Íslendingur


Íslendingur - 03.06.1982, Blaðsíða 4

Íslendingur - 03.06.1982, Blaðsíða 4
Utgelandi: Ritstjóri og ábm.: A uglýsingastjóri: Ritstjórn, sími: Auglýsingar, simi: Áskriftargjald: Lausasala: Auglýsingaverð: Prentun: Islendingur hf. Gunnar Berg Gunnarsson Guölaug Sigurðardóttir 21501 21500 kr. 60.00 á ársfjórðungi kr. 6.00 eintakið kr. 60.00 dálksm. Prentsmiðja Björns Jónssonar og Dagsprent Nýr vinstri meiri hluti Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 22. f.m. kom upp sú staða á Akureyri að vinstri meiri hlutinn, sem hafði 8 bæjarf ulltrúa af 11 sl. kjörtímabil, var fallinn. Samtals höfðu sigurvegarar kosninganna, Sjálf- stæðisflokkurinn og Kvennahreyfingin 52% at- kvæða og 6 fulltrúa. í samræmi við þetta spurðust bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þegar á sunnudag eftir kosningar, fyrir um hug kvennanna til myndunar meiri hluta í bæjarstjórn og þeirrar skoðunar Sjálf- stæðismanna að rétt væri að auglýsa stöðu bæjar- stjóra lausa til umsóknar. Þær tóku sér umhugsun- arfrest, en óskuðu síðan eftir viðræðum við Sjálf- stæðismenn um alla þætti bæjarmálanna þriðju- dag eftir kosningar. Tveir efstu menn af lista Sjálf- stæðismanna fóru til þessara viðræðna. Þær fóru fram í vinsemd og hreinskilni, og kom m.a. fram að bæjarfulltrúar kvennalistans töldu rétt að auglýsa embætti bæjarstjóra. Aðilar voru sammála um að halda viðræðum áfram, enda ekki sýnn óleysanlegur ágreiningur, og konurnar tóku að sér að kanna formlega afstöðu bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins, ef ástæða þætti til aðvíkka viðræðugrund- völl þann sem lagður hafði verið með þeim og Sjálf- stæðismönnum. Þær áskildu sér og rétt til að ræða við Framsóknarmenn. Eftir að fulltrúaráð Framsóknarmanna ákvað á miðvikudag að fela liðsoddum sinum að hefja viðræður um nýjan vinstri meirihluta í bæjarstjórn, tilkynntu fulltrúar kvennalistans Sjálfstæðismönn- um að viðræðum við þá væri af þeirra hálfu slitið, enda hefðu þær þá hafið formlegar viðræður við alla hina flokkana. Eftir langar viðræður og að sýndum drögum að málefnasamningi, samþykkti fulltrúaráð Alþýðu- flokksins að kalla fulltrúa sinn út úr umræðunum. Var sú samþykkt gerð með miklum meiri hluta atkvæða. Hinir hél'du áfram, og sá ávöxtur þeirra umræðna dagsins Ijós sl. þriðjudag, svo sem annarstaðar kemur fram í blaðinu. Meðan samingar núverandi meirihlutaflokka voru á lokastigi, barst Sjálfstæðismönnum eftir krókaleiðum vitneskja um að Framsóknarmenn vildu slíta þessum viðræðum, ef Sjálfstæðismenn vildu þá þegar lýsa því yfir að þeir væru til viðræðu við Framsóknarmenn og e.t.v. Alþýðuflokkinn um myndun meirihlutasamstarfs. Sjálfstæðismenn svöruðu skjótt, að undir slíkum kringumstæðum léðu þeir ekki máls á slíku, en ef umræðunum yrði slitið fyrst, væru þeir til viðræðu við hvern sem væri um meirihlutasamstarf. Framsóknarmenn tóku þá þann kost að halda viðræðunum til streitu, sömuleiðis Helgi Guð- mundsson, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um að eitt skyldi yfir þá Frey Ófeigsson ganga. Tíðindi eru það að kvennahreyfingin hefur nú haslaö sér völl i bæjarstjórn Akureyrar sem nýr vinstri flokkur og þannig „vandað val“ samstarfs- manna sinna eftir föngum. Þá vita menn það. Sú skoðun hefur heyrst að Sjálfstæðismönnum hafi borið skylda til að mynda meiri hluta einhvern veginn. Þeir mátu það frumskyldu sína að vera trúir stefnu sinni og starfsaðferðum, og kaupa ekki metorð og völd með aðferðum sem ekki samrým- ast þessu tvennu. Reynslan ein fær kveðið upp dóm þann sem flokkarnir eiga skilið og hvernig hinn nýi vinstri meiri hluti dugi. En víst er um það að margur Akureyringur horfir nú með nokkrum ugg til framtíðarinnar. 1.6.’82. G.J. JARÐGONG GEG OLAFSFJARÐARIV Ólafsfjörður hefur, vegna legu sinnar, alla tíð verið mjög einangraður og hafa samgöngur þar af leiðandi verið erfiðar. Gegnum árin var aðeins um tvær leiðir til annarra byggðalaga að ræða: Sjóleiðin eða fótgangandi yfir fjöii og fyrnindi. Árið 1956 var lagður vegur yfir Lágheiðina og hefur hann verið óbreyttur meira eða minna síðan og lokaður frá fyrstu snjóum að hausti og langt fram á sumar. Það var svo ekki fyrr en snemma á sjöunda áratugnum að framkvæmdir hófust við Ólafs- fjarðarmúla og var hann tekinn í notkun 1965. Vegurinn liggur yst í Múlanum (á löngum kafla á sillu í bjarginu) sem er snarbrattur íjallsrani milli Eyjafjarðar og Ólafs- fjarðar. Hann er hæst í um 260 metra hæð, en þar er lóð- rétt bjarg í sjó fram. Með tilkomu Múlavegarins ger- breyttust samgöngur Ólafsfirðinga. Samt eru þær erfiðar og öngan veginn tryggar. Þessi vegur, en umferð um hann er 160 bílar á sólarhring að meðaltali, er að jafnaði lokaður 50-80 daga á ári vegna snjóa, snjóflóða og hættunnar á sífelldum flóðum, auk aur- og grjót- skriða. Slys hafa blessunarlega ekki verið mörg, en það stafar af því að veginum er yfirleitt lokað um Ieið og einhver hætta er á snjóflóðum. En á undanförnum árum hefur þrýstingur á að halda veginum lengur opnum að vetri til, aukist allverulega. Nú er svo komið að menn telja jarð- göng gegnum Ólafsfjarðarmúla einu raunhæfu lausnina. Allir fulltrúar bæjarins og allir þingmenn kjördæmis- ins eru sammála um mikilvægi þeirra og frumrannsóknir l‘g&ja þegar fyrir. því snjóflóðasvæði, sem hættulegast er og fjarri því að þau þjóni tilætluðu markmiði og koma því ekki til greina. Jarðgöng: Bríkargil- Vogagjá. (2,1 km). Sam- kvæmt skýrslu Vegagerð- arinnar er þessi kostur tal- inn geta þjónað áður- nefndu takmarki. Jarðgöng: Kúhagagil- Vogagjá. (2,5 km). Þessi möguleiki er talinn koma til greina, en er þó dýrari en áðurnefndir möguleik- ar. Með þessum göngum komist hjá flestum er Leiðir til bættra samgangna. Samkvæmt frumrann- sóknum, sem Vegagerð ríkisins, lét framkvæma síðastliðið sumar, komu alls sjö leiðir til bættra samgangna til greina. (Sjá kort). Vegur um Drangsskarð. (14,0 km). Nýr vegur byggður um Karlsárdal, Drangsskarð, jarðgöng undir skarðið og um Burstabrekkudal til Ólafs- fjarðar. En þar sem þessi möguleiki er langdýrastur og af flestum talinn ólík- legastur, hefur hann ekki verið kannaður frekar. Jarðgöng: Flag-Bríkar- gil. (1,6 km). Stystu jarð- göng, sem koma að nokkru gagni á þessu svæði. Þau ná ekki yfir nema hluta af hættulegustu stöðunum Ólafsfjarðarmegin. Jarðgöng: Kúhagagii- Mígandi. (3,1 km). Þessi kostur kemur sterklega til greina. Jarðgöng: Brimnesdal- ur-Mígandi. (4,2 km). Þessi kostur hefur þegar verið útilokaður, þar sem hann er dýr og þjónar ekki markmiðinu nægilega. Vegþekjur. Reiknað er með að byggja vegþekjur yfir þá staði (alls 40 skráð- ir) sem mestar líkur eru á að snjóflóð falli. f kostn- aðaráætlun er einungis reiknað með einbreiðum vegþekjum. Ef vegþekjur yrðu gerðar tvíbreiðar myndi kostnaðurinn hækka um 40%. En vegna margra ókosta (sífelldrar 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.