Faxi

Árgangur

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 5

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 5
F A X I 5 ar, var Jón, er síðar varð skólameistari í Skálholti (1728—1737) latínuskáld og lær- dómsmaður. Hann settist að í Kaup- mannahöfn hin síðari ár og þar andaðist hann 5. maí 1759. Er Jón Þorkelsson lést, var hann aiið- ugur maður. Hafði hann erft mikið fé «ftir foreldra sína, bæði ! föstu og lausu. Jarðir ,er hann erfði voru: Innri-Njarð- vík, Kalmanstjörn, 14 hundruð í Kirkju- vogi og Litlahöfn, sem var eyðijörð fyrir sunnan Kalmannstjörn, allar í höfnum ut- an Innri-Njarðvík. I Borgarfirði þrjár jarðir: /z Kjalardalur, 6 hndr í Vestri Leirárgörðum, 6 hndr. í Eystri-Leirárgörð- um. 1 Skagafirði tvær jarðir: /z Dala- staðir og /z Ingveldarstaðir á Reykja- strönd. Þar við bætist Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Arfur eftir Ljótunni móður hans var gull og silfur svo mikið, að flytja varð á þremur hestum úr Höfnum og inn í Hólmskaupstað en þaðan sent til Jóns, er þá var sestur að í Kaupmannahöfn. Allan þennan auð sinn gaf hann eftir sinn dag til sjóðsstofnunar, er nefndist Thorkilliisjóður. Atti sjóðurinn að veita snauðum börnum I Kjalarnesþingi (Gull- bringusýslu) fræðslu og lífsuppeldi. Þessi hugmynd komst þó aldrei í fram- kvæmd, eins og gefandinn ákvað. En löngu síðar var Hausastaðaskóli á Alfta- nesi starfræktur af fé sjóðsins um 20 ára bil 1792—1812. Síðar fengu barnaskólar í Gullbringusýslu nokkurt fé úr sjóðnum, en allt var það öðruvísi en til var ætlast. Til er langt kvæði í 24 köflum eftir Jón Þorkelsson skólameistara, er hann nefndi Gullbringuljóð, er það lofkvæði um æskustöðvarnar og sýsluna alla, sögur og sagnir um héraðið og fólk þess. Fyrir kvæðinu eru málshættir tveir, er hann notar að einkunnarorðum: „Hverj- um þykir sinn fugl fagur“, og „Hver vill sínum tota fram ota“. Kvæðið er ort á latínu, svo þar af hefur enginn not, nema hinir lærðustu menn. Mundi margan fýsa að vera þess umkominn að geta lesið kvæð- ið og sjá þar með eiginn augum, hve ást hans til æskustöðvanna hefur verið sterk og heit. Síðan Jón lögréttumaður Halldórsson bjó í Innri-Njarðvík á ofanverðri 17. öld hafa niðjar hans búið þar óslitið allt til þessa árs eða hátt á þriðju öld. Eftir þau Þorkel og Ljótunni bjó þar Rafn Grímsson og kona hans Guðlaug systir Þorkels. Þau bjuggu á Auðnum á Sú nýbreytni var tekin upp hér í blað- inu í fyrra, að birta á einum stað fréttir frá skólunum hér á Suðurnesjum, í til- efni af nýloknum vorprófum og skóla- slitum. Var þetta gert að óskum skólastjóra og kennara og mæltist vel fyrir hjá lesend- um blaðsins, því enda þótt fréttir þessar séu mest megnis í skýrsluformi, sem oft þykja vera þurrar aflestrar, þá tala þó tölurnar sínu máli til allra þeirra, er nokk- urn áhuga hafa fyrir því, sem gerist í skólunum, og eru auk þess góðar heim- ildir fyrir seinni tímann. Faxa er því ljúft að birta það sem honum berst af þessu tagi. Þess má geta, að enn starfa flestir skól- ar Suðurnesja með skólaskyldum börnum innan 9 ára aldurs í svokölluðum vor- skólum, sem víðast hvar munu starfa fram í endaðan maí. H. Th. B. Barnaskólinn í Keflavík. Barnaskólanum í Keflavík var sagt upp 30. apríl, og daginn eftir hófst vorskólinn. I vetur voru 258 börn í skólanum eða 37 börnum fleira en í fyrra. Fullnaðarprófi luku 30 börn. Hæsta einkunn við fulln- aðarpróf hlaut Arni Hilmar Bergmann, 9,42. Næstur var Eyjólfur Þór Jónsson með 9,26. I 6. 'bekk varð Helga Albertsdóttir efst með 8,85 og Olafía S. Einarsdóttir næst með 8,68. Það er og ekki síður í frásögur færandi, að Helga hlaut einkunnina 10 I réttritun, og mun enginn nemandi skólans hafa hlotið þá einkunn fyrr í þeirri grein. Vatnsleysuströnd 1703. Dóttir þeirra, er Kristín hét, f. 1704 giftist Sveinbirni Egils- syni frá Miðhúsum í Sandvíkurhreppi og settust þau að búi í Innri-Njarðvík eftir foreldra Kristínar. Synir þeirra voru þeir Egill (f. 1744) og Ásbjörn (f. 1748), er bjuggu þar samtímis eftir foreldra sína. Sonur Egils var Dr. Sveinbjörn Egilsson, hinn kunni málfræðingur og skáld og fyrsti rektor Latínuskólans í Reykjavík. Sonur Ásbjarnar Sveinbjarnarsonar var Ólafur (f. 1789). Hann tók við búi í Efstur í 5. bekk varð Guðmundur Páll Jónsson með 8,8, og næstir urðu þeir Helgi Þorsteinsson og Ámundi R. H. Ólafsson með 8,6. I 4. bekk varð Svanhildur Sigurgeirs- dóttir efst með 8,6. Þóra Erlendsdóttir og Guðmunda J. Guðbergsdóttir urðu næstar með 8,2. Kennarar við skólann eru 6 að skóla- stjóra meðtöldum. Barnaskólinn í Sandgerði. Barnaskólinn í Sandgerði hófst að þessu sinni ekki fyrr en 17. okt., eða mánuði seinna en vera á, því að þar er átta mán- aða skóli. Stafaði þetta einkum af því, að skipti urðu á skólastjóra og kennara skól- ans, en ákvarðanir í því efni voru seint gerðar. Auk þess stóð alllengi í útvegun húsnæðis handa skólastjóra. Hinn nýi skólastjóri er Aðalsteinn Teits- son, en kennari Einar Jónsson. Auk þeirra kenndi ungfrú Halldóra Ingibjörnsdóttir söng og handavinnu, eins og áður. Rúmlega 70 börn voru við nám í skól- anum, en nokkur börn af innstu bæjum hreppsins sóttu skólann að Gerðum í Garði, svo sem verið hefur, enda er styttra og hægara um samgöngur (bíla) fyrir þessi börn að sækja skólann þar. Bíll á vegum skólans fluttu skólabörn af Staf- og Hvalnesi. Ovenju mikil veikindi ollu truflun á starfi skólans, því að margskonar farsóttir herjuðu á skólabörnin, svo sem hlaupa- bóla, mænuveiki, inflúensa, mislingar o. fl. I eldri deildum skólans urðu fjarveru- Njarðvík eftir föður sinn, en Ásbjörn sonur Olafs þar eftir og bjó þar langa ævi, dáinn 1900. Hann ,var faðir Helga er þar býr nú áttræður að aldri. í tvíbýli við Helga bjó um skeið Þorbjörg systir Helga ásamt manni sínum, Jóni Jónssyni frá Landakoti á Vatnsleysuströnd (d. 1947). Dóttir þeirra er Margrét kona Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Svo langt sem ég veit og hef heyrt frá sagt hefur Innri-Njarðvíkurheimilið verið með hinum mesta myndarbrag alla tíð.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.