Íslendingur


Íslendingur - 17.01.1985, Page 6

Íslendingur - 17.01.1985, Page 6
6 jsleuiinaur FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Viðtalstímar bœjarfulltrúa Nánar verða viðtalstímarnir sinni. auglýstir í blaðinu hverju (Frá bæjarskrifstofunni) Sérkjarasamningur hjúkrunarfrœðinga við Akureyrarbœ Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum s.l. fimmtudag að bjóða að nýju upp á fasta viðtalstíma við bæjarfulltrúa. Fyrir röskum tveimur árum tók bæjarstjórn Akureyrar upp fasta viðtalstíma bæjar- fulltrúa yfir vetrarmánuðina, þar sem bæjarbúum gafst kostur á að leita upplýsinga og koma á framfæri ábend- ingum og tillögum um áhuga- og hagsmunamál sín er bæjar- félagið snerti. Voru í hvert sinn tveir bæjarfulltrúar til viðtals. Fundir þessir hafa fallið niður það sem af er þessum vetri en m.a. með tilliti til þess að nú er fyrir höndum samning fjárhags- áætlunar fyrir árið 1985 hefur verið ákveðið að bjóða upp á slíka viðtalstíma að nýju. Fyrst um sinn verða viðtals- tímarnir vikulega og sá fyrsti var miðvikudaginn 16. janúar. Á síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir tillaga frá kjarasamn- inganefnd um sérkjarasamn- inga við hjúkrunarfræðinga við Akureyrarbæ. I þeim samningi fólst eins flokka hækkun fyrir allmenna hjúkrunarfræðinga, tveggja flokka hækkun fyrir deildar- stjóra og þriggja flokka hækk- un fyrir hjúkrunarforstjóra. Helgi Bergs, bæjarstjóri, sagði að það kynni að koma undar- lega fyrir sjónir að þeir hjúkrunarfræðingar sem hæst hefðu launin fengju mesta hækkun. En þess væri að gæta að veruleg hækkun hefði orðið á vaktaálagi, sem kæmi hljúkrunarfræðingum í stjórn- unarstöðum ekki til góða. í þessum sérkjarasamningi félst einnig að hjúkrunarfræð- ingar eiga rétt að sex mánaða námsleyfi á hverjum tíu ár- um. GHF ,Yar hann svona .. Á undanförnum árum hefur hér á landi verið stunduð sérkennileg grein leikrita- gerðar. I stað þess að semja leikrit frá rótum hafa höf- undar gerst handverksmenn, klippt og skorið kunnar skáldsögur annarra manna og steypt bútunum hæfilega mörgum og löngum saman til að fylla venjulegan sýn- ingartíma leikrits. Þetta hafa svo verið kölluð leikrit eða leikgerðir, sett á svið og stundum reynt að tengja brotin saman með innskot- um klippara. Satt að segja hefur mér þótt þessi iðnaður takast að jafnaði illa, verst þó þegar Sjálfstætt fólk var saxað nið- ur í smáskammta hér fyrir fáum árum. Ég held við verðum að sætta okkur við það að skáldsaga er skáld- saga og leikrit leikrit, eins og hann Einar í Undirhlíð hefði getað sagt. Vissulega er hægt að semja leikrit og skáldsögu um sama efni, en þá verða leikskáldið og rithöfundur- inn að vinna hvor með sínu lagi eftir grundvallarreglum hvorrar listgreinarinnar fyrir sig. Því hef ég mál mitt á þessum hugleiðingum að þegar fjölmiðlar kynntu þá sýningu sem L.A. hefur á fjölunum þessar vikurnar, Eg er gull og gersemi, mátti skilja að þetta væri leikrítið um Sölva Helgason, „sjón- leikur eftir Svein Einarsson, byggður á skáldsögu Davíðs Stefánssonar, Sólon Island- us, kvæðum skáldsins og öðrum heimildum.” Þetta gaf tilefni til að óttast að nú væri verið að troða enn einni skáldsögunni á svið. En kvöldstund í Samkomuhús- inu sýndi mér að Sveinn Einarsson hafði hér farið nokkuð aðra leið og smogið að mestu framhjá klippi- glæpnum. I raun má segja að Sölvi Davíðs sé aukaatriði í „Ég er gull ...” Verk Sveins er að stofni samtímalegt vanda- málaverk. Hann setur á svið samkvæmi heldra fólks, en gestgjafipn snýr partýinu upp í allsherjar naflaskoðun. Hann flettir ofan af flna fólkinu, fáguðu yfirborðinu og kemur því til að opinbera þau mein og þær misgjörðir sem hrjá það að baki grím- unnar. Og þessari krufningu stýrir gestgjafi með sam- kvæmisleik, eins konar bók- menntaleik þar sem dæmi úr hrakningasögu Sölva Helga- sonar knýja gestina til játn- ingar. Þannig freistar höf- undur þess líka að finna samsvörun sögu Sölva í sam- tímanum. Þannig má í stuttu máli segja að leikritið „Ég er gull og gersemi” sé. Nú er smekksatriði hvort leikrit er gott eða vont, skemmtilegt eða leiðilegt, og hver verður að dæma um það fyrir sig. Ef til vill má segja að í stað þessarar flóknu tvískiptingar leiksins og sífelldra vísana til og frá samtíð og nútíð hefði verið happadrýgra annað tveggja að setja saman leikrit um vandamálaflækju fólksins í jólasamkvæminu eina og sér eða yrkja sjálfstætt leikrit byggt á ævi Sölva Helgason- ar — án þess að klippa skáldsöguna Sólon íslandus. Hún stendur ein sem óbrot- inn varði á menningarvegin- um. En Sveinn Einarsson átti völina og eftir stendur það verk sem við getum nú séð í Samkomuhúsinu. Sýning Leikfélags Akur- eyrar er viðamikil og persón- ur ægimargar. Margir leik- endanna bregða sér í fleiri en tvö hlutverk með tilheyr- andi sviðs- og búningaskipt- um og allt gengur þetta á sviðinu í ró og snurðuleysi, ekki síst vegna feiknarlega flókinnar og fagmannlegrar ljósabeitingar David Walters. Leikendur skila verki sínu þokkalega, þótt hér sé sem oft áður of áber- andi hvað sumir þeirra keppast við að leika. Radd- beiting og fas einkennast af því að setja sig í stellingar í stað þess að eðlileg framsögn og hreyfingar fái áhorfand- ann til að trúa því sem gerist á sviði. Mest reynir á Theódór Júlíusson í hlutverki Marð- ar/Sölva. Hann leikur oft mjög vel, einkum er líður á sýninguna. Sunnu Borg tekst og vel að stjórna sam- kvæminu og skapa sýning- unni heildarmynd. Ymsir aðrir leikarar eiga mjög vel gerð atriði, ekki síst kven- þjóðin. Tónlist Atla Heimis er einföld og lætur ljúft í eyr- um. Látlaus sönglög með skemmtilegum undirleik á gítar og flauelsmjúkja flautu. Svið Arnar Inga er mátu- lega einfalt til að þvælast ekki fyrir leikendum, ljós- skreyting í sal falleg og sýn- ingar á teikniverki Sölva undirstrika framúrskarandi list og hæfileika förumanns- ins, ekki síst þegar skotið er upp til samanburðar föllit- um landslagsmyndum úr nútímanum. Öllu þessu stýrir svo Sveinn Einarsson inn í Ijós- geislana á sviðinu — og líka á göngunum, eins og nú er allsráðandi tíska í Samkomu- húsinu. Ekki er að efa að „Ég er gull og gersemi” dregur að sér fjölda áhorfenda, sem geta eytt kvöldstund, ekki við að horfa á skáldsögu Davíð Stefánssonar klippta og skoma, heldur nútímaleik- rit með skírskotunum til þess manns sem taldi sig æðri öðrum og átti heima á öllum jarðhnettinum. - Sverrir Páll. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að réða tvo starfsmenn að heim- ilisþjónustu, er hafi sérstök verkefni. 1 ■ Starfsmann, sem leysir dagmæður af í veikinda- forföllum. Starfið er fólgið í að fara á heimili dagmæðra og annast gæslu barna þar, daglangt í senn. Vinnutími er samfelldur frá kl. 8 (9) til 16 (17). Starf þetta er til reynslu og ráðning aðeins til þriggja mánaða. Starfsmaður þessi þarf að uppfylla sömu skilyrði og lögð eru til grundvallar við veitingu leyfis til daggæslu í heimhúsum. Uppl. veitir Þórgunnur Þórarinsdóttir i sima 25880 þriðjudaga og miðvikudaga kl. 10-12. 2. Starfsmann, sem fari í eftirlitsheimsóknir á heim- ili aldraðra, annist minni háttar útréttingar fyrir þá og fylgist daglega með högum þeirra. Gert er ráð fyrir að starfsmaður þessi fari á allmörg heimili daglega, fremur en aö hann dvelji lengi á hverju. Starfsmaður þessi þarf að hafa yfir bifreið að ráða og kemur greiðsla fyrir akstur. Uppl. veitir Edda Bolladóttir, Félagsmálastofnun Akureyrar, sími 25880 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga e.h. Félaasstarfsj Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Á Þórshöfn laugardag 19. jan. kl. 20.30 í félags- heimilinu. Á Raufarhöfn sunnudag 20. jan. kl. 14.00 í félags- heimilinu Hnitbjörgum. Á Húsavík sunnudag 20. jan. kl. 20.30 á Hótel Húsavík. Á Ólafsfirði mánudag 21. jan. kl. 20.30 kl. 20.30 á Hótel Ólafsfirði. Á Dalvík þriðjudag 22. jan. kl. 20.30 í Bergþórshvoli. Á Akureyri miðvikudag 23. jan. kl. 20.30 í húsakynn- um Sjálfstæðisfélaganna í Kaupangi. Á fundinum verða alþingismennirnir Halldór Blöndal og Björn Dagbjartsson og munu þeir ræða stjórnmálaviðhorfin. Sjálfstæðisfélögin. Barnagœsla óskast Vantar barnagæslu fyrir 3ja ára telpu ca. Vi daginn fram til vors. Býr á Eyrinni. Upplýsingar í síma 24881. Til sölu SAAB 900 árg. '81. Rauðbrúnn, ekinn 47. þús. km. Beinskiptur, 4ja gíra, verð 365 þús. Upplýsingar í síma 91-40206.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.