Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Qupperneq 1

Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Qupperneq 1
|SE*BSBl8B?amgE 9. tölublað. Laugardagur 13. marz 1971. 56. og 96. árgangur. Glæsilegur fundur með forsætisráðh. A þriðja hundrað manns sóttu fundinn Sjálfstæðisfélögin á Ak- | ureyri héldu sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu á mánudagskvöld. Ræðu flutti | forsætisráðherra, Jóhann Haf pt stein. I ræðunni lagði for- sætisráðherra höfuðáherzlu á landhelgismálið og hagnýt- ingu landgrunnsins. Hann ræddi síðan stjórnmálavið- horfið og helztu þingmál, á- samt viðfangsefnum lands- fundar, sem verður 22. apríl nk. Fundinn sóttu talsvert á þriðja hundrað manns. Fjöl- margar fyrirspurnir bárust, bæði munnlega og skriflega, til ráðherra, enda var fund- urinn í mjög frjálsu formi og gátu menn gert fyrirspurnir í hljóðnema úr sætum sínum. Fundarstjóri var Jón G. Sól- nes, forstjóri bæjarstjórnar. Sjá viðtal á bls. 5. HRÍSEY OG DALVlK: IVfiklar fram kvæmdir i fiskiðnaði Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá hraðfrystihúsum KEA á Dalvík og í Hrísey. Á Dalvik er verið að byggja við hraðfrystihúsið, og í Hrisey fer fram endurbygging hraðfrysti- hússins. Nýlokið er þar bygg- ingu mjölskemmu og verið er að byggja hús yfir lifrarbræðslu og saltfiskverkun. Endurbæt- urnar eru gerðar á þann hátt, að þær fullnægi kröfum nýrr- ar handbókar frá frystihúsaeft- irlitinu. Þær fela auk framan- greinds m. a. í sér kaup á nýrri gerð Baader flökunarvéla, sem eiga að auka nýtingu hráefnis- ins verulega. Afkastageta hús- anna eykst um 20%, en í Hrísey hafa afköstin verið um 15 — 20 tonn á dag, og á Dalvík um 20 — 25 tonn. Hér er bætt úr brýnni þörf, þar sem verulegur bagi hefur oft verið að því, að elcki hefur reynzt unnt að taka við nægilega miklu hráefni, þeg ar mest hefur borizt að, eink- um á Dalvík. HRlSEY: Undirbúa ákvörðun Einsdæmi á IMorðurlandi Morðurverk vinnur að vegagerð allan veturinn, án þess að nokkur dagur hafi fallið úr Akureyri, 9. marz: í næstu viku er vonast til, að malburði á vegi upp í Hlíð- arfjall að Skíðahóteli ljúki, og er þá einungis eftir smákafli af gerð nýja vegarins upp í Hlíð- arfjall úr bænum, þ. e. a. s. við sjálft Skíðahótelið. Blaðið sneri sér til forráða- manna Norðurverks hf. og innti eftir því, hvort ekki væri erfið- leikuin bundið að vinna slík verk á vetrum. Þeir töldu þvert á móti, að þessi vegagerð hefði verið óframkvæmanleg á öðr- um árstíma. Ástæðan er sú, að vegarstæðið er á svo miklu mýr lendi, að ýturnar sukku sífellt í og festust í haust, þegar þeir hófu verkið. Þegar frysti gátu þær hins vegar flotið á jarð- veginum af skiljanlegum ástæð- um, og bezt var að vinna eftir að frostið náði 10 stigum, vegna þess að þá var hægt að fara í sömu rispuna eftir nokkrar mín útur. Jarðvegurinn frýs nokk- urn veginn jafnóðum við það hitastig. Forráðamenn Norðurverks hf. telja, að mikið megi af þessu læra um vinnubrögð við vega- gerð. Uppþurrkun lands er feiknalega dýr og tekur langan tíma, auk þess sem hún er vart framkvæmanleg víða. Með þeim stórvirku tækjum, sem nú eru til staðar til vegargerðar, skipti á hinn bóginn sáralitlu, þótt skafa þurfi snjó af vegarstæði yfir vetur hjá þeim kostum, sem frost í jörð hafi fyrir þessi tæki. Yfir sumarið, eða þegar þýða er í jörð, er leirinn svo mikill, jafnvel þótt jörð sé ekki mjög mýrlend, að hann sezt svo í spyrnur á jarðýtunum, að þær verða óvirkar, eins og þær væru á gúmmíhjólum. Forráða- menn Norðurverks töldu því, að reynslan sýndi, að of lítill gaumur hefði verið gefinn að því hér á landi, hversu margir kostir fylgdu vegagerð yfir vet- urinn. um hitaveitu Nýlokið er mælingu á bor- holu hér í Hrísey, sem boruð var 1965 vegna hugsanlegrar hitaveitu. Hiti í holunni reynd- ist um 65 stig, og er talið nægj- anlegt vatn í þeim tveim bor- holum, sem hér voru boraðar á fyrrgreindu ári. Hjá Vermi sf. fer nú fram áætlunargerð um hitaveitu í eynni og verður tek- in ákvörðun um framkvæmdir, þegar niðurstöður hennar liggja fyrir. Fjölsótt kirkjuvika Kirkjuvika í Akureyrarkirkju hófst um sl. helgi og hefur hún verið mjög fjölsótt. Meðal ræðu manna á vikunni hefur verið frú Auður Auðuns, dóms- og kirkju málaráðherra, sem flutti erindi á mánudagskvöldið. I kvöld, föstudag, flytja erindi Albert Sölvason og Ólafur Tryggvason og Kirkjukórinn syngur. Kirkjuvikunni lýkur með guðs þjónustu á sunnudaginn, þar sem séra Bernharður Guðmunds son predikar. Rúmar 14 millj. til Ólafsfjarðar til eflirigar atvinnu 1969 og 70 I síðasta AM-blaði er þess óskað, að Lárus Jónsson upp lýsi, hve mikið fjármagn At- vinnujöfnunarsjóður hafi lán að til Ólafsfjarðar. Það skal hér með gert: Á árunum 1969 og 1970 hafa verið veitt ar 14.1 milljón króna af ráð- stöfunarfé Atvinnujöfnunar- sjóðs, atvinnumálanefnda og Norðurlandsáætlunar til Ól- afsfjarðar, auk venjulegrar fyrirgreiðslu annarar fjárfest ingarsjóða og banka. Af þessu fé fóru 2.8 milljónir til eflingar fiskveiða og fisk- iðnaðar, 6.5 milljónir til stækkunar og endurbygging- ar hitaveitu og 4 milljónir til hafnargcrðar. Í Ólafsfirði er nú unnið að stofnsetningu nýrra fyrirtækja og hefur ault in von um fyrirgreiðslu vegna Norðurlandsáætlunar haft þar hvetjandi áhrif eins og annars staðar á Norður- landi. Þess má geta í þessu sambandi, að farið hefur ver ið inn á nýjar brautir við að finna heppileg fyrirtæki, sem veitt geti arðbæra og varan- lega atvinnu í hinum ýmsu byggðarlögum á Norðurlandi. I þessu efni hafa Ólafsfirð- ingar verið fremstir í flokki, svo sem á fleiri sviðum. — Um þetta vísast til viðtals við Guðmund Öskarsson verk- fræðing, sem birtist á bls. 6 hér í blaðinu.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.