Íslendingur - 07.08.1980, Side 2
Fóðurbætis-
skatturinn
Framhald af bls. 1.
minnkandi framleiðsla og auk-
inn kostnaður við kjarnfóður-
notkun.
5. Samhliða þessu er síðan
tekið hæsta innvigtunargjald á
mjólk sem nokkurntíma hefur
verið tekið, þrátt fyrir það að
búmarkskerfið á að koma til
framkvæmda á árinu sem ætti
að draga mjög úr þörfinni fyrir
verðjöfnun á mjólk.
Ekki verður séð hvernig
bændur eiga að fjármagna
rekstur búa sinna með slíkri
skattheimtu og til viðbótar því
er útborgun á framleiðsluein-
ingu nú lægri en hún nokkurn-
tíma hefur verið.
Fundurinn telur eðlilegra að
tekin verði upp skömmtun á
kjarnfóðri á afurðaeiningu og
umframmagn síðan skattlagt.
Ekki verður talið skynsamlegt
að safna í sjóði í þjóðfélagi með
60% verðbólgu, jafnvel þó að-
eins sé til þriggja mánaða.
Fundurinn leggur áherslu á
að útreikningi á búmarkskerfi
verði hraðað, þannig að hver
framleiðandi viti um það fram-
leiðslumagn, sem hann má
framleiða, og geti nú þegar
hagað framleiðslu sinni á þann
veg, sem honum er hagstæðast í
samræmi við búmarkið.
Fundurinn harmar að hlaup-
ið skuli úr einu í annað með
stjórnunaraðgerðir, sem gerir
kröfur til forráðamanna land-
búnaðarins að framleiðslu-
stefnan sé ljós og stjórnunar
aðgerðir einnig, þannig að
bændur geti hagrætt rekstri sín-
um í samræmi við það.
í>að eina, sem þér þurfið að
muna. er að þér verðið að
muna. að þér getið ekkert
munað.
o
o
-II-----H_
K'tokiu*
— Snúðu við og eltu þennan
vagn, mamma.
Úr Glerárgili
Umhverfískynning
á Akureyri
Bæjarland Akureyrar og næsta
nágrenni býður upp á meiri fjöl-
breytni í náttúrufari en flesta
grunar. Það er því engin brýn
þörf að þeysa í önnur héruð til
að skoða fagurt landslag, at-
huga fuglalíf, grös eða steina.
Þótt ýmsu hafi verið raskað í
umhverfi bæjarins er enn til
mikils að vinna, að vernda þær
náttúruminjar sem enn er heil-
legar og beina byggðarþróun á
heillavænlegar brautir.
Með hliðsjón af þessum stað-
reyndum hefur Náttúrugripa-
safnið ákveðið að gangast fyrii
skoðunarferðum um bæjar-
landið og næsta nágrenni þess
austan fjarðar. Verða þessar
skoðunarferðir á Iaugardögum
um næstu helgar, og hefjast kl. 2
síðd. Þetta eru að sjálfsögðu
gönguferðir, og verða menn að
notast við eigin bíla til að kom-
ast á staðinn eða frá honum.
(Ef veður er slæmt falla ferð-
irnar niður.)
Fyrsta ferðin verður laugar-
daginn 9. ágúst, til alhliða
náttúruskoðunar í Glerárgili,
og hefst kl. 2 við neðstu brúna á
Glerá (á Hörgárbraut). Þaðan
verður gengið upp með ánni að
norðan (vestan) og upp í mynni
Glerárdals. Áætlaður tími um 3
klst.
f ferðinni gefst sérstakt tæki-
færi til að skoða fjölbreyttar
jarðsöguminjar, bergtegundir,
grös og smádýr. Starfsmenn
safnsins, þeir Helgi Hallgríms-
son og Jóhann Pálsson, munu
leiðbeina um greiningu á jurt-
um og öðrum náttúrufyrirbær-
um eftir því sem þekking þeirra
leyfir.
J
Laugardaginn 16. ágúst er
svo áætluð skoðunarferð í
Eyjafjarðarhólma og Vaðla-
skóg. Safnast verður saman við
Miðbrúna í Hólmunum og litið
á jurtir þar, en síðan haldið að
Veigastöðum og gengið þaðan
niður í skóginn. Auk náttúru-
skoðunar gefst tækifæri til að
athuga fyrirhugað vegstæði um
Leirur og Vaðlareit.
Laugardaginn 23. ágúst
verður svo alhliða skoðunar-
ferð um Akureyrarland og
nágrenni í tengslum við aðal-
fund SUNN, sem fram fer í
Menntaskólanum 23.-24. ágúst.
Verður þá stuðst við rútubíl á
milli staða og lagt upp frá M.A.
um tvöleytið.
Síðasta ferðin verður svo
væntanlega gönguferð um
Krossanesborgír Iaugardaginn
30. ágúst. Hefst hún við Lóns-
brú um kl. 2 og verður gengið
niður með Lóninu að Djákna-
tjörn og til baka.
(Fréttatilkynning.)
Léreftstuskurí
Kaupum léreftstuskur á hæsta veröi!
Skjaldborg hf.
Hafnarstræti 67 . Akureyri
Vill að aldraðir
hafi forgang
að Innbænum
Blaðinu hefur borist svohljóð-
andi lesendábréf:
„f tilefni greinar í síðasta
tölublaði „íslendings“, „Inn-
bærinn ætti að fríkka“, vildi ég
koma á framfæri hugmynd, sem
ég stundum hef verið að velta
fyrir mér, varðandi framtíð
þessa bæjarhluta, sem ber að
vernda vegna sögulegra minja.
Það er að aldraðir bæjarbúar
hefðu forgang um búsetu þar,
og að til viðbótar þeim húsum,
sem fyrir eru, yrðu byggð smá-
hús eða raðhús sem féllu inn í
umhverfið og sem yrðu leigð á
líkan hátt og húsin við dvalar-
heimilið Hlíð.
Að mínu áliti er þarna land-
rými til slíks að vissu marki.
Girt yrði meðfram götu. Annars
yrðu girðingar innan svæðisins
afnumdar. Svæðið allt yrði
skipulagt að nýju með gang-
stígum og útisvæðum hvers-
konar.
í brekkunum ofan við yrðu
göngugötur með skjóllegum
bollum hér og þar og hinir góðu
kartöflugarðar fengju meiri
heildarsvip umluktir grasgeir-
um og trjágróðri sem þarfnast
áframhaldandi verndar. Bíl-
skúrum og rúmgóðum þvotta-
plönum ásamt þjónustumiðstöð
yrði komið fyrir austan við
götuna.
Þetta eru sundurlausir þank-
ar leikmanns, sem ekkert þekkir
til skipulagsmála bæjarins, og
þætti honum fróðlegt að heyra
um framtíðaráform þessa bæj-
arhluta, skipulag þar og úr-
lausnir.
Einn aldraður.“
"""
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Frá grunnskólum Akureyrar
Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til umsöknar:
2 stöður alm. kennara, bókasafnsfræði æskileg.
2 stöður tónmenntakennara.
1 staða kennara við sérkennsludeild.
1/2 staða smíðakennara.
Umsóknir berist fyrir 10. ágúst n.k.
SKÓLANEFND AKUREYRAR.
Póst og símamálastofnunin
umdæmi III Akureyri.
Staða skrifstofumanns, IV. ritari umdæmisstjóra, er
laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi B.S.R.B.
Umsóknir skulu berast skrifstofu umdæmisstjóra á
þar til gerðum eyðublöðum fyrir 29. ágúst 1980.
Upplýsingar í síma 96-25610.
UMDÆMISSTJÓRI AKUREYRI.
u
AKUREYRI
Almennur
fundur
í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri,
verður haldinn fimmtudaginn 7. ágúst n.k. á Hótel
Varðborg (2. hæð) kl. 20.30.
FUNDAREFNI:
Úttekt á stjórnarstefnunni og viðhorf Sjálfstæðis-
manna til hennar.
FRUMMÆLENDUR Á FUNDINUM VERÐA:
Formaður þlngflokks Sjálfstæðlsflokksins Ólafur G.
Einarsson og þingmennirnir Lárus Jónsson og Hall-
dór Blöndal.
Mætið wel og stundvíslega.
Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
á Akureyri.
2 - ISLENDINGUR