Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 5

Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 5
4 Ritstjón: Halldór Blöndal Btaðamaöur: Baldur Sveinbjörnsson Auglýsingastjóri: Kristin Ottesen Ritstjórn. sími: 21501 Auglýsingar, stmi: 21500 Áskriftargjald: kr. 130 á ársfjóröungi Lausasala: kr. 10 eintakið Auglýsingaverð: Kr. 140 dálksm. Prentun: Tæknideild islendings og Dagsprent Upp á síðkastiö hefur borið æ meira á svokölluðum almannatengsla auglýsingum f fjölmiðlum. í auglýs- ingum þessum leitast auglýsendurnir við að skapa jákvæðara viðhorf hjá þeim sem boðskapnum er beint að. Misjafnlega vill til takast í þessu sem öðru. Sá aðili sem hvað mest hefur veriö áberandi með auglýsíngar þessarar ættar, er Samband íslenskra samvinnufélaga. Hver hefur ekki heyrt boðskap eins og t.d. „lýóræðislegustu félagasamtök landsins” og fleira i þeim dúr, sem dundi í eyrum nær hvert kvöld liðinn vetur. Nú er oft litið svo á að meðal fjölmiðla sé ríkis- útvarpið hvað hlutlausast, og hefur að auki sett sér ýmsar reglur, um hvað megi auglýsa og hverníg. í gegnum þessa siu hafa nefndar almannatengsla auglýsingar SÍS sloppið, og er það miður. Miður, vegna þess að í auglýsingum þessum er farið rangt með staðreyndir, hálfsannleikurinn er í raun allsráð- andi. Þessu til staófestu má líta til þeirrar staöhæfing- ar, að hér séu á ferðinni „lýðræðislegustu félagasam- tök landsins”. Engum hefur hingaö til dottið í hug að fara að auglýsa verkalýðshreyfinguna sem sérstaka lýð- ræðisstofnun. En staðreyndin er hins vega sú, að lýðræði verkalýðshreyfingarinnar annars vegar, og SÍS og kaupfélaganna hins vegar, er af nákvæmlega jafn skornum skammti. Kosningar innan félaganna fara fram með listakosningum, þar sem sá sterkastí hlýtur alla fulltrúana. Meó þessu móti verður „máttur hinna mörgu” böl þeirra sem minníhlutann skipa. Það er því sérstakt ánægjuefni, að í viðskiptaráðu- neytinu er nú starfandi nefnd, sem vinnur að endur- skoðun laga um samvinnufélög, og mun reyndar Ijúka því verki fyrir haustið. Ef vel til tekst gæti svo farið að áðurnefndar almannatengslaaugiýsingar SÍS yrðu nær sannleikanum heldur en jafnvel SÍS virðist kæra sig um. Tíu á toppnum? Nýverið komu fyrir sjónir manna skattskrár framtals- árið 1984. Dagblöð og aörir fjölmíðlar hafa keppst við að birta landsmönnum hverjir hafi borið hæstu skatt- ana þetta árið. Sú þróun sem í þessum listum birtist er mjög athyglisverð. Svo virðist sem heilbrigðisstéttir tvær, læknar og lyfjafræðíngar séu sá þjóðfélagshóp- ur sem mest ber úr býtum, en þessar stéttir skipuðu flest sætin í upptalningum fjölmiðla. Þróun sem þessi er einkar athyglisverð. Er það staóreynd að þessar stéttir uppskeri ríkulegast hérlendis, eða er lista- skipunin aðeins enn ein sönnun þess, að tekjuskatt- ; urinn sé enginn mælikvarði á raunverulega eftirtekju hinna einstöku stétta. Á undanförnum árum hafa menn tekið upp á því að flokka skattborgara í launamenn og aðra. Með þessari flokkun hafa menn þóttst vera að draga fram í dagsljósið þann aðstöðumun, sem þeir telja að í því sé fólginn að hafa rekstur með höndum. Hvað duglegastir við þessa iðju hafa Alþýðubandalags- menn verið, og svifist einskis í staðhæfingum sínum um forréttindi rekstraraðilanna. Það er því ánægjulegt til þess að vita að þeirri skoðun vex sífellt fiskur um hrygg, að tekjuskattinn beri að afnema, og slá með því tvær flugur í einu höggi, ná hinum raunverulegu markmiðum tekju- skattsins og slá úr höndum skrumaranna því vopni sem þeir mest hafa veifað, ímynduðu skattleysi þ'eirra sem rekstur hafa með höndum. gS. Jslcudinaur FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Jðlcwdinftur 5 Verslunarmannahelgin hafði verið dýrleg. Þrír dagar í Fjörðum, gengið um Þorgeirsfjörð og upp að Nykurvatni og síðan tjaldað eina nótt við gamlar tóttir utan við Auðbjargarstaði í Kelduhverfi í góðu leyfi Bjarna bónda. Það voru því engin undur þótt konan byði upp á aðalbláber í eftirrétt um hádegið á þriðjudag, sem aftur varð til þess að við fórum Eyjafjarð- arhring í „eftirrétt” eftir ferðalagið um helgina. Þegar við ókum inn Drottningarbraut höfðum við augun opin, ef krummi væri þar á stjái. Ég kynntist honum lítillega um daginn þegar ég fór að hitta Þormóð Helgason í slökkvistöðina á Flugvellinum. Hrafninn sat kotroskinn við bensíntankinn og hafði lyklana í nefinu, - sem Þormóði tókst þó með lagni að ná aftur, Krummi fékk eldspýtnastokk í sárabætur og dundaði við að tína spýturnar úr honum, eina og eina, þcgar ég kvaddi. Óneitanlega langaði mig að kynnast þessum fugli eilítið betur og festa hann á filmu. An nú var hann hvergi að £ Það eru mikil undur, ef Eyfirðingar hafa nokkru sinni heyjað neitt í líkingu við það, sem nú virtist. Baldur Kristjánsson á Ytri- • Tjörnum sagði enda að heyskapur hefði skot- gengið og margir yrðu að slá upp af því að sprettan væri svo mikil, - það þýddi ekki að geyma grasið handa kúnum, af því að það trénaði. Og svo er það góðra manna háttur að safna á góðu árunum og geyma til þeirra vondu, sagði hann og kunni fyrningum vel eins og háttur er góðra búenda. Á Ytri-Tjörnum var Sigfús Hallgrímsson frá Ytra-Hóli gestkomandi, um nírætt og ber aldurinn vel. Hann rifjaði upp gamla stöku landfleyga eftir Sigfús Bjarnason, föður Helgu konu Pálma á Akri, sem hann hafði ort þegar þeir nafnar voru saman við slátt á Grýtu- bakka, ungir menn; Sólin lætur sólskinið svíða mannagreyin hún er bara að venja þá við velgjuna hinumegin. - Ég var við hliðina á nafna, þegar hann orti hana, sagði Sigfús, og ég man, að Gísli Jónsson var hrifinn þegar ég sagði honum það, en hann birti vísuna í Morgunblaðinu. En Sigfús orti aðra vísu um leið, sem ég vil láta fylgja, þótt hún sé eins og smágrýti á móti hinni, sem þaut um allt landið eins og vísur Þuru í Garði, þær voru nógu einfaldar til að læra þær undireins. Það var hljómurinn í þeim, sem gerði gæfumuninn. En við vorum orðnir þyrstir við slátt og nafni bað Helgu systur sína að fara heim og sækja okkur blöndu, en hún var treg til þess, nema fá vísu í staðinn fyrirfram, því að hún vildi engin eftirkaup eiga; Helga blöndubauka tvo ber til þræla sinna. Ó, að hún mætti okkur svo í öðru lífí brynna. Já, ekki er vafi á því, að ýmsir myndu þiggja blöndudrykk með þökkum hinumegin, ef satt er sem sagt er um velgjuna þar! Skammt sunnan við Ytri-Tjarnir vestan við veginn er Grásteinn, mikið Grettistak. Baldur er ekki í vafa um, aö huldufólk býr í steininum og segir þessa sögu til marks um þaö: Heillavœttir heiðurskrans hneigi að Eyjafíiði Eitt sinn bar svo við, að húsfreyja á Ytri- Tjörnum dreymdi það að kona kæmi til sín og bæði um mjólkursopa, af því að kýrin væri geld og ekkert til handa börnunum. Húsfreyja brást vel við og setti fulla mjólkurskjólu við Grástein á hveijum morgni og var tóm að kvöldi. Gengur það svo í mánaðartíma, en þá vitjar kona húsfreyju aftur í draumi og segist ekki þurfa meir, af því kýrin sín sé borin. Og um morgunin, þegar komið var út í fjós, er þar grá kvíga, sem allar bestu kýr Eyjafjarðar eru komnar af og ef til vill á landinu öllu. - Ég hef orð á, að önnur besta kýr landsins sé í fjósinu á Ytri-Tjörnum og spyr, hvort hún sé sægrá. - Nei, segir Baldur og hlær við. Við höföum sægráar kýr í gamla daga, en svo dóu þær út, þótt leiðinlegt sé til að vita. Svo að önnur besta mjólkurkýr landsins er þá bröndótt eftir allt saman. Þegar við rennum úr hlaði ber landsmálin á góma, offramleiðslu á mjólk og kjöti og fleira í þeim dúr, sem nauðsynlegt er talið að sporna við. - Ég held þeim sé óhætt að sporna við fleiru, segir Baldur, eins og offramleiðslu á embættismönnum. (Á blíðviðrisdegi eins og þessum er auðvelt að láta sér þykja vænt um Eyjafjörð. Það er þess vegna ekki undarlegt, þótt menn vilji hafa alla gát á, að ekkert það sé gert, sem geti spillt náttúrufari og gróðri. Álverksmiðja kemur upp í hugann, en fyrir ekki allöngu var haldinn fundur um þau mál í Freyvangi, þar sem einn ræðumanna komst svo að orði, að formælendur slíkrar verksmiðju ættu að sjá sóma sinn í að taka ekki til máls. Af því tilefni var kveðið: Mörgum reynist heimskan hál, hennar flestir þekkja kraft. Þeir, sem vilja ekki ál, einir mega þenja kjaft. Það var haft orð á því við mig á þessum degi, að ég væri talsmaður álvers við Dysnes. Ekki læt ég samt þögnina tala fyrir mig, enda undirbúningur slíkrar verksmiðju ekki lengra á veg kominn en svo, að rannsóknum á mengunarhættu er engan veginn lokið. Og það er bjargföst skoðun mín, að þessum rannsóknum verði að halda áfram, ekki bara vegna álvers og annarar stóriðju, heldur til þess að þekkja náttúru fjarðarins eins vel og kostur er. Sumir vilja flytja inn glerál hvað sem tautar og raular, en hafna álveri, þótt vissir sjúkdómar, sem land okkar er laust við, leggist bæði á glerál og lax. Allt slíkt verður að rannsaka - betur en áður hefur verið gert og flana ekki að neinu. En það verður líka að hafa í huga að maðurinn verður að lifa í landinu og hvarvetna þar sem byggðin þéttist verður hún ekki söm og áður.) Við gamla bæinn á Hólum: Randver, Rafn, Sigurður og Ólafur Og við héldum áfram fram Fjörðinn. Skut- umst niður að kirkjunni á Munkaþverá, þar sem Jóni Arasyni hefur veriö reistur minnis- varði og öðlingurinn séra Hákon Loftsson hvílir, ógleymanlegur öllum sem honum kynntust fyrir ljúft geð og ljúfan húmor. Menn voru við veiðar við ána, þegar framar dró, og brátt nálguðumst við Hóla. Þar bjó skáldið Jón Sigurður Þ. Guðmundsson læknir og kona mín, Kristrún Eymundsdóttir við Grástein Rafn Jónsson inni í gömlu skemmunni á Hólum. Hinriksson fyrir rúmri öld í þrjú ár: „Festi hann þar eigi yndi, sem sjá má á kvæðum hans. Átti hann þá og í mörgu erfitt. Heilsan tók að bila. Breyttir staðhættir. Umskipti snögg og óvænt að mörgu. Gekk búskapur þar til rýrðar,”i skrifar Mývetningur um hann í formála ljóðabókar hans. Þó orti Jón í bréfi til Jóns bónda á Hrísum, eftir að hann hafði flutt aftur heim í Mývatnssveit að Helluvaði: Heillavættir heiðurskrans hneigi að Eyjafirði. Blómgist ættir allar hans unz að hættir sköpun manns. Vitnisburðurinn er ekki dónalegur eftir á að hyggja og hátturinn hringhend stikluvik. Heið- rekur skáld Guðmundsson segir, að Jón hafi verið fyrsta þingeyska skáldið sem var „íhug- ult” í sínum skáldskap. Ég hafði orð á því við Ólaf Jónsson bónda á Hólum, hversu endasleppur búskapur Jóns hafði veriðj en hann gerði lítið úr: - Hér er lítið um vetrarbeit, sagði hann, og Jóni hefði búnast vel,l ef hann hefði verið hér lengur, því að Hólar hafa alltaf verið góð heyskapaijörð, en hann var; vanur vetrarbeitinni í Mývatns- sveit. - Staðurinn var vígður til starfs í júní 1965 og hef ég verið hér öll sumrin síðan. Oftast nær voru börnin í þijár vikur, en nú höfum við stytt tímann niður í hálfan mánuð, af því að okkur hefur fundist dvalarkostnaðurinn svo mikill. Og sannleikurinn er sá, að okkur virðast tímarnir erfiðari núna en áður, það er eitthvað mjög þröngt um hjá fólki. - Það er alveg ómetanlegt að hafa haft Þóreyju fyrir ráðskonu hérumbil frá byrjun eða síðan 1966. Hún ber mikla umhyggju fyrir börnunum og er alltaf tilbúin með góðan mat á réttum tíma, en hefur stúlku sér til aðstoðar, sem hefur séð um að halda öllu hreinu og er til aðstoðar í eldhúsinu líka. Hún er foringi í stúlknaflokknum. - Ég man ekki eftir eins góðu og jafn góðu sumri og nú fyrir æskulýðsstarf. Dagurinn í dag er fyrsti dagurinn sem ekki er hægt að fara út á vatnið. Og hér er margt til skemmt- unar útivið: Fótboltakeppni og íþróttamót, þar sem keppt er við unglinga frá ýmsum tímum því að metin eru skráð. Nú í sumar var Ef maður gefur sér tíma, er hægt að lesa langa sögu í gamla bænum á Hólum, sem vitaskuld er friðlýst þjóðargersemi. En þótt ríkið og þjóðminjavörður fyrir þess hönd megi ekki til þess hugsa, að hróflað sé við spýtu, kemur það í hlut þeirra bræðra Ólafs og Rafns að geyma bæjarins. Og torfbæirnir eru frekir á viðhald, - þeir síga niður og eru alltaf á niðurleið. Sl. sumar endurbættu þeir búrið, sem er gegnt reykhúsinu, og það leyndi sér ekki, að Rafni þykir vænt um gömlu viðina. Hann leiddi mig inn í skemmu og sýndi mér stoðirnar sterkar og ófúnar, úr dökkum við, hörðum, sem hann kunni ekki skil á. - Þeir byggja ekki svona núna, sagði hann og strauk hendi um þvertréð. Þeir sögðu okkur frá Hóla-Magnúsi, sem þarna bjó fyrir tæpum tveim öldum og byggði stofuna, sem enn stendur en var endurreist fyrir síðustu aldamót. Hann lauk ævi sinni á Brimarhólmi, eftir að hafa drekkt ungri stúlku vanfærri fram við Úlfá, en var að vísu ekki maður til að gera það einn, heldur fékk annan til liðs við sig.'Og launaði svo greiðann með því að senda hann með bréf út að Látrum, en einhver varð til að opna bréfið, áður en þangað kom, og skilaboðin voru að stytta bréfberanum aldur. - Varð Hóla-Magnús undrandi, þegar bréfberinn birtist snarlifandi, sagði Ólafur og hló við. Gamli bærinn er í vörslu þjóðminjavarðar og hefur verið teiknaður hátt og lágt af Herði Ágústssyni, hver sprunga, kvistur og misfella. Og nákvæmur var hann. Honum hafði láðst að kafa inn í eitt skotið í reykhúsinu, svo að hann hringdi norður og bað Rafn að bæta úr vanrækslunni, sem hann vitaskuld gerði. En reykingarlyktin verður ekki teiknuð á blað né taðkögglarnir í horninu, en hvort tveggja þetta veldur því, að mann fer óðar að langa í hangiket og spyr, hvort það sé nokkur leið að fá reyktan magál eða læri fyrir jóhn. í sumarbúðum KFUM og KFUK við Hóla- vatn er gott að koma. Þar voru þau Björgvin Jörgensen og Þórey Sigurðardóttir fyrir, hlý og elskuleg, og að þessu sinni var helgistund af því tilefni, að Skúli Svavarsson kristniboði hafði komið í heimsókn með norskan æsku- lýðsleiðtoga, Gunnar Hamnöi, sem sagði við börnin þegar okkur bar að: Þegar Jesús vill gera eitthvað stórt og merkilegt, þá byrjar hann með börnunum. Síðan var sálmurinn „Ég er gestur, ég er í útlegð” sunginn og tóku börnin vel undir, þótt þau væru hvorki gestir né í útlegð á þessum stað. Björgvin fórust m.a. svo orð: Nokkrir drengir á Hólum: Efri röð ffá vinstri: Gestur Valur Svansson, Jóhann Geir Jónsson, Þór Steinars- son, Páll Tómas Finnsson, Jóhann Þór Sigurvinsson og Logi Þór Laxdal. Neðri röð: Sverrir Halldórssonm Jón Hrói Finnsson, Steindór fvar ívarsson og Elmar Amarsson. slegið hástökksmetið fyrir 12 ára. Það gerði Jón Hrói Finnsson frá Akureyri, en hann stökk 1,20, en gamla metið var 1,15, sem fimm drengir höfðu stokkið. - Á virkum dögum höfum við biblíulestra, sem er námskeið í aðalatriðum kristindómsins, og á hverju kvöldi eru kvöldvökur, þar sem margt er til skemmtunar. Á sunnudögum klukkan hálfellefu er guðsþjónusta með pistli og guðspjalli, sem drengirnir lesa, og síðan er smápredikun, hæfileg fyrir krakkana. Á veturna, í október eða nóvember, höfum við unglingamót og þá er guðsþjónusta í Hóla- kirkju, þar sem sóknarpresturinn, séra Bjart- mar Kristjánsson þjónar fyrir altari. Það kom upp úr dúrnum, þegar vitnaðist um blaðamanninn, að hann væri frá íslend- ingi, að einn blaðburðarstrákur var í hópnum, Páll Tómas Finnsson, 9 ára. - Það er gaman hér, alveg þrælgaman, sagði hann. Við förum í leiki og það er synt alveg á fullu í vatninu. - Hvar? - Aðallega í vík, sem kölluð er Drulluvík. - Hún heitir Helguvík, sagði annar. - Nei, hún heitir Baðvík sagði sá þriðji, og undir það tók Björgvin og bannaöi þeim að nefna víkina ljótum nöfnum, en bætti við: Víkin er í landi Vatnsenda. Botninn er dökkur úr mómold, svo að drengirnir sökkva í leirinn, en vatnið er heitara þarna en annars staðar, þegar sólskin er. Drengirnir eru mikið í vatn- inu, busla þar og baða sig, og geta farið í sturtu, þegar þeir koma inn. - Hvernig eyðið þið deginum, spyr ég Pál Tómas, sem er minn drengur af eðlilegum ástæðum. - Við vöknum klukkan hálfníu og förum venjulega út að fána og hyllum hann, nema hvasst sé eins og í morgun. Síðan erbiblíulestur og svo borðum við og eigum frí fram að hádegi nema við förum í vinnu við að hreinsa fjöruna. Það er óvenjulega lágt í vatninu núna svo að við tínum burt steina, svo að betra sé að vaða. Síðan er farið í leiki og íþróttir og á kvöldin er kvöldvaka. Þá er sungið og leikið, lesin framhaldsaga eða stuttar sögur, farið með gátur eða sagðir brandarar. - Og hvað þykir þér skemmtilegast? - Að vera úti á vatni í kanó eða í íþróttum. - Og gerið þið stundum prakkarastrik? - Nei, - það er allavega lítið af þeim. Þegar hér er komið sögu hefur Þórey reitt fram kaffl með góðu meðlæti og síðan förum við að tygja okkur. Það er greinilegt á um- hverfinu, að landið er ekki síður ræktað en unga fólkið, sem þarna er. Sumarbúðirnar hafa 10 hektara lands, afgirt, sem borið er á reglulega og tré gróðursett, en það háir ræktuninni, að blessaðar kindurnar kunna betur við sig innan girðingar en utan og eru sólgnar í nýgræðinginn. Allt er samt á réttri leið og hefur Skúli Svavarsson mestan veg og vanda af því. Og nú fer að verða áliðið. Við rennum í hlaðið á Skáldstöðum, köstum kveðju á Ármann Skjaldarson bónda, sem ekki er fyrir að láta ónáða sig á mjaltatíma fremur en aðrir eyfírskir bændur. En erindið var ekki síður að ganga upp að gamla bænum á Skáldstöðum, þar sem Kjartan Júlíusson slcáldbóndi haföi lifað í einsemd og síðar í farsælu sambýli við Finnbjörgu Stefánsdóttur konu sína. Þau voru einlæg í sínu lífssniði og lítið um nútíðina með öllu sínu umstangi og erli. Ég hygg að Kjartan hafi ekki gert víðreist, en á Brekkuöxlinni þekkti hann hverja þúfu og fór ævinlega þá leið heiman af bæ og heim. þegar hann hélt á vit öræfanna og haföi hund sinn með sér, eitthvert nesti og svaf í plastpoka, ef ég man rétt. Bók hans Regin fjöll að haustnóttum og aðrar friöjur, verður hveijum ógleymanleg, sem hana les. Kjarngott mál og einlægt, hreinn hugur og frásagnargleði. Það þarf ekki að leiða Halldór Laxness til vitnis um það, - en skemmtilegt hlýtur að hafa verið að hlusta á tal þessara tveggja ólíku manna, heimsmanns- ins og sveitamannsins, sem enga reynslu áttu eins en drógust saman eins og járn að segli. Gamli bærinn hans Kjartans er á sínum stað, en hann er horfinn til annarra heima og á þar að baki lengri og strangari göngu um ókunnar slóðir en í þessu lífi, en ekki er ég í vafa um að veganestið mun duga honum þar eins og hér til að komast heim að bæ. Þar mun hann bíða Finnbjargar, sem nú er á Skjaldar- vík og hlakkar til endurfundanna. H.BI. Hér áttu Kjartan og Finnbjörg mörg spor í gantla bænum á Skáldstööum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.