Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 8

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 8
8 F A X I Vinur vor, Stímabrak Strand, spyr oss, hvernig hann eigi að fara að því að afsetja húseign sína, Strandgötu 99. Þrælvandað hús, Strandgötuhúsið, segir hann, með áföstu þaki, allmörgum veggjum og þurrklofti niðri í kjallara. Skúrinn inni. Svo er slangur af gluggum með rúllubúkki. Eigninni geta enn- fremur fylgt hægðaraukavélar, svo sem: Sláttuvél, Prjónavél, Rakvél, og — Sígarettu- vél í öllu Lökkístræk leysinu. Jæja, Strand minn, svo þú vilt ólmur selja. Reyndu að ráðfæra þig við Helga eða Danival. Bréf frá Vellríki. „Eðalborni signor, Skrif- finnur, Af hverju breikkar Ragnar ekki Suð- urgötuna eins og samþykkt var víst einu sinni á hreppsnefndarfundi í tíð Valdimars, þess er fluttist til Drápuhlíðar. Svar óskast, yðar einlægur, Vellrikur Eiríksson við Suðurgötu". Af helgum ritum má ráða, að auðveldara sé úlfalda með kryppu upp úr bakinu að kom- ast gegnum venjulegt soppunálarauga úr Þorsteinsbúð heldur en ríkum manni, að kom- ast inn í himnaríki. Vér leggjum því ein- dregið til ,að Suðurgatan verði mjókkuð til muna, svo að ríkismenn hennar fái æfingu í þrengslum og þrengingum áður en áminnstar prófraunir hefjast. Samtal í samþjöppuðu formi. Bárður: — Páll ætlar barasta að fara að fara! Gvendur: — Hann fer víst úr stöðu sinni, þótt Valdimar kæmi, — Bárður: — í Kádillijáki— Gvendur: að kjósa í hreppsnefndinni. (Hér tekur Bárður upp baukinn og skekur baukinn. Og smálest í nefið tekur). Bárður: — Já, veröldin er eitt valdastríð. Gvendur: — Og Valdimar býr í Drápuhlíð. Bliki Ósskers bjó til prentunar. Dýpri helmingur íshússtjarnar vorrar er ekki lengur fullur með Hvalfjarðarsíld og dollara- lykt svo sem í vetur var, heldur tómur og — tappalaus eins og fyrri daginn. Ilminn af dreggjunum leggur þó enn fyrir vit þeirra, er um Vatnsnestorgið fara til þess að ná sér í eintak af Eldey. Ætti Ferðaskrifstofa ríkisins að gangast fyrir hópferðum á torgið, nú í vor- hitunum. Einnig mætti smala flugvöllinn OKKAR, það sæla sauðbeitarland, og sjá, hvort ekki fyrirfindist dollaraprins í hjörð- inni, hver hefði áhuga á að kaupa íslenzkt parfume. Að sjálfsögðu hefur heilbrigðisnefnd pláss- ins forgöngu um málið, reisir PARFUME-hlið og heldur stálþráðsræður. Bittcnú! Ilefur ekki Geirfuglinn yfirgefið Reykjanesið og náð landi hjá Eldey, — eins og sagt var fyrir í pistlum várum. Góður SUNDHÖLL KEFLAVÍKUR (framhald af hls. 1). — Hvað segir þú, Olafur, um rekstur sundlaugarinnar í sumar? — Sundlaugin var opnuð í byrjun maí, en þennan mánuð er hún næstum eingöngu starfrækt fyrir skólabörn víðsvegar frá af Suðurnesjum. Þó verða í þessum mánuði 1—2 tímar á degi 'hverjum ætlaðir fyrir almenning. — Hver verður sundkennari? — Sundkennari er ráðinn Hafsteinn Cþiðmundsson, íþróttakennari, mun hann kenna út maím'ánuð, en eftir þann tíma verður kennsla fyrir almenning 3 stundir á dag og annast þá kennslu Arinbjörn Þorvarðarson, sundkennari. — Hve lengi verður laugin opin dag- lega? — Hún verður opin frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. og að undanskildum þessum kennslutímum verður hún opin fyrir al- menning á þessum tíma, en nánari til- högun varðandi kennsluna verður aug- lýst síðar. — Hvað segir þú mér um kennslu- gjald og aðgangseyri, hækkar það frá því í fyrra? — Nei, við hugsum okkur að það hald- ist óbreytt. — Hverjir starfa við sundlaugina í sum- ar auk sundkennarans? — Sefán Hallsson kennari er ráðinn um- sjónarmaður laugarinnar og frk. Guð- björg Þórhallsdóttir verður baðviirður. — Hvernig er laugin hituð upp? — Sundlaugarvatnið gengur í gegn um stóran miðstöðvarketil, sem er olíukyntur. A nætúrnar er laugarvatninu haldið við með rafmagni. — Hvernig er vatnið í lauginni hreins- að? — Á leið sinni frá katlinum fer vatnið sundfugl, geirfuglinn, áður en hann varð al- dauða. Minnisvcrð tíðindi. Auglýstur hefur verið aðalfundur í Utgerðarfélagi Keflavíkur. Bálrciður bílstjóri hefur sent oss vélritað skammarbréf, sem eftir villunum að dæma er pikkað með einum putta, ef ekki krepptum hnefa. En hvað um það, vér munum birta glefsur úr barsmíðum bílstjórans í næsta blaði. Verst, ef hann hefur eyðilagt vesalings aumingja ritvélina. Skriffinnur. í gegn um hreinsitæki, sem cru sérstaklega til þess gcrð að hreinsa vatn í sundlaugum og er vatnið því í stöðugri hreinsun. Margt fleira vildi formaður sundlaug- arnefndar, Olafur Þorsteinsson sjálfsagt viljað segja um starfsemi laugarinnar í sumar, ef til þcss væri tími og tækifæri, en okkar afmarkaða rúm í Faxa er þrotið, svo þetta verður að nægja. Sný ég mér þá að formanni Sundlaugarráðs, Jóni Tómassyni, er situr gegnt mér og tek að spyrja hann um væntanlega tilhögun sundlaugardagsins. — Hvernig starfar Sundlaugarráð? — Tvö undanfarin ár hefir ráðið í góðri samvinnu við Sundlaugarnefnd staðið fyrir hátíðahöldum á svokölluðum Sundlaugar- degi, sem er 2. í hvítasunnu. Þessi dagur hcfur verið valinn til hátiðahalda í fjár- öflunarskini til að byggja yfir Sundlaug- ina og til að koma þar upp nauðsynlegum sólbyrgjum. — Hvernig hafa þessar skemmtanir heppnast? — Þær hafa heppnast mjög vel, hafa verið fjölsóttar og merki sundlaugardags- ins selst ágætlega, svo að Lekjur af þessum skemmtunum hafa verið prýðilegar, og lýsir þetta, að mínu áliti, eindregnum á- huga almennings fyrir áframhaldandi framkvæmdum við byggingu laugarinn- ar, sem er óskabarn allra Keflvíkinga. Er það eindregin ósk okkar, að 2. í hvíta- sunnu, — Sundlaugardagurinn, — megi enn verða almenningi til ánægju og færa okkur nær markinu í fjárhagslegum skiln- ingi, því að enn þá vantar mikið fé til þess að hin glæsta hugsjón, — Sundhöll Kefla- víkur — verði að veruleika. Þannig farast þessum mætu mönnum orð, og finnst mér þar kenna þess eldlega áhuga, sem einkennir æskuna og störf hcnnar, finni hún verkefni við sitt hæfi og scr að skapi. Og 'þó segja megi að hvorki Olafur Þorsteinsson né Jón Tómasson séu lengur æskumenn í þess orðs þrengstu merkingu, þá geta þeir þó um leið og þeir veita sundlaugarhugsjón æskunnar braut- argengi, glatt sig við boðskapinn, sem felst í orðum skáldsins: — Ef æskan vill rétla þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi. SundhöII í Keflavík er óskadraumur æskunnar hér og við skulum öll, ung og gömul, stuðla að því, með þátttöku okkar f hátíðahöldunum á annan í hvíta- sunnu, að sá óskadraumur æskunnar megi fljótlega rætast. H. Th. B.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.