Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 3

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 3
F A X I 3 Tómas Tómasson: Eldsumbrot á Reykjanesi margir, sem eru mikils metnir í þjóSfélag- inu. En það eru ekki allir, sem geta stillt víndrykkju í hóf, og áhrifin af fyrsta staupinu, sjást víða, t. d. á flestum opin- berum dansleikjum, sem haldnir eru. Við Keflvíkingar förum ekki varhluta af því böli, sem af drykkjusiðum leiðir, og því hlýtur það að vera hverjum hugsandi manni ljóst, að hér þarf að spyrna við fót- um. Nú vil ég víkja aftur að spurningunni, er ég varpaði fram áðan og lagði foreldr- um í munn: Hvað get ég gert til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt venjist á drykkjuskap, þegar það nálgast fullorð- insárin? Svar mitt verður eitthvað á þessa leið: Smakkaðu aldrei áfengi sjál'fur, því að þér tekst ekki að halda því leyndu til lengdar fyrir barni þínu, ef þú neytir víns, jafnvel þótt það sé í hófi gert, og sért aldrei með það á heimili þínu. Láttu ekkert tækifæri ónotað til að brýna fyir barni þínu, hve áfengi er hættu- legt og siðspillandi, segðu því frá þeim hörmungum, sem af víninu oft á tíðum leiðir og er þar af mörgu að taka: Stór- slys, húsbrunar, uppleyst heimili, svelt- andi konur og börn o. fl. o. fl. Flest börnin í barnaskólanum hér í Keflavík eru í barnastúkunni undir hand- leiðslu hinna ágætustu gæzlumanna, sem hafa unnið ómetanlegt starf í þágu bind- indismálsins hér í þessu þorpi, en því mið- ur hafa þeir stundum átt á bak að sjá mörgum efnilegum og góðum unglingi í klær Bakkusar. Foreldrar, hjálpumst að því að forða sér- hverjum unglingi þessa byggðarlags frá þeim heljar klóm. Standið ekki lengur ut- an við sem hlutlausir áhorfendur í barátt- unni gegn áfenginu. Hvetjið börn ykkar til að halda áfram að vera í stúku, þótt þau slíti barnsskónum, því að aldrei hafa þau meiri þörf fyrir að vera í stúku en einmitt á unglingsárunum. Og látið það ekki vera nóg að hvetja þau til stúkustarf- semi. Gangið sjálf í stúkuna og gefið öðr- um með því fagurt fordæmi. Ekki skalt þú, áheyrandi góður, eiga það á hættu að sitja hjá, því að hver veit, nema það verði augasteinninn þinn, sem fórnað verður á altari Bakkusar, ef þú kannt eitthvað að eiga saman við hann að sælda sjálfur, þótt í smáum stíl sé, eða lætur hann grafa und- an þjóðfélagi okkur óhindrað. Komdu í stúkuna, og hjálpaðu til að koma meiri menningarbrag á skemmt- Niðurlag. Árið 1830 er enn eldur fyrir Reykjanesi með all-miklu vikurgosi. Það var hinn 6. eða 7. mars (aðrir segja 13. mars), að eldsins varð fyrst vart skammt fyrir sunn- an og vestan Eldeyjarboða, og stóð fram í maímánuð. Árið 1879 er gos fyrir Reykjanesi. Dag- ana 30. og 31. maí sáu menn frá Kirkju- vogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geir- fuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi eða á mjög svipuðum slóðum og elds- ins varð vart árið 1830. Næsta hálfan mán- uð, eða fram um miðjan júní, var svo kol- svört þokubræla yfir hafinu, vestur af Reykjanesi, en þokulaust allsstaðar fyrir innan. Rétt áður en þokunni létti varð svo allmikið öskufall á landi og sá þess vel merki á grasi, en eldsins urðu menn ekki varir nema áður nefnda tvo daga; vikur sást heldur enginn og engir jarðskjálftar fundust svo að getið sá, svo að vart hefur gos þetta verið mjög mikið, og þess er aðeins getið ýtarlegar en annarra gosa, þó að meiri munu hafa verið, vegna þess hversu skammt er síðan það var. Árið 1884 í júlí mánuði þóttust ýmsir hafa orðið varir við eldgos úti fyrir Reykja- nesi, en engar nákvæmar né áreiðanlegar fréttir urðu af því og er mjög vafasamt hvort rétt sé hermt. Sumir þóttust jafnvel ‘hafa séð nýja eyju rísa úr djúpinu þann 26. júlí fyrir norðvestan Eldey í um það bil þriggja mílna fjarlægð. Ég hefi nú drepið lauslega á eldsumbrot þau, er sögur og annálar greina frá að verið hafi á Reykjanesskaganum og fyrir vestan hann á hafsbotni, og talið þau upji í réttri tímaröð. Það er hins vegar víst, að mörg hraun á Reykjanesskaganum hafa brunnið síðan á landnámstíð, þó að gos- anna sé hvergi getið og menn viti því ekki með neinni vissu hvaðan þau 'hafa runnið, enda mergð gíganna svo gífurleg, að eðli- legt er, að annálahöfundar og aðrir heim- ildarritarar hafi ruglað þeim saman, er þeir gátu um gos og hraunrennsli í sambandi við þau. En alla leið suður og vestur endi- langan skagann má segja, að sé samfelld röð eldgíga stórra og smárra, og það er ekki laust við, að ennþá sé hiti í sumum þeirra, t. d. sumum upp af Grindavík. Allar eldstöðvarnar á skaganum liggja í nokkurn veginn beinni línu frá norðaustri til suðvesturs, og sömu stefnu hefur eld- stöðvahryggurinn, sem liggur neðan sjávar frá ystu nöf skagans. Þetta er og sama megin eldstöðva línan, sem liggur um þvert landið, og eyjan Jan Mayen, sem er eldbrunnin, liggur á mjög svipaðri línu, langt norður í 'hafi. Þá er skaginn einnig mjög sundur skorinn af gjám og sprungum sem hafa flestar sömu stefnu og gígarað- irnar og eru á svipuðum slóðum. Það er alls ekki óhugsandi, að einhver hinna mörgu gíga á Reykjanesi taki upp á þeim ósköpum að fara að gjósa, áður en langt analífið hér í Keflavík. Æskan er glaðvær Að lokurn vil ég svo segja þetta við og vill skemmta sér, og ekki megnum við né viljum koma í veg fyrir það, en hitt ætt- um við að reyna að sjá um, að þær séu ekki mannskemmandi. Stúkan hefur nú ráðizt í það stórvirki að beita sér fyrir stofnun sjómannaheim- ilis hér í Keflavík. Þessu mannúðar- og menningarmáli verðum við að hrinda í framkvæmd, og mörg fleiri verkefni til heilla fyrir þetta byggðarlag bíða eftir starfi margra ötulla og starfsfúsra huga og handa. „Margar hendur vinna létt verk“, segir máltækið. Sameinumst um það að hrinda þessum verkefnum í fram- kvæmd. ykkur, ungu meyjar og sveinar, sem ekki eruð þegar komin í stúkuna: Gangið í stúkuna sem fyrst. Það er nú þegar orð- inn allstór hópur unglinga í stúkunni. Gerið þann hóp enn stærri. Og ég cndur- tek það, sem ég sagði áðan: Verkefnin eru mörg, sem bíða úrlausnar. Þið munuð hafa gagn og gaman af að leggja hönd á plóg- inn, við hin mörgu og óleystu verkefni, sem bíða stúkunnar Víkur í Keflavík. Sameinumst öll í markvissu starfi til heill a og blessunar fyrir land og lýð. Hermann Eiríksson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.