Faxi

Árgangur

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 3

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 3
F A X I 3 Magnús Pálsson: ÁRASKIP Aðalatvinna Suðurnesjamanna hefur að allmörg grasbýli séu á Suðurnesjum, löngum verið sjósókn og sjómennska. Þó þá má segja að landbúskapur hafi að- eins verið góður styrkur þeim sem á jörð- unum bjuggu en sjósókn aðal bjargræði alls almennings, enda var sjór sóttur af kappi að kalla mátti árið um kring. Það herma sagnir að lélegur skipakost- ur hafi framan af öldum háð mjög sjó- sókn Islendinga — og þá ekki hvað síst Suðurnesjabúum, því að óvíða á landinu munu vera jafnmiklar brim verstöðvar sem einmitt á Suðurnesjum, t. d. Miðnesi, Höfnum og Grindavík. Enda voru mann- tjón þar mjög tíð. Skipin voru ekki vel löguð til að verjast ágengni Ægis, segl- búnaður mjög ófullkominn og varð því næstum eingöngu að treysta á þrek og þol skipverja með að róa skipinu áfram þegar mótvindur var. Það virðist, eftir sögnurn að dæma, að þessi vandkvæði með gerð og útbúnað skipanna hafi loðað við allt fram á átjándu öld, en þó munu hinsvegar allmargir skipa- smiðir hafa verið á Suðurnesjum, og sumir þeirra góðir smiðir. Vilhj. Þ. Gíslason segir í Sjómanna- sögu sinni að Guðni í Kirkjuvogi d. um sá ríkisstjórnin, og þess vegna hefir hún lokað áfengisbúðum ríkisins og bannað Hótel Borg vínveitingar. Við þessa á- kvörðun hefir bæjarbragur í höfuðstaðn- um gerbreyst, og framferði á götum úti líkist meir og rneir umferðamenningu sið- menntaðra þjóða. Almenningur er mjög ánægður með lokunina og kann ríkis- stjórninni þakkir fyrir . . . “ „ . . . Það hafa margir veitt því athygli, að drykkjuskapur er miklu meiri meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. Hitt veit fólk síður, sem þó er staðreynd, að glæpamenn eru langflestir úr flokki drykkjumanna. Síðustu 10—15 árin eru það einkum kornungir drykkfelldir menn og drykkfelldar konur, sem glæpina fremja, á aldrinum frá 16—24 ára“. 1760, hafi verið alkunnur skipasmiður á Suðurnesjum og Bjarni Vigfússon mágur hans, og síðar Brandur Guðmundsson og smíðaði hann með Birni syni sínum. Um þá feðga segir V. Þ. Gíslason: „ . . . og voru þeir feðgar svo rammir að afli að þeir tveir einir lyftu teinæring (tíæring) af stokkum og færðu um set“. Einnig segir hann að Eggert Björnsson í Höfnum hafi smíðað traust og góð skip. Eggert þessi var sonur Björns Brandssonar, sem að framan getur. Eggert dó nálægt síðustu aldamótum, þá fjörgamall. Eg sá allmörg skip er hann hafði smíðað og voru sum þeirra í notkun fyrst þegar ég man eftir mér og jafnvel eftir að ég komst á legg. Aðallega voru þau í notkun á Miðnesi og í Höfnum og e. t. v. í Grindavík. Mest voru það áttæringar og tíæringar, sem not- aðir voru á vetrarvertíðum sunnan Garð- skaga, því þar voru þá aðallega notuð handfæri og hélzt það svo allt fram á síð- asta tug nítjándu aldar. Gjöra má ráð fyrir að Eggert Björnsson hafi haft skip sín með sama eða svipuðu lagi sem faðir hans og afi. En skip Egg- erts voru þannig að framstefni var bogið, aftur stefni var beint, dálítið lotað og sat á sjálfum kjölnum og myndaðist þar því skarpur hæll. Laust fyrir síðustu aldamót hurfu þessi skip úr notkun. Þá var farið að nota lóðir á vetrarvertíðum, en þessi stóru skip þóttu stirð og mannfrekari til notkunar með lóðina heldur en sexæringar. Voru þá þessi skip ýmist seld Duusverzlun í Keflavík, sem uppskipunarskip, eða þau voru rifin og gengu úr sér á annan hátt með því að þau voru flest orðin mjög gömul. Þegar skip þessi hurfu úr notkun 'byrjuðu menn sunnan Garðskaga að fá sér sexæringa (innan bugtar skip eins og það var kallað) og voru þau keypt í Keflavík, Njarðvík, Vogum og víðar. Flest öll þessi skip voru með Engeyjarlaginu svo kallaða. Þau skip höfðu þá rutt sér mjög til rúms við Faxaflóa enda þóttu þau betri en skip þau er áður voru notuð, eink- um þótti seglabúnaður þeirra mun heppi- legri. Smíði á þessum Engeyjarskipum mun hafa byrjað nálægt miðri nítjándu öld. Það var Kristinn Magnússon skipa- smiður í Engey, sem hóf smíði skipa með þessu lagi. Hann gerði einnig miklar um- bætur á seglabúnaði skipa, frá því sem áður hafði tíðkast, því með útbúnaði hans gátu menn siglt beitivind, sem kallaður „Modcll“ af áttæring til forna, gcrt af Magnúsi Pálssyni. Líkanið cr 2 m. á lcngd og iinnur stærð í lilutfalli við Jiað. 700 vinnustundir fóru i gcrð þcss. Efri niyndin cr af Magnúsi.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.