Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Síða 14

Íslendingur - 19.12.1979, Síða 14
Slökkviliðsvaktin; Skúli Lórenzson, Kristinn Jónsson og Þorkell Eggertsson. Við reynum að hafa jólalegt hjá okkur - segir Þorkell Eggertsson, sem verður varðstjóri á slökkvistöðinni á jólanóttina Þorkell Eggertsson verður varðstjóri á slökkvistöð- inni á Akureyri á jólanótt- ina, en með honum á vaktinni verða þeir Krist- inn Sigurðsson og Skúii Lórensson. Þeir félagar koma á vaktina klukkan hálfátta á aðfangadags- kvöld. 14 WSLENDINGUR - Það er nú ekki mikið sem við getum gert okkur til tilbreyt- ingar á vaktinni, sagði Þorkell í stuttu spjalli við blaðið. - Við skreytum jólatré og reynum að gera svolítið jólalegt hjá okkur á varðstofunni. Svo reynum við <tináttúrlega að hafa með okkur svolítið skárra nesti á vaktina en venjulega, en það er lítið annað sem við getum gert til hátíðar- <brigða. Það hefur komið fyrir, að brunaútkall hafi verið á aðfangadagskvöy, en samt er yfírleitt rólegra yfir öllu, einnig í sjúkraflutningunum. Það er reynt að koma þeim sem heilsu hafa heim til sín af sjúkrahús- unum yfir hátíðarnar og nýir sjúklingar ekki teknir inn nema nauðsyn beri til, sagði Þorkell Kjartan Sigurðsson verður varðstjóri á lögreglustöð- inni á Akureyri jólanótt- ina. Með honum á vakt- inni verða lögregluþjón- arnir Lárus Ragnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Ingi- mar Skjóldal og Stefán Tryggvason. Koma þeir á vaktina kl. 8 á aðfanga- dagskvöld og verða til 6 á jóladagsmorgun. - Að öllu jöfnu er rólegt hjá lögreglunni á jólanóttina, en þó getur brugðið til beggja vona, sagði Kjartan í spjalli við blaðið. - Ég man t.d. eftir því einu sinni, að það brast á með norðaustan stórhríð á aðfanga- dagskvöld, en um daginn hafði verið sunnanrok og hláka. Þá varð fólk að gista þar sem það var niðurkomið og við höfðum í nógu að snúast við að veita ýmiskonar aðstoð. Rafmagnið fór einnig af mestum hluta bæjarins, t.d. var rafmagnslaust á spítalanum þegar við komum þangað með sjúkling, en þá sá lögreglan um sjúkraflutning- ana. En sem betur fer heyrir þetta til undantekninga, þó við fáum oftast ýmiskonar venjuleg útköll, þó það séu jól. Við Lögregluvaktin; Ingimar Skjóldal, Kjartan Sigurðsson, Ólafur Ásgeirsson, Lárus Ragnarsson, Stefán Tryggvason. skreytum jólatré hjá okkur og reynum að gera varðstofuna jólalega og ef skikkanlegt er að gera skjótumst við heim í jólakaffið. Hvort ég hef fundið fyrir sérstakri stemmingu þegar ég hef verið á vakt á jólanóttina - ja, eru ekki jólin allstaðar, svaraði Kjartan síðustu spurn- ingunni. XX X Oskum viðskiptavinum vorum Gleóilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. O. Jónsson & Co. h.f. - vöruflutningar Dalvík Bílaverkstæði Dalvíkur Ó. Jónsson & Co. hf. - vöruflutningar Þeir eru á nœturvakt slökkviliðs og lögreglu ájólanóttina Eru ekki j ólin allsstaðar? - segir Kjartan Sigurðsson, sem verður á jólavaktinni hjá lögreglunni

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.