Íslendingur


Íslendingur - 03.06.1982, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.06.1982, Blaðsíða 1
Nýkjörín bæjarstjóm Akureyrar á fyrsta fundi sínum. Vinstri meirihlutinn til vinstri: Hellgi Guðmundsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Valgerður Bjamadóttir, Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Sigurður Oli Brynjólfsson og Sigurður Jóhannesson. Hægra megin við borðið þeir fimm fulltrúar, sem skipa minnihluta bæjarstjómar: Freyr Ófeigsson, Sigurður J. Sig- urðsson, Gísli Jónsson, Gunnar Ragnars og Jón G. Sólnes. Ljósm KG í 1 Gísli Jónsson í umræöum utan dagskrár; Málefnasamningurinn óljós og ber með sér mikinn ágreining samstarfsaðila í upphafi bæjarstjórnarfund- ar á þriðjudag urðu nokkrar umræður utan dagskrár um stefnu hins nýja meirihluta. Eftir að Sigurður Óli Brynjólfsson hafði lesið upp málefnasamninginn tók tii máls Gísli Jónsson. Heyrt á götunni að Ómar Kristvinsson, sem verið hefur verslunarstjóri í Hagkaup, muni senn láta af störfum þar og flytjast til Hafnarfjarðar, að Davíð Jóhannsson, sem verið hefur deildarstjóri í Vöruhúsi KEA, íhugi að taka við starfi Ómars, - og mun þá enn fækka toppunum í Vöru- húsi, að Vöruhússtjórinn hjá KEA sé ekki vinsælasti maður í byggingunni þar, að ný bílasala verði opnuð næstu daga í húsi Stefnis á Óseyri, að þar verði salur fyrir tugi bíla og hyggist eigendur hinn- ar nýju sölu yfirtaka alian markaðinn á Norðurlandi, að Jón Sigurðarson hafiviljað gera vin sinn Benedikt Ólafs- son að forðagæslustjóra við nefndakosningar í bæjar- stjóm, að Sigurður Óli hafi talið það slíkt aivörumál að við vinslit- um hafi legið milli hans og Jóns, að ekki hafi heldur fengist í gegn að sami Benedikt yrði gerður að fjallskilastjóra, að Norðurlandið þeirra Alla- balla hafi hætt að koma út eftir kosningar eftir tiltölu- lega stutta endurnýjun líf- daga, að Allaballamir geri ráð fyrir að koma skoðunum sínum á framfæri í „Rauða-Degi“ í gegnum meirihlutasamstarf- ÍL___________________________ Hann þakkaði Sigurði Óla þá tillitssemi að sér hefði verið sýndur samningurinn nokkru fyrir fundinn. Að sjálfsögðu þyrfti hann að bera hann saman við stefnu Svo sem annars staðar hefur komið fram hefur Kvenna- hreyfingin á Akureyri opin- berast sem nýr vinstri flokk- ur og endurfætt meirihlutann, sem féll í kosningunum 22. f.m. (Sjá leiðara). Á fyrsta fundi hinna ný- kjörnu bæjarstjórnar var for- seti til eins árs kjörin Valgerð- ur Bjarnadóttir, Jón G. Sólnes hlaut 4 atkvæði. Helgi Guð- mundsson var kjörinn fyrri- varaforseti með 6 atkv., fimm voru auðir, og Freyr Ófeigs- son annar varaforseti með sjö atkv., fjórir auðir. Kirkjukór Ólafsfjarðar mun halda upp í þriggja landa söng ferð næstkomandi mánudag. Ferðin er bæði hugsuð sem skemmtiferð fyrir kórfélaga, svo og sem þátt í vinabæjar- samskiptum Ólafsfjarðar og Lovisa í Finnlandi og Karlskrona í Svíþjóð. Fyrsli viðkomustaður vcrður Stokkhólmur. Síðan verður haldið til Lovisa. Þar mun kórinn halda konscrta og ferð- ast svo næstu daga um Finn- land. 17. júní er ráðgert að kór- flokkanna fyrir kosningar og málefnasamning meirihluta- flokkanna síðastliðið kjör- tímabil. En við fljótlegan yfirlestur kæmi í Ijós að hann væri ákaflega óljós og víða Ritarar voru kosnir Sigurð- ur J. Sigurðsson og Sigurð- ur Jóhannesson. í bæjarráð til eins árs: Sigurður Óli Brynjólfsson, Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Guðmundsson, Gunnar Ragn- ars og Sigurður J. Sigurðs- son. Varamenn: Sigurður Jó- hannesson, Sigfríður Þor- steinsdóttir, Gísli Jónsson og Jón G. Sólnes. Frá öðrum kosningum á þessum fyrsta fundi bæjar- stjórnar verður sagt í næsta blaði. inn snúi heim á leið, en komi við í Helsinki og Ábo. Aftur verður komið við í Stokkhólmi og síðan farið til Karlskrona í Svíþjóð. Þar verður dvalið í 2 daga og konsert haldinn. 20. júní verður farið til Kaup^ mannahafnar og dvalið í 5 daga. Kórinn hefur æft vel undan- farnar vikur undir stjórn Soffí- ar Eggertsdóttur, en þeim til aðstoöar hafa verið Guömund- ur Jóhannsson frá Akureyri og Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri. mjög slapplega orðaður. Hann endurspeglaði djúp- stæðan ágreining samstarfs- aðila í atvinnumálum og um ýmsar mikilvægar fram- kvæmdir. Hætta væri á að mörg óskaverkefni fengju ekki hraðan framgang. f sambandi við stóriðju kemur fram í málefnasamn- ingnum að fulltrúar kvenna- listans eru andvígir álveri við Eyjaljörð „eða öðru sam- bærilegu", en það eru full- trúar Framsóknar og Al- þýðubandalags ekki eftir mál efnasamningnum að dæma og samþykktu þeir það með þögninni á fundinum. í umræðunum reyndu full- trúar kvennalistans ekki að gera grein fyrir því hvers vegna þær hefðu horfið frá því meginmáli að auglýsa embætti bæjarstjóra laust til umsóknar. Gísli Jónsson vakti í lok máls síns athygli á þeirri staðreynd að fráfarandi vinstri mcirihluti á Akureyri hefði verið endurreistur, þó svo að Alþýðuflokkurinn væri ekki með(Freyr Ófeigs- son kaus þó forseta og bæjar- stjóra með meirihlutanum). Að vissu leyti kæmi kvenna- hreyfingin í stað Samtak- anna. Hún hefði nú haslað sér völl sem vinstri flokkur í bæjarmálum Akureyrar og þannig „vandað val“ sam- starfsmanna sinna eftir föng- um. Meirihlutinn nú væri mun veikari að tölunni til en áður (6 í stað 8) og málefna- ágreiningur augljós, en von- andi yrðu framkvæmdir og störf gyftudrýgri en samning- urinn gæfi tilefni til að ætla. Sjálfstæðismenn myndu ótrauðir vinna að framgangi sinna stefnumála, hvort held- ur það væri í minnihluta eða meirihluta, með þeim starfs- aðferðum sem þeir teldu sæma og vera við hæfi, svo sem þeir hefðu gert í þeim viðræðum sem fóru fram áður en hinn nýi vinstri meirihluti éndurfæddist. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri boðar til FUNDAR í Kaupangi fimmtudaginn 10. júní kl. 20.30. FUNDAREFNI: Viðhorf að loknum bæjarstjórnarkosningum. Bæjarfulltrúar flokksins mæta á fundinn. Fulltrúar liölmenniú. stjórnin. ALLIR GETA LEIKID SÉR MEÐ SVIFDISK v VINSTRI MEIRIHLUTINN ENDURFÆÐIST í BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR Söngför Kirkjukórs Ólafsfjaröar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.