Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1942, Síða 10

Faxi - 01.04.1942, Síða 10
10 F A X I GE HERRA RYKFRAKKAR enskir og íslenzkir fallegt snið og gott efni. SKTNN JAKKAR og skinn vesti mikið úrval. KVENN KÁPUR Nýjasta tízka Mjög fallegar og vandaðar. VERZLUN GUÐRÚNAR EINARSD. Keflavík Sími 6. Útgepdapmeim! Dragnætur búnar til við allra liæfi. Munið aflasælu dragnæturnar og botnvörpurnar frá Björns Beniúilítssonar Símar 4607 og 1992. Blómareitur vid hvert íbúdarhús. Bráðum fer að vora, og þeir fem eiga hús og hafa ráð á lóð- arbletti umhverfis það fara að hugsa um hvað eigi að rækta, með hverju eigi að fegra um- hverfis húsið. Áhugi almennings fyrir garö- rækt hefir vaxið mjög á seinni árum, — líká hér í Keflavík, — en í þetta sinn ætla ég einung- is að tala um blóin og tré. Því verður ekki neitað að jarðveg- urinn er ekki góður til ræktun- ar'hér í þorpinu, en þó er mesta rurða hvað hægt er að rækta ef alúð er lögð við það. Eins og þeir vita sem hér eru kunnugir eru smá blómreitir til við nokkur hús, dálítið hefir verið gróðursett af trjám og runnum en fátt af því hefir náð þroska, mun sjörokið eiga mest- an þáttinn í því, — en revni- viðarhríslan við hús Þorsteins Porvarðarsonar sýnir þó að ekki ei ókleyft að láta reynivið lifa og \ axa hérna. Sama er aðsegja um ribsinn. Hann þróast þrýði- lega við nokkur hús. En það er sýnilegt að hér er margfalt erfiðara að rækta tré en t. d. í Reykjavík og Hafn- arfirði, og mun stormurinn og sjódrifið valda þar mestu. Islenzka birkið er harðgert það mun vcrða auðveldast að r;ekta það hérna. Ánægjan sein snotur blóma- og trjáreitur heima við húsið veitir yfir sumarið er ósegjan- lega mikil og ég get eltki nóg- samlega hvatt alla sem hafa ráð á lóðarbletti þó> lítill sé tii að byrja — þeir sem ekki eru þegar bvrjaðir og undirbúá verkið þannig að von sé um ár- a ngur. Það eru til bækur og' ritgerð- ir í blöðum og tímaritum um ræktun blóma og um trjágarða við fbúðarhús, svo flestir geta fengið að vita um það nauðsyn- legasta, auk þess er jafnvel notadrýgst að labba til einhvers nágrannans, sem fengist hefir við þessa hluti og fá leiðbein- ingar eftir því sem þörfin k röfur. Ég ætla samt að benda á fá- ein frumskilyrði. Bezt er að talta blett í skjóli fyrir norö- an og norðaustan átt, Hann þarf að vera fullkomlega frið- aður. Vegna þess hvað jarðveg- urinn er magur og grýltur þarl' að tína allt grjót úr moldinni um leið og pælt er og bera vel í, má nota til þess húsdýraáburö, beinamjöl, tilbúinn áburð o. fi. Ætli inaður eingöngu að rækta blöm verður undirbúningur jarðvegsins líkur og þegar mat- jurtir eru ræktaðar. Ef á að gróðursetja tré og runna þarf að grafa holu fyrir 1 hvert tré og þá komum við a. in. k. í inið og vesturplássum þegar kemur ca. 50 sin. nið-

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.