Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 2

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 2
2 F A X I HERMANN EIRÍKSSON: Hvað get ég gert? (Erindi þetta var flutt á bind- indismálafundi sem haldinn var í Ungmennafélagshúsinu í Kefla- vik sunnudaginn 21. mars síðast- liðinn, á vegum Umdæmisstúk- unnar nr. 1 og stúkunnar Víkur í Keflavík. Og hefur ritstjórn Faxa fengið leyfi til að birta það.) Um áfengi og áfengisnautn er nú mikið rætt og ritað, og skoðanir manna eru mjög skiptar á því máli, eins og oft vill verða. Sumir vilja, að áfengisverzlun í landinu sé öllum frjáls, og útsölustaðirnir sem flest- ir, og þeir halda því fram, að það muni draga úr neyzlu áfengis í landinu. Aðrir, og þar á meðal flestir templarar, vilja koma á lögum um algert áfengisbann í landinu, og að við því liggi þungar sektir að smygla því inn í landið eða brugga það í landinu sjálfu. Þctta telja sumir allt of mikil höft á frjálsræði manna. En þar sem það er nú margsannað, að fjölmargir sjúkdómar, margs konar glæpir og önnur lögbrot stafa beinlínis eða óbeinlínis af völdum áfengis, ætti öllum hugsandi mönnum að vera það ljóst, að slík höft eru sjálfsögð. Ollum finnst sjálfsagt, að reynt sé að koma í veg fyrir sjúkdóma með því að finna sótt- kveikjuna eða það, sem sjúkdómnum veld- ur, og fjarlægja það. Þá ætti ekki síður að vcra sjálfsagt að banna innflutning á ein- um mesta bölvaldi heimsins, áfenginu. En á meðan okkur templurum tekst ekki að koma á áfengisbanni, viljum við vinna að því að draga sem mest úr áfengisneyzl- unni í landinu og óskum að fá sem flesta í lið með okkur. Sjaldan eða aldrei hefur meira verið drukkið hér á landi en nú, og það sorgleg- asta er, hve margir unglingar, bæði dreng- ir og stúlkur, ganga Bakkusi á hönd. Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni allra uppalenda og þá sérstaklega foreldranna. Það er þetta atriði, sem ég vil minnast lítil- lega á hér. Hvað get ég gert til þess að koma í veg fyrir, að barnið mitt venjist á drykkjuskap? Þessi spurning hlýtur að vakna hjá öll- um hugsandi foreldrum, því að ekki er sá maður til, sem vill að drengurinn sinn verði drykkjumaður eða dóttir sín verði drykkjudrós, þegar þau nálgast fullorð- insárin. En því miður verðum við að við- urkenna það, að stundum eru það foreldr- arnir ,sem óbeinlínis og óafvitandi verða valdir að því, að illa fer. Og áður en ég leitast við að svara spurningunni, langar mig til að draga upp mynd af því, hvernig hinir mestu hófsemdarmenn geta — auð- vitað í hugsunarleysi — steypt ungum manni í glötun. Ég get vart hugsað mér meira áfall fyrir foreldra en það, er þeir komast að raun um, að drengurinn þeirra er orðinn for- fallinn drykkjumaður. Drengurinn, sem svo bjartar vonir voru tengdar við. Dreng- urinn, sem móðirin hafði vakað yfir marga nótt, þegar hann var lasinn eða óvær. Drengurinn, sem faðirinn hafði dáðst að og vildi allt gera fyrir. Og árin líða. Drengurinn stækkar. Hann verður stór og efnilegur og er vel gefinn. Það líður að fermingardeginum. Veizla er haldin á þessum merkisdegi í lifi drengs- ins. Þangað er vinum og venzlafólki boð- ið. Sumum þykir gott að fá sér í staupinu, og foreldrar drengsins vilja vera gestrisnir. Þeim þykir líka gott að smakka það í hópi góðra vina. Þarna eru engir ofdrykkju- menn, og allt fer friðsamlega fram. Menn eru aðeins góðglaðir eins og sagt er. Dreng- urinn fylgist með því, sem gerist. Allir eru kátir og glaðir, segja skrítlur og „brand- ara“, dansa og syngja. Enginn hugsar um þau áhrif, sem þetta kann að hafa á unga og ómótaða sál. Og drengurinn fer að hugsa um það, sem hann heyrir og sér: „Nú, menn verða þá svona, þegar þeir smakka áfengi. Sko pabba. Svona hef ég aldrei séð hann kátan og fjörugan. Svona eiga menn auðvitað að drekka. Ekki eins og drykkjurónarnir, sem ég hef stundum séð veltast á götun- um. Og sjá Pétur frænda, sem er formaður knattspyrnufélagsins. Nú er hann að halda ræðu. Hann er orðinn góðglaður. Svona skemmtilega ræðu hefur hann aldrei hald- ið á fundum í félaginu. Svona skemmti- legir verða menn auðvitað, þegar þeir hafa smakkað vín. Þá er hann Símon ekki leiðinlegur, skrif- stofustjórinn sjálfur, sem kom í fína bíln- um, sem er þarna úti, spegilfagur og gljá- andi. Nú skelli’hlæja þær mamma og frænka að Símoni. Hann er víst að segja þeim „brandara“. Á þetta friðsamlega og skemmtilega sam- kvæmi horfir drengurinn með aðdáun og tekur þátt í gleðskapnum. Ekki smakkar hann þó á víninu. Hann er líka í barna- stúkunni. En hann fer að draga það í efa, að það sé satt, sem gæzlumaðurinn í stúk- unni hefur svo oft sagt, að það sé hættu- legt að drekka áfengi. Ef menn hafa það bara eins og pa'bbi hans og frændur, menn- irnir, sem hann virðir mest allra, þá hafa menn ekkert illt af og verða sér ekki til skammar, þótt þeir smakki vín. Þannig ætlar hann að hafa það, þegar hann er orðinn stór. Árin l.’ða. Hugur drengsins hneigist að sjómennsku. Hann fer í stýrimannaskól- ann. Hann fer á skemmtanir með félög- um sínum, og smakkar þá stundum á'fengi. Hann ætlar sér þó ekki að verða drukkinn, enda hafa foreldrar hans varað hann við því. En hann á ekki eins hægt með að gæta hófs eins og pabbi hans og frændur. Hann drekkur stundum meira en góðu hófi gegnir. Hann fer að slá slöku við námið og fellur á prófinu. Þetta áfall tekur hann nærri sér, og drykkjuskapurinn eykst, þrátt fyrir ávítur og umtölur foreldra hans og vina. Hann segir þeim, hvernig á því sóð, að hann fór að drekka. Hann langaði til að fylgjast með hinum fullorðnu. Nú sáu foreldrar hans, að þau höfðu hagað sér óskynsamlega. En það var um seinan. Drengurinn þeirra var orðinn hálf- gerður aumingi, og það sem gerir jrað enn sárara fyrir þau, er það, að þau geta sjálf- um sér um kennt. Nú segið þið ef til vill, áheyrendur góðir, að þetta sé tilbúningur og hann nokkuð öfgakenndur. Að sumu leyti er þetta tilbúningur, en atburðir svipaðir þessum eru að gerast alll í kring um okkur. 1 hverju þorpi og hverj- um kaupstað á landi 'hér gerast atburðir svipaðs eðlis. Enginn, sem byrjar að neyta víns, ætlar sér að verða drykkjumaður, heldur aðeins að smakka það. Hann veit, að svo gera

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.