Íslendingur - 03.06.1982, Blaðsíða 6
KA vann Fram
Á fimmtudag í sl. viku fór fram
á Laugardalsvelli fjóröi leikur
KA í fyrstu deildinni í kantt-
spyrnu og voru andstæðingar
þeirra Fram. KA-mcnn flugu
noröur með bæði stigin og að
sögn jieirra. cr leikinn sáu, var
þetta eftir atvikum sanngjarn
sigur. Ólafur Hafsteinsson skor-
aði mark Fram um miöjan fyrri
hállleik og var staðan 1:0 fyrir
Fram í hálfleik. Á 17. mín.
seinni hállleiks jöfnuðu KA-
menn úr vítaspyrnu sem Eyjóll-
ur tók en Elmar fiskaði. Og
þegar um 5 mín voru til leiks-
loka skoraöi Gunni (iísla sigur-
mark KA cl'tir mikinn einleik.
Staðan í 1. deild:
ÍBÍ 4 2 1 1 8 5 5
ÍBV 4 2 1 1 6 -4 5
UBK 4 2 1 1 7 -6 5
K A 4 1 3 0 4 3 5
KR 4 1 3 0 2 1 5
ÍA 4 1 2 1 3 2 4
Víkingur 4 1 2 1 6 6 4
Valur 4 1 1 2 4 6 3
Fram 4 0 2 2 4 6 2
ÍBK 4 1 0 3 2 7 2
Úrslit 4. umferðar:
Fram KA 1 2
ÍBV-Víkingur 2 2
ÍBK Valur 2- 1
KR-ÍA 0 0
ÍBÍ UBK 3 0
„Opið hús“ á
Fræðsluskrifstofu
Norðurlands
l.augardaginn 5. júní kl. 13.00-
16.00 vcröur „opið hús" á
Fræðsluskrilstofu Norðurlands
umdæmis eystra l'yrir kennara
ogaðra sem áluiga hala áskóla-
málum. I>ar verða kynntir cftir-
laldir þættir.
1. Ifókasiifn í grunnskóla.
2. Myndbönd í skólasto/um.
3. I ölvur sem hjálpartæki í
kennsiu.
4. Starfsemi og viðfangsefni
sállræðiþjónustunnar.
5. Starfsemi og viðfangsefni
rá ðgjii fa þ jó n ust u n na r.
6. Starfsemi svæðisstjórnar
um málefni þroskahcftra.
TEpprlrnd
Komið og skoðið eitt mesta
gólfteppaúrval landsins
Yfir 60 gerðir af fyrsta flokks
gólfteppum við allra hæfi á verði
og greiðslukjörum, sem allir geta
ráðið við.
Um 35 mismunandi gerðir og litir
af dreglum frá 80-140 cm breiðum.
BOEN gæöa parketið
í mörgum viðarteg.
Hinar
frábæru
Vax-sugur
fyrir-
liggjandi
Téppplhnd
Sími 25055 ■ Tryggvabraut 22 ■ Akureyri
Kennarar,
annað áhugafólk
Muniö „opna húsið“ á Furuvöllum 13 laugar-
daginn 5. júní kl. 13.00-16.00.
Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra
Skarí Mar sýnir í
Gallery Glompunni
Skari Mar, listmálari Irá Hóli,
hcldur um þessar mundir
sýningu á verkum sínum í
Gallery Glompunni.
Undanfarin ár hefur Skari
Mar verið við framhaldsnám í
list sinni í París og New Vork.
auk þess sem hann helur farið í
námsferðir til London og
Mílanó. Áður stundaði Skari
Mar listnám hér heima, að
hefðbundnum hætti og var um
tveggja ára skeið í Amster-
dam til að kynna scr nýjung-
ar í nýlist, auk þcss að hann
kynnti sér vcrk gömlu meistar-
anna og þá sér í lagi Rem-
brandts.
!>að er engum vafa undir-
orpið, að með sýningu Skara
Mar hefur verið brotið blað í
sögu myndlistar á íslandi.
Þemað í myndum Skara
Mar, eða réttara sagt gegn-
umgangandi vísun, má segja
að sé óhlutbundin tjáning á
hreyfingu skepnunnar í veröld
innilokunar og ógnunar. Svipt
ingar sálarlífsins koma glöggt
fram í teygðum formum
óraunhæfs hlutveruleika, sem
brotinn er upp með hvössum
og blikandi oddlaga spíssum,
sem ganga nánast eins og
eldingar inná myndsviðið.
Ekki fer hjá því að skoðand-
inn sjái tengsl. eða hliðstæð-
ur í myndum Skara Mar og
hollenska meistarans Rem-
brandts, þcgar hann rýnirverk
in. En hvorugum meistaranna
væri greiði gerður með því að
líkja myndum þeirra saman.
Til þess hafa þeir báðir of per-
sónulegan stíl.
Hinu er ekki að neita, að
Skari Mar hefur margt lært af
hollenska meistaranum, eink-
um hvaö við kemur notkun
Ijóss og skugga. Notkun þcirra
á myndrýminu sjálfu er hins-
vegar mjög ólík, að ekki sé
talaö um rýmis-próblematík-
ina í vcrkum hvors fyrir sig.
Þar kemurenginn samanburð-
ur til grcina.
í myndum Skara Mar örlar
lítið eitt á innhverfu „faux-
naivite". eða útspekúleruðum
klaufaskap, en örlun þcssi
gelur myndunum sannfærandi
slagkralt, og kemur þetta Ijós-
ast fram þar sem litirnir
skarast við jaðra sveifluform-
anna.
Litameðferð Skara Mar er
gírókoptísk og ætti að vera
auðvelt fyrir kunnuga að sjá
skyldlcikann við litameðferð
Skara Mar annarsvegar og
landslagslitasinfóníuna í hans
heimasveit.
Árið 1981 fékk Skari Mar
starfslaun listamanna, auk
þess sem hann fékk laun hjá
Sveitarlimasambandi Norður-
héraða, til að stunda rann-
sóknir á eigin ágæti.
Sýningu Skara Mar lýkur
seinna í þessum mánuði, eða
um leið og aðstandendur
Gallery Glompunnar fara í
sumarfrí. Það er því full
ástæða til að hvetja alla vel-
unnara fagurra lista aö bregða
sér nú í Gallery Glompuna og
berja augum þau tímamótandi
verk sem þar hanga á veggjum
þessa dagana.
iVlynd n«. 21 á sýningunni. Því
miöur er ekki unnt að birta mynd-
ina í litum, en í henni kemur mjög
greinilega fram hin gírókoptiska
litameðferð listamannsins.
RAUPAÐ 0G
RISSAD
Mynd no. 97 á sýningunni. í niynd
inni Spólverk á Þorra kemur vel
frain hin óhlutbundna tjáning á
hreyfingu skepnunnar.
Þessi mynd er tekin af listamanninum að lokinni uppsetningu myndanna.
6 - ÍSLENDINGUR