Íslendingur - 07.08.1980, Side 1
Frá
Blaðstjórn
fslendings
Frá 1. ágúst s.l. er Kristinn G.
Jóhannsson fyrrverandi skóla-
stjóri í Ólafsfirði ráðinn rit-
stjóri íslendings. Kristinn er
borinn og barnfæddur Akur-
eyringur, en hefur lengstan
hluta starfsaldurs síns búið í
Ólafsfirði þar sem hann var
fyrst kennari en síðar skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans á
staðnum s.l. 18 ár. Auk sinna
föstu starfa þar tók hann
mikinn þátt í félagsmálum og
hefur m.a. átt sæti í bæjarstjórn
Ólafsfjarðar í 6 ár.
Blaðstjórn íslendings býður
Kristin velkominn til starfa og
væntir góðs af störfum hans í
jágu blaðsins.
Nýjwti forseta
fagnað
Hinn nýkjörni forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
tók við embætti föstudaginn 1. ágúst s.l. við hátíðlega
athöfn.
í ræðu sem hr. Sigurbjöm Einarsson biskup flutti við
þetta tækifæri, sagði hann m.a.:
„Það eru jafnan tímamót, þegar nýr forseti lýðveldisins
tekur við embætti. Vér hugsum með virðingu og heilli þökk til
fráfarandi forseta, og þeirra annarra, sem hafa skipað þessa
stöðu í landi hér hingað til. Vér biðjum Guðogtreystum Guði
til þess að sama gifta fylgi forsetadómi á íslandi áfram alla
stund. Til þess vilja allir landsmenn leggja sitt fram, sína
hollustu og skilning, sitt hlýja þel og fyrirbæn. Forseta-
skiptin eru að því leyti sérleg tímamót að þessu sinni, að það
er kona, sem við tekur. Þess skal hún hvorki njóta né gjalda.
Hún er maður. Sjálf hefur Vigdís Finnbogadóttir réttilega
minnt á það, að íslenska orðið maður tekur til beggja kynja
jafnt. Mennsk vera er hvorki starfskraftur né önnur ónefna
eða ónáttúra, heldur blátt áfram maður. Sú manneskja, sem
Guð skapaði í sinni mynd, er karl og kona.“
íslendingur óskar hinum nýja forseta allrar gæfu og
heilla í ábyrgðarmiklu starfi hans um leið og þakkir eru
færðar fráfarandi forsetahjónum, dr. Kristjáni Eldjárn
og frú Halldóru, fyrir forkunnargóð störf þeirra í
þjóðarþágu sl. 12 ár.
Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir.
Áfyktim bœndqfundarins:
Fóðurbætisskatturinn skaðlegur
og með öllu óþarfur
Ekki séð hvernig bœndur eiga aðfjármagna rekstur búa með slíkri skattheimtu
Sl. þriðjudagskvöld efndi Búnaðarsamband Eyjafjarðar
til almenns bændafundar frammi á Freyvangi til þess að
ræða hin nýju viðhorf í framleiðslumálum landbúnaðar-
ins, eftir að fóðurbætisskatturinn hefur verið lagður á.
Landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, og formaður
Framleiðsluráðs, Ingi Tryggvason, voru frummælend-
ur, en umræður stóðu fram til þrjú um nóttina. Þá var
eftirfarandi ályktun samþykkt með þorra atkvæða gegn
6, en einhverjir voru horfnir heim af fundinum, sem alls
sóttu á þriðja hundrað manns.
ÍDAG
• H. Bl. skrifar leiöar-
ann, sem fjallar um
ríkisstjórnina.
• / opnu er grein frá
Ólafsfirði sem heitir:Af
fólki, fiski og fram-
kvœmdum í Ölafsfirði
og er bœrinn þar kynnt-
ur í máli og myndum.
' # >
• íþróttir eru á bls. 6 að
venju og er þar sagt frá
úrslitum í Islandsmót-
inu, Norðurlandsriðli, í
yngri flokkunum, en
þar stóðu Þórsarar sig
mjög vel.
„Almennur bændafundur
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
haldinn að Freyvangi 5. ágúst
1980, harmar þá lítt hugsuðu
tilraun til stjórnunar á fram-
leiðslumálum landbúnaðarins,
sem felst i álagningu 200%kjarn
fóðurskatts.
Fundurinn telur að slík að-
gerð valdi bændastéttinni
skaða, og sé með öllu óþörf, þar
sem aðalfundur Stéttasam-
bands bænda 1979, ákvað að
taka upp búmarkskerfi, til að
stjórna búvöruframleiðslunni í
landinu.
Til rökstuðnings framan-
sögðu vill fundurinn benda á
eftirfarandi:
1. Tilgangur búmarkskerfis
nú er að draga úr framleiðsl-
unni. Telja verður að það hafi
þegar borið verulegan árangur.
Mjólkurframleiðslan er minni í
ár, en á síðasta ári, t.d. var hún
6,8% minni í maí, en í maí 1979.
Er vart að búast við að meiri
árangur náist í samdrætti á
framleiðslu. á fvrsta ári hú-
marks þegar tekið er tillit til
þess, að ekki hefur verið Ijóst
hvenær búmarkið ætti að taka
gildi, og að hvaða marki.
2. Kjarnfóðurskattur í þeirri
mynd sem hann er nú lagður á,
kemur mjög misjafnt niður á
bændum m.a. vegna þess að
aðstaða fóðursala til blöndunar
á fóðri úr innlendu hráefni er
misjöfn.
3. Þá stuðlar kjarnfóður-
Álagður tekjuskattur á ein-
staklinga í Norðurlandsum-
dæmi eystra nemur um 6
milljörðum króna, sem er 43,9%
hækkun frá álagningunni í
fyrra, en þá greiddu íbúar á
Norðurl. eystra 4,2 milljarða
króna í tekjuskatt.________
skattur mjög eindregið að aukn-
ingu í framleiðslu sauðfjár-
afurða og verður ekki séð að
það sé nein lausn að færa vand-
ann á milli búgreina. Hér verð-
ur búmarkið að koma til stjórn-
unar.
Til landsins eru nú að koma
hreinsitæki fyrir Kísiliðjuna h.f.
í Mývatnssveit og kosta þau um
300 millj. kr. að sögn Hákonar
Björnssonar framkvæmdastj.
Ætlunin er, að uppsetning hefj-
ist upp úr miðjum mánuðinum
og að þau komi í gagnið í októ-
ber. Hreinsitækin eru fyrir út-
blástursloft frá gufuþurrkurun-
um, en þau eru keypt af sænsku
fyrirtæki, Flakt Fabrikken.
Guðmundur Gunnarsson
fulltrúi á skattstofunni á Akur-
eyri sagði í gær að heildartölur
samkvæmt álagningu tekju-
skatts, útsvars og eignarskatts
næmu um 6 milljörðum króna.
Útsvarsálagningin nú nemur
um 5 milljörðum 687 milljón-
4. Þeir bændur sem dregið
hafa úr framleiðslu sinni vegna
fyrirhugaðs búmarks, verða nú
fyrir enn auknu tekjutapi vegna
kjarnfóðurskattsins. Tekju-
skerðing kemur bæði sem
- Framleiðslan á þessu ári
hefur gengið mjög vel, engar
truflanir orðið af völdum nátt-
úruhamfara og næg gufa verið
til framleiðslunnar. Framleiðsl-
an er nú 15% umfram áætlun, en
aftur á móti hefur gengið verr að
selja þessa viðbótarframleiðslu.
Gömlu markaðirnir eru stöðug-
ir, en illa hefur tekizt að vinna
nýja markaði enn sem komið er
að sögn Hákonar Björnssonar.
um króna, en í fyrra námu út-
svörin 3 milljörðum 645 millj.
króna og er hækkunin milli ára
56,02%. Eignarskattsálagning-
in nú er samtals 193 milljónir
króna, sem er 60,83% hækkun
frá i fyrra, en þá var álagningin
samtals 120 milljónir króna.
Eignarskattur hækkar um 60,8%
og tekjuskattur um 44%
Framhald á bls. 2.
Hreinsitæki fyrir Kísiliðjuna
eru að koma til landsins
Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SANA diykki
Á