Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Síða 29

Íslendingur - 19.12.1979, Síða 29
Þeir vita það fyrir vestan Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Þeir vita það fyrir vestan eftir Guðmund G. Hagalín. Með þessu bindi hefur Hagalín lokið 9 binda ævisögu sinni, þeirri lengstu og einhverri fjörlegustu sjálfsævisögu, sem komið hefur út á Islandi. í káputexta bókarinnar segir: Meginhluti bókarinnar er Isa- fjarðarárin. ísafjörður var þásterkt vígi Alþýðuflokksins og kallaður „rauði bærinn“. Hagalín var þar einn af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl. Á þessum árum skrifaði Hagalín auk þess ýmis af meiri- háttar verkum sínum, svo sem Kristrúnu í Hamravík, Sturlu í Vogum, Virka daga og Sögu Eldeyjar-Hjalta. Bókin einkennist öðru fremur af lífsfjöri og kímni, og hvergi skortir á hreinskilni. Þeir vita það fyrir vestan er 414 bls. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Bendediktssonar og bundin í Prentsmiðju Hafnafjarðar. Orustan um Bretland Út er komin hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins bókin Orr- ustan um Bretland eftir breska sagnfræðinginn Leonard Mosley í þýðingu Jóhanns S. Hannessonar og Sigurðar Jóhannssonar. Þetta er þriðja bókin í ritsafni AB um síðari heimsstyrjöldina, en áður eru út- komnar í sama flokki Aðdragandi styrjaldar og Leifturstríð Orrustan um Bretland fjallar í máli og myndum um framkvæmd áætlunar Hitlers um töku Bret- lands. Texti bókarinnar skiptist í sex kafla sem heita: Kreppir að Bretlandi, Sigurlík- urnar fyrirfram, Dagur arnarins, Árásin á Lundúnir, I deiglu loft- árásanna, Á útgönguversinu. Myndaflokkar bókarinnar heita: Hitler nartar í Ermasund, Komi þeir bara;, Heljarmennið Churcill, Stertimennið Göring, Brottflutn- ingur úr borgum, Beðið eftir útkalli, Eldskrín, Herhvöt á heima- vígstöðvunum, Vængstýfðir ernir Þýskalands. Bókin er 208 bls. í stóru broti. Setningu og filmuvinnu hefur Prentstofa G. Benediktssonar ann- ast. Bókin er prentuð í Toledo á Spáni. Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Vélsmiðjan Atli Atlabúðin Strandgötu 61 Glerárgötu 34. Hverja vantar vinnii'? I V II II IM ■ F.S.A. Staða yfirlæknis í geðlækningum við geðdeild (T-deild) Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. janúar 1980. Upplýsingar veitir Ásgeir Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri F.S.A-, sími 96-22100. Stjórn F.S.A. TILKYNNING frá Fiskveiðasjóði íslands um umsóknir um lán á árinu 1980. Á árinu 1980 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi: TIL FRAMKVÆMDA f FISKIÐNAÐI. Einkum verður lögð áhersla á framkvæmdir er leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verður veitt lán til að hefja byggingu nýrra fiskvinnslustöðva, eða auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í byggðarlaginu. TIL FISKISKIPA. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og jendurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Ekki verða á árinu veitt lán til kaupa á skipum erlendis frá, en einhver lán til nýbygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þarergetið.aðöðrumkosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs, Austurstræti 19, R.vík). Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1980, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en framkvæmdir eru hafnar. og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða ÍSLENDINGUR -29

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.