Faxi

Árgangur

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 9

Faxi - 11.05.1947, Blaðsíða 9
F A X I 9 Iðnskólanum í Keflavík var sagt upp 9. apríl. Kennt var í 22 vik- ur. I skólanum voru 19 nemendur og luku 16 prófi. Við skólann störfuðu 5 kennarar. Byrgið brunninn! Hvað á að draga það lengi að girða í kring um íshústjörnina? Hver heilvita maður hlýtur að sjá, að það sé stórhættulegt að hafa svo djúpa tjörn ógirta. Venjulega er fjöldi barna að leik í nánd við hana. Ef ósynt barn dytti í tjörnina ,gæti það hæglega drukknð. Væri ekki rétt að girð áður en slíkt á sér stað? H. E. Nýtt líf virðist vera að færast í þá rotnandi hryggð- armynd, sem blasir við frá skrúðgarðinum okkar væntanlega. Á ég þar við spítalaskrokk- inn sem steyptur var upp fyrir nokkrum ár- um, en varð svo rekald á rúmsjó framtaks- leysis og samtakaleysis, á mesta blómatíma sem enn hefur komið yfir Suðurnesin. Nú hafa náðst næg sameiginleg átök til að hrinda þessu nauðsynjamáli í framkvæmd. Enn vantar teikninguna að barnaskólanum hér í Kefla- vík, en staður er þegar ákveðinn og byrjað er að afla efnis í von um að húsameistari rík- isins verði liðtækur við að teikna, en hann mun hafa lofað því að hefjast handa fljótlega. Trollbátar. Nokkrir trollbátar stunda nú veiðar héðan og hafa fiskað allvel en aflinn virðist fara minkandi. Happadrættisbíll. Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði hef- ur komið sér upp mjög myndarlegu sam- kvæmishúsi sem setur svip á byggðarlagið. Fjárhagshlið þessara framkvæmda hefur reynst erfið og til að rétta fjárhaginn við, stofnuðu þeir til happdrættis. Vinningurinn er ný Ford-bifreið. Tilfinnanlegur vatnsskortur er nú í ýmsum bæjarhlutum Keflavíkur, en þó sennilega hvergi verri en í vesturbæn- um. Væntanlega verður mikil bót á þessu nú bráðlega. Vatnsveituframkvæmdirnar eru komnar það langt áleiðis að á næstu mánuðum mun hún létta verulega á brunnunum sem hafa verið þraut sognir af sífellt auknum notenda fjölda Frá heilbrigðisnefnd Keflavíkur. Á fundi 16. maí 1947 ákvað heilbrigðisnefnd að láta fram fara athugun á hreinlætisástandi þorpsins og fyrirskipa þeim húsráðendum, sem enn hafa ekki hreinsað til í kring um hús sín, að hafa lokið því fyrir 27. þ. m. Mun sá, er þessa rannsókn framkvæmir skrifa niður hjá sér það sem laga þarf, en það er að fjarlægja af lóðum húsann allt rusl og annað skran, sem valdið getur óþrifn- aði og óhollustu í sumarhitunum. Einnig að sjá um að öskutunnur séu í góðu lagi. Af- hendir hann svo viðkomandi húráðanda lista yfi það, sem laga þarf á húslóð hans og sé þar skýrt fram tekið, að hafi verkinu ekki verið lokið fyrir 27. maí þ. á., þá verði það fram- kvæmt á kostnað viðkomandi aðila. Er æski- legt að menn bregðist vel við þessu, enda er hér um að ræð hagsmunamál hvers og eins og byggðarlagsins í heild. Ætti öllum að vera það sameiginlegt metnaðarmál, að Keflavík, þó hún sé fátækleg til fara, geti fagnað sumri þrifaleg og hrein. H. Th. B. Frú Guðfinna Benediktsdóttir, Túngötu 10, varð 50 ára 14. þ. m. Mjög mikil aðsókn hefur verið að Sundlaug Keflavíkurhrepps sem opnuð var 1. maí. Togarinn. Að flestra dómi mun Keflavíkurhreppur hafa verið heppinn þegar Halldór Gíslason var ráðinn skipstjóri á nýja togarann sem væntanlegur er í haust. Eftir er að ráða forstjóra fyrir útgerðinni, en allmargar um- sóknir hafa þó borist. Og einnig er eftir að velja skipinu nafn. Æskilegt væri að sem flestir gerðu tillögur um það, því að þótt það sé ekki mikið atriði, þá er æskilegt að hann hljóti viðfelldið nafn. Tvær söngskcmmtanir voru haldnar um síðustu helgi aprílmán- aðar. Hinn góðkunni bariton Guðmundur Jónsson söng hér á laugardags eftirmiðdag á ákaflega óheppilegum tíma, en fékk þó 60—70 manns sem áheyrendur en fjölda manns óánægða yfir því að komast ekki. Söngfélag I. O. G. T. hélt afar mikla söng- skemmtun á sunnudaginn við góða aðsókn og ágætar undirtektir, enda var vel til skemmtunarinnar vandað og hún hin fjöl- skrúðugasta. Skátarnir settu sinn svip á sumadraginn fyrsta eins og á undanförnum árum. Um morguninn gengu þeir um bæinn fylktu liði með fána í fararbroddi. Fjöldi barna gekk í fylkinguna og gengu til kirkju með skátunum, en þar prédikaði séra Jakob Jónsson fyrir fullu húsi. Síðar um daginn var svo skemmtun fyrir börn og önnur fyrir fullorðna um kvöldið. Skemmtanir þessar voru mjög fjöl- FAXI Blaðstjórn skipa: Jón Tómasson, Hallgr. Th. Björnsson, Valtýr Guðjónsson. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: Guðni Magnússon. Af greiðslumaður: Steindór Pétursson. Auglýsingastj óri: Björn Pétursson. Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vík og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kaup verkamanna í Keflavík og Njarð- víkum í júní 1947. (Vísitalan 311). Almcnn vinna. (Grunnkaup kr. 2,65.) Dagvinna.................... kr. 8,24 Eftirvinna ....................— 12,36 Nætur- og helgidagavinna .. — 16,48 Vinna við loftþrýstitæki og hrærivélar. (Grunnkaup 2,90.) Dagvinna.................... kr. 9,02 Eftirvinna ................... — 13,53 Nætur- og helgidagavinna .. — 18,03 Skipavinna o. fl. Kolavinna, upp- og útskipim á sementi, hleðsla þess í pakk- húsi og afhending þess. (Grunnkaup 2,90.) Dagvinna................... kr. 9,02 Eftirvinna ................. — 13,53 Nætur- og helgidagavinna .. — 18,03 Ónnur upp- og útskipun, fiskaðgerð í salt. (Grunnkaup 2,85.) Dagvinna................... kr. 8,86 Eftirvinna ................ — 13,30 Nætur- og helgidagavinna .. — 17,73 pw* Kauptrygging í hraðfrystihúsum sé unnið á vöktum, er kr. 530,00 á mán. grunnlaun í júní kr. 1648,30. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. breyttar og skemmtilegar, enda fullt hús í bæði skiftin. Að lokum var svo skátadans- leikur um kvöldið. Um engan hefi ég heyrt, sem ekki skemmti sér með ágætum á skáta- skemmtununum.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.