Faxi

Árgangur

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 1

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 1
6. tbl. 7. ár. MARGEIR JÓNSSON: Að þessu sinni voru allir bátar hér syðra hættir róðrum á lokadag 11. maí. Þessi vertíð reyndist undir meðallagi hvað afla snertir, en gæftir hinsvegar betri heldur en undanfarnar vertíðir. Til marks um það fór m;b. Mummi frá Garði 53 róðra óslitið, og er það róðramet hér á Suður- nesj um. Utgerðarkostnaður er mun hærri en nokkru sinni fyrr, eins og fyrir var sagt í byrjun vertíðar, og reyndist það verð, sem lagt hefur verið til grundvallar á fiski of lágt miðað við hinn mikla tilkostnað. Var beitukostnaðurinn einna mestur, t. d. fór aflahæsti báturinn, m.b. Mummi frá Garði, með kr. 100.000,00 í beitu á vertíðinni. Enn sem komið er, eru öll hrogn óseld, og engin vissa er fyrir, hvort þau seljast nokkurntíma. Var og minni áherzla lögð á að nýta þau en undanfarin ár, a. m. k. í sumum verstöðvum hér syðra. I þessu sambandi má þó geta þess, að allur beinaúrgangur var nýttur til hins ýtrasta, og mun hið nýja fyrirtæki „Fisk- iðjan h. f.“ hafa malað um 5 þús. tonn af blautum beinum, og er talið að verðmæti þess í erlendum gjaldeyri sé um ein milljón krónur. Hæstan afla af Keflavíkurbátunum hafði m.br Keflvíkingur, skipstjóri Val- garð Þorkelsson. Aflaði hann 1480 skipp. í 90 róðrum. Hásetahlutur á honum, utan lifur, varð kr. 14.712,97. Næstur honum var m.b. Olafur Magnússon, skipstjóri Albert Olafsson. Afli hans var 1145 skipp. í 83 róðrum. Þriðji báturinn var m.b. Guð- finnur, skipstjóri Guðmundur Guðfinns- son með 1130 skipp. í 83 róðrum. Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík í Sandgerði var m.b. Mummi, skipstjóri Garðar Guðmundsson, hæstur, með 1590 skippund í 103 róðrum. Hásetahlutur á honum, utan lifur var kr. 15.470,00. Næstur honum var m.b. Fáxi, Garði, skipstjóri Þorsteinn Þórðarson, með við 1500 skipp. Þriðji bátur þar, m. b. Víkingur úr Kefla- vík, skipstjóri Haraldur Kristjánsson. Afl- aði hann 1412 skippund. Eins og aflaskýrslan hér að neðan ber með sér ,eru mjög margir af bátunum með miklu lægri afla á vertíðinni, og er því ekki varlegt, að miða afkomu útgerðar- innar í heild, og þeirra sem að henni vinna, sjómanna og landmanna, við afla þessara hæstu báta, sem hér eru nefndir. Væri æskilegt, að sem flestir útgerðarmenn legðu fram rekstursreikning frá þessari vertíð fyrir næsta fund Landssambands ísl. útvegsmanna, til þess að hægt væri að fá sem gleggst yfirlit yfir rekstur útgerð- arinnar, og þar með sanna, hvort verð það, sem tryggt var sé í samræmi við afkomumöguleika bátaútvegsins. Hér að neðan er endanlegt yfirlit vfir lifrarmagn bátanna og róðrarfjölda: R L Guðfinnur ................. 83 41055 Keflvíkingur............... 90 53651 Heimir .................... 83 37419 Hilmir .................... 83 39317 Ólafur Magnússon 83 41335 Bjarni Ólafsson............ 83 35170 Vísir ..................... 77 37069 Andvari ................... 81 38635 Svanur .................... 61 33312 Jón Guðmundsson 11 4350 Lokadagur 1947 Garðar Guðmundsson Valgarður Þorsteinsson Skálafell 83 40085 Fróði 86 32228 Bragi 79 30350 Anna 47 16790 Dux 79 34761 Freyja 20 4824 Gylfi 55 20237 Nonni 70 33031 Vertíðarlok

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.