Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 1
SUNDHÖLL KEFLAVÍKUR
Þetta er hin væntanlega Sundliöll Keflavíkur, teiknuð af húsameistara ríkisins. — Fyrsti
áfangi, sem Sundlaugarráð hyggst að ná, er að koma sundlauginni undir þak. Áætlaður
kostnaður til þess er kr. 110.000,00, en til þeirra framkvæmda hefir Sundlaugarráð nú
þegar aflað kr. 24.000,00. Keflvíkingar! Munið sundlaugardaginn!
Um langt skeið var Sundlaug í Keflavík
oskadraumur ungra og djarfhuga Kefl-
víkinga og reyndar allra þeirra er kunnu
að meta sundíþróttina. Nú hafa þessar
óskir ræst, — draumurinn orðið að veru-
leika. Myndarleg sundlaug í Keflavík veit-
ir nú á hverju sumri hundruðum æsku-
manna víðsvegar að af Suðurnesjum skil-
yrði til hollra sundiðkana. Má með sanni
segja, að vel hafi til tekist með þetta menn-
ingarmál, enda hefir sundlaugin orðið til
vegna hins mikla samhugs, sem um hana
hefir skapast ,og fyrir áræði þeirra og
kjark, sem beittu sér fyrir málefninu. Nú
er svo komið, að sundið er lögskipuð náms-
grein í öllum barnaskólum landsins, ber
að fagna þeirri ráðstöfun valdhafanna. En
við skulum Iþá líka vera þess minnug, að
hefði ekkert verið aðhafst í sundlaugar-
málum hér í Keflavík, þar til þcssi lög um
skyldusundnám voru sett, þá hefði nú
orðið mjög torvelt að framkvæma þau,
bæði hér í Keflavík og víðar um
Suðurnes, nema með ærnum tilkostnaði
við flutning barnanna til sundlauga i fjar-
lægum héruðum og dvöl þeirra þar. Ollum
má því ljóst vera, að mikið, þarft og þakk-
arvert starf hefir verið unnið með bygg-
ingu sundlaugarinnar í Keflavík, sem er
sannkölluð heilsulind öllum þeim er hana
stunda.
Þrátt fyrir þetta er tilganginum enn alls
ekki náð. Hér hefir að vísu verið stigið
stórt spor í rétta átt, en lokatakmarkið er
líka stórt: — Sundhöll í Kcflavík, þar
sem hægt sé að starfrækja sundnám og
sundiðkanir allan ársins hring. Þá fyrst
má segja, að vel sé búið að sundíþróttinni
á Suðurnesjum.
1 Keflavík er nú starfandi 5 manna
Sundlaugarnefnd, 3 nefndarmannanna eru
skipaðar af hreppsnefnd Keflavíkur, þeir
Olafur Þorsteinsson, sem er formaður
sundlaugarnefndar, Magnús Þorvaldsson
gjaldkeri hennar og Margeir Jónsson og 2
frá Ungmennafélagi Keflavíkur, þeir Þor-
bergur Friðriksson, sem er ritari og Sigur-
bergur Asbjörnsson. Nefnd þessi sér um
starfrækslu og fjárreiðu sundlaugarinnar
og gerir hreppsnefnd árlega grein fyrir
rekstrinum. Hefir nefndin frá fyrstu tíð
sýnt mikinn og lofsverðan áhuga í störf-
um sínum. Við hlið Sundlaugarnefndar
starfar svo Sundlaugarráð skipað 1 fulltrúa
frá 10 starfandi félögum í Keflavík. Eru
fulltrúar þess kosnir til 1 árs í senn og er
núverandi formaður ráðsins Jón Tómas-
son. Er starfssvið þessa ráðs aðallega að
afla fjár til að byggja yfir sundlaugina og
koma þar upp sólbyrgjum. Hefir nú að
undanförnu 2. í hvítasunnu verið valinn
til að vera fjáröflunardagur sundlaugar-
innar, og þar sem sá dagur nálgast nú
óðum, náði ég tali af báðum formönnun-
um, Olafi og Jóni og spurðist fyrir um
rekstur sundlaugarinnar nú í sumar og
um tilhögun sundlaugardagsins, 2. í livíta-
Frh. á 8. síðu.
sunnu.