Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 12

Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 12
Grunnlínupunktar 1133^11(2 ICELANDIC shearling lamb For further ínformatton write to Samband, Industries Divisíon P.O. Box 180,121 Reykjavlk, lceland Telex 2023 sis is 12 - ÍSLENDINGUR :r - Nýstdrlegt listaverk eftir Kristján frá Djúpalæk rrf I ff • ••• /» Tiívalm jolagjof handa henni handa honum HERRADEILD VEFNAÐARVÖRUDEILD Kristján frá Djúpalæk er mikil- virkur höfundur og lætur skammt milli listaverka. Tólf eru ljóðabækur hans orðnar, ef safnritið í víngarðinum er með- talið, og nú kemur hin þrett- ánda, PUNKTAR í MYND. Útgefandi er Skjaldborg á Ak- ureyri. Um þessa bók segir höf- undur sjálfur í blaðaviðtali: „Ég hef verið í tíu ár að fást við hugmynd og tók mig til í vetur og vann stanslaust að því að koma henni í endanlegt form. Raunar má tengja þetta verk barnaári, því þetta er saga sálar- innar. Sálin kemur utan úr geimnum og sest að í fræi í móð- urskauti, þar sem hún byrjar að verða fyrir áhrifum sem halda áfram eftir að barnið fæðist. Bókin er með skírskotun til eigin reynslu og nær til fimm ára aldurs. Ég vil raunar segja, að hún sé til varnar sálinni. Þetta er ljóðrænn texti, að mestu leyti stuðlaður. Verkiðer ólíkt öllu öðru sem ég hef gert og því sem allir aðrir hafa gert líka, - vona ég.“ Kristján frá Djúpalæk. Ekki skal þessu andmælt, nema þeirri fullyrðingu að þetta nýja verk sé ólíkt öllu öðru sem Kristján hefur gert. Sú fullyrð- ing er ekki nema að nokkru leyti rétt. Blær Kristjáns ér vissu- lega á þessu verki. Enda þótt formið sé nýstárlegt, efast ég um að handbragð Kristjáns leyni sér, og þó einkum andi hans. Ég held enginn yrki svona nema hann. Mér hefur ekki unnist tími til að kafa undir yfirborð þessa nýja forms eins og ég hefði viljað. Verk sem þetta er ekki leikið af fingrum fram, þótt ein- hverjum kunni að finnast það laust í reipunum. Vera má að hrynjandi og atkvæðasetning sé háttbundnari en virðist við .fyrstu sýn, og verkið leyni á sér að því leyti. Stuðlasetningin blasir hins vegar við alstaðar, þótt með sínu lagi sé. Eins og í Óði steinsins (I977) hefur tekist góð samvinna með Kristjáni og Ágústi Jónssyni byggingameistara, og prýða margar myndir hins síðar- nefnda úr furðuríki steinanna þetta nýja verk. Allur frágangur bókarinnar er mjög smekklegur. Helst mætti draga í efa, í sjálfri bygg- ingu verksins, réttmæti þess að setja tilvitnanir eins og höfund- ur hefur gert, framan við hvern hinna fjórtán þátta. Bók þessi er veglegt framlag til margnefnds barnaárs Sam- einuðu þjóðanna og hin hnýsi- legasta, þegar tal um fóstur- eyðingar er mikið í tísku. En sálarinnar fyrst og fremst er þetta lista- verk í sjálfu sér, og vel ég mér hluta ellefta þáttarins sem sýn- ingardæmi. Hann þykir mér fagur: Ljósálfar flykkjast að í litklæðum, klifra upp í fang hennar, kyssa hendur og enni. Hún brosir við þeim og blessar þá. Einnig gróðurinn vígir hún guðdóminum, þeim er ræður sól og regni. Hún tekur mig í fang, vaggar á örmum, hvíslar: Þetta er nú bústaður þinn, barn mitt, festu þér trúlega í minni fegurð þessa dags að hún geymist þar sem forði til daprari daga. Þitt er að syngja henni iof er kraftar leyfa, rjúfa aldrei við hana bönd tryggðar né bróðurást. Því fegurðin er systir þín og inntak alls sem grær í veröld Guðs. Gísli Jónsson. Gístt Jónsson skrifar um nýjar bœkur Hlýjar hendur og sterkar Sagt frá liknarstörfum Einars á Einarsstöðum Skrýtið að eftir lestur bókar- innar MIÐILSHENDUR EIN- ARS Á EINARSSTÖÐUM, sem bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér, koma upp í huga minn eintómar ljóðatil- vitnanir. Og þó er það kannski ekkert skrýtið. Fegurðin og trúin eiga farveg sinn í ljóði. Grímur Thomsen kvað: Reynt það hef ég, eldri og yngri, ei þótt ég í svipinn skildi, að sínum bendir forsjón fingri fyrðum, ef þeir hlýða vildi. Margra gerir þrautir þyngri þverúðin gegn drottins mddi. Varðhaldsenglar voru gefnir í vöku mönnum bæði og svefni. Af því flýtur auðnubrestur öllum, sem ei trúa vilja, ósýnilegur oss að gestur innan vorra situr þilja. Þylur sá ei langan lestur, en lætur sína meining skilja. En ef ekkert á oss bítur, engill fer, - og lánið þrýtur. Heiðrekur Guðmundsson kvað: Naut ég Einars hlýju handar, hún var bæði mjúk og sterk. Hér fá guð og góðir andar gert á mönnum kraftaverk. Jólatrés- fagnaður Jólatrésfagnaður í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 29. des. kl. 14.00. Miðasala hefst í Sjálfstæð- ishúsinu kl. 12.30. Stjórnin. Einar Jónsson. Enn kvað Grímur Thomsen: Gef ég öllum góðar nætur, sem gaman hafa af rímna vessum, óska þess að svefninn sætur sé með góðra drauma blessun og að aftur fari á fætur fjörugir með anda hressum, og trúi því að til sé fleira en taka þeir á og sjá og heyra. Auðvelt er það fyrir þann sem reynt hefur á sjálfum sér krafta- verk hins góða, og ekki rengir hann vitnisburðina í þessgri merkilegu bók. Gísli Jónsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.