Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Page 17

Íslendingur - 19.12.1979, Page 17
Rúnar Gunnarsson gerir tillögu að matseðlinum á aðfangadagskvöld Laxasneiðar, T-beinsteik og ávaxtaábætir „Það sem mér fínnst mest gaman við jólin, er að þá fæ ég alltaf veislumat,“ sagði einn lítil snáði við blaðamann fslendings fyrir helgina. Þetta er kanski ekki svo galið hjá stráksa og eflaust margir sem gætu tekið undir þetta með honum, þó svo menn geri sér fyllilega grein fyrir ástæðunum fyrir jólahaidinu og hátíðleik þeirra. Tilbreyting í matargerð tilheyrir jólunum. En hvað eigum við að hafa í matinn. Hjá mörgum fjölskyldum er þetta nokkuð fastbundið, t.d. rjúpur á aðfangadagskvöld og siðurinn er að hafa hangikjöt með tilheyrandi á jóladag. Við fengum Rúnar Gunnarsson, yfírmatreiðslumann á H-100 að velja fyrir okkur matseðilinn á aðfangadagskvöld og það ætti enginn að vera svikinn af þessu. En hér kemur matseðillinn - og verði ykkur að góðu. Matseðill fyrir 6 manns ca. • Laxasneiðar með chantilly-sósu • T-beinsteik með eggjasósu • Avaxtaábœtir Laxasneiðar es fcn-a. VStx. Og svo er það aðferðin við að matreiða þessa rétti. Við byrj- um á laxinum: 4-6 punda lax, flakaður og skorinn í sneiðar, settur í pott með köldu vatni í. Kryddað með salti, heilum pipar, /2 sítrónu og 1 matskeið af ediki. Þegar suðan kemur upp er potturinn tekinn af ogfiskurinn látinn standa í soðinu í 10 mínútur. Síðan eru sneiðarnar teknar upp úr pottinum, roðið tekið af og síðan settar á fat. Chantilly sósunni er síðan sprautað yfír sneiðarnar og sítrónur, gúrkur og tómatar notaðar í skreytingu. • Chantilly-sósa /2 kg. mayonnaise er blandað safanum úr einni sítrónu ásamt % dl af þeyttum rjóma. • T-beinsteik 3 sneiðar af hryggjarstykki úr nauti, 4-5 sm. þykkar. Steiktará pönnu í smjöri. Kryddaðar með salti, piparog kjötkryddi. Steik- ingartíminn fer eftir því hversu rautt kjötið á að vera. Borið fram með frönskum kartöflum, belgjabaunum, gulrótum og hrásalati. • Eggjasósa 6 st. eggjarauður stífþeyttar og 600 gr. af bræddu smjöri blandað saman við. Smáttsöx- uð steinselja sett út í. Kryddað með súpukrafti og bernesessens. • Ábœtir 6 egg, 2 dl. strásykur, 5 blöð matarlím, 1 heil dós af blönd- uðum ávöxtum, 2 dl. rjómi og 1 sítróna. Eggjarauðurnarogsyk- urinn þeytt saman. Rifnum sítrónuberki, sítrónusafa og ávöxtunum blandað saman við. Hrærið_bræddu matarlími út í. Þegar byrjað er að hlaupa er þeyttum rjómanum og eggja- hvítunum stífþeyttum hrært varlega saman við. Berist fram í glösum, skreytt með rjóma og rifnu súkkulaði. Verði ykkur að góðu. • Tabu. Staður: Hvar sem er. Efni: Miðar með áletruðum léttum ræðuefnum t.d.: t Veðrið. Þegar ég var 2 ára. Það sem ég fékk í jólagjöf. Hver gestur fær að draga 1 miða og má tala um efnið í tvær mínútur. Einnig má haga leikn- um þannig að gestirnir velja sjálfir ræðuefni fyrir þá sem ætla að tala og velja þá jafnframt bannorð sem ræðu- maður veit ekki um og er hann síðar „púaður“ niður ef hann nefnir bannorðið. Dæmi Ræðu- efni: Prúðu leikararnir (bann- orð Kermit) Ræðuefni: Jóla- maturinn (bannorð laufa- brauð). Góða skemmtun Hrefna Hjálmarsdóttir. SPURT í Lundaseli ivað fínnst þér skemmti- legast á jólunum? Áki Harðarson Þá fær maður alltaf veislu- mat og svo er það líka svo margt annað sem er skemmti legt. Hlynur Tómasson Ég veit það nú eiginlega ekki, jú - að dansa í kring um jólatréð. örn Traustason Mér fínnst bara allt skemmti legt á jólunum. Hulda Hrönn Bergþórs- dóttir Mér finnst skemmtilegast að dansa í kring um jólatréð og leika mér að dótinu. Svo er líka svo gaman að fá jóla- pakkana. Katrín Pétursdóttir Bara að leika mér að dótinu sem ég fæ í jólagjöf. Pabbi ætlar líka að kaupa jólagjöf handa mér og hann heitir Pétur. V ! ÍSLENDINGUR - 17

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.