk. sterkt kaffi 250 gr. kókosfeiti 2 egg 2 msk. sykur Fylling: 20 gr. marsipan, sem hefur verið bragðbætt með 2-3 möndludropum. Súkkulaðið er brætt í vatns- baði og kaffinu blandað saman við. Takið súkkulaðið af hitan- um og bætið kókosfeitinni sam- an við og látið hana bráðna í súkkulaðinu. Egg og sykur eru þeytt saman og súkkulaðijafn- ingnum er síðan bætt út í eggja- hræruna. Aflangt form er fóðr- að með álpappír. Dálitlu af súkkulaði er hellt í formið og látið harðna. Marsipanið er rúllað út og látið í formið. Þá er súkkulaðinu hellt meðfram marsipaninu og litlir hlaupbit- ar eru settir ofan á súkkulaðið. Loks er afgangnum af súkku- laðinu hellt yfir, þannig að bæði marsipanið og hlaupbitarnir hverfi. Látið kökuna harðna. Takið hana úr forminu og skreytið hana með litlum hlaup- bitum. PHILIPS blaupunkt litsjónvarpstæki, útvörp, segulbandstæki, plötuspilarar o.fl. PHILCO þvottavélar, þurrkarar og Isskðpar PHILIPS janrafWmWI kæliskápar, frystikistur, ryksugur og þvottavélar Aðventuljós og jólaseríur ^gTFfrrrrjj i /jrjnjimr trrrrrrrrmrrrrjw El rafmagnshandverkfæri skíðabindingar KOFLACH skór og Wolfcraft fylgihlutir Tilvalin jólagjafasett handa honum. R0SSIGN0L skíði Hárliðunartæki frá SHG, Philips og Rowenta rafmagnshandverkfæri og Wolfcraft fylgihlutir Tilvalin jólagjafasett handa honum. • Vínberjakonfekt Fletjið út marsipan og skerið það niður í litla ferninga. Þekið Glerárgötu 20 Simi 22233 ÍSLENDINGUR - 9

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.