Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 28

Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 28
Sigurður Guðmundsson, prófastur, Grenjaðarstað: Jólaóskir J ólafriður Um jólaleytið sendum við jóla- kveðjur til vina okkar. Við vonum að við fáum einnig kveðjur frá þeim. - Jólaóskirnar eru að venju stuttar, fáorðar en innihaldsrík- ar. Við lesum margt á milli lin- anna. Við gleðjumst er við sjáum eða heyrum nöfn vinanna sem mundu eftir okkur. Það fylgir því sérstakur unaður að fá slíka kveðju, hvortsem er á jólakorti, i bréfi eða i útvarpi. - Kveðjurnar flytja boðskap er gleður. Boð- skapurinn er um það, að þú átt vini, sem elska þig, hugsa um þig, muna eftir þér. - Þegar kveðjan berst þér, er sem stund- arkorn rofi ískýjum fyrirgeislum þeirrar sólar sem áfram heldur sína braut. Ef til vill hélstu, að vinir þinir hefðu gleymt þér. En þá kom kveðjan og tendraði Ijós í huga þér. Hún varsem votturum þann kærleika sem var, er og verður. Víða um veröld heyrum við um margskonar eymd. Marga af mannavöldum. Hvað er að ger- ast? Hvað um jólakveðjuna til þeirra er þjást og líða af hungri og kulda?- Hvar er kærleikurinn sem er mestur - sterkastur? Er Guð orðinn minnimáttar ímyrkr- inu? - Flóttafólkið sem hvorki á húsnæði né mat- hvað stoðar að senda þvi kveðju um gleðileg jól, ef ekki fylgir annað með? Fáum við ekki kveðju, - jóla- óskir frá vinum okkar. Við erum þakklát. Jólaóskir koma og að ofan. - Eitt andartak Ijómar himnesk dýrð allt í kring. - Englarnir syngja um dýrð Guðs. Lítið barn liggur í jötu. Sá Guð sem við héldum fjarlægan veitir okkur þá gleði að vera hluttak- endur í dýrðinni Drottins. - Við sannfærumst að hann elskar mennina frá eilífð til eilifðar. - Litla barnið íjötunni, jólabarnið - var kallaður Immanúel, sem þýðir: Guð er með oss. Og við skynjum það, að hann sem kom af himni á jörð er hér og nú með okkur. - Hann býr meðal okkar. Við gleðjumst. Sendum jóla- kveðjur - jólagjafir vinum okkar, - einnig til þeirra sem við vitum að eru sannarlega i þörf - gefum af allsnægtum okkar - þeim er hungra. - Við öðlumst jólagleð- ina, fögnum enn meir jólaósk- inni. - íhjarta okkar býr jólafrið- ur. Hjarta mannsins þráir frið. Það þráir frið við Guð, - frið við menn og frið í sjálfu sér. Jólin eiga þannig að færa okkur hinn sanna frið, af þvi að Jesús á nægan frið og er sjálfur friður. Við getum meira en taka á móti jólabarninu i hjörtu okkar.- Við getum gefið öðrum frið, fært öðrum það sem vermir og lifgar hjörtu þeirra. Stuðlað að því að hann sem jólin eru helguð verði okkar friður, - eða eins og Páll postuli segir: Hann er vor friður. í heiminum hafið þér þrenging, segir Jesús, en verið óhræddir, ég hefi sigrað heiminn. Það er og gleði okkar. Látum boðskap jólanna búa i hjörtum okkar, - þá ber tunga okkar boðskapinn og lofsönginn útmeðalmannanna- og hjarta okkar fyllist friði, - hönd okkar verður tæki til að gleðja og hjálpa. - Látum Ijósið frá Jesúbarninu loga í huga okkar, þá skynjum við að:,,Hátið öllum hærri stund er sú - himnakonungs fæðing oss er boðar" Guð gefi okkur öllum gleðileg jól með sínum friði og miskunn öllum mönnum. 28 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.