Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 5

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 5
F A X I 5 Frá skólunum Faxi birti hér eins og að undanförnu nokkrar helztu niðurstöðutölur frá barna- skólunum á Suðurnesjum, 'þeim sem til náðist og lokið hafa störfum. Prófum í Grindavíkurskóla er enn ekki lokið, svo þaðan var enga skýrslu hægt að fá nú, en verður þá væntanlega birt í næsta blaði. Þar var á s. 1. hausti tekinn í notkun nýr og myndarlegur barnaskóli, búinn nýjum kennslutækjum og nauðsynlegum þægind- um. Er þetta nýja skólahús Grindavík og þeim er að því hafa unnið til sóma. Elefir skólastjórinn Einar Einarsson, góðfúslega dregist á að láta Faxa í té mynd af skól- anum og fréttir af byggingarframkvæmd- unum og skólastarfinu í hinu nýja og veg- lega húsi. Ætti slíkt að geta orðið gagnlegt og lærdómsríkt þeim, sem enn þá ganga með skólahúsbyggingarhugsjónina í koll- inum. H. Th. B. Barnaskólanum í Keflavík var slitið föstudaginn 30. apríl að loknu prófi í 3., 4., 5., 6. og 7. bekkjum skólans auk unglingadeildar. Vorskólinn fyrir 3 yngstu aldursllokkana hófst 1. maí og starfar út maímánuð. 1 skólanum voru 252 börn í vetur í 11 deildum og auk þess 16 í unglingadeild eða alls 268 nemendur. Kennarar voru 6 auk skólastjóra og leikfimikennara, sem einnig kenndi leikfimi í Garði og Sand- gerði. Fullnaðarprófi luku 27 börn. Hæstu einkunn hlaut Olafía Sigríður Einars- dóttir, 9,14 Annar var Ingiber M. Olafs- son, 9,09. Börnin í 6. bekk, flest 12 ára, gengu undir barnapróf og náðu öll prófi. Hæstu einkunn hlutu þau Guðmundur Páll Jóns- son og Erlendsína Sigurjónsdóttir, 9,20 cn næstur var Kristján Karl Guðjónsson með 9,05. I 5. 'bekk voru efstar Svanhildur Sigur- geirsdóttir mcð 9,09 og Þóra Erlendsdóttir með 8,50. I 4. bekk A voru þau efst Kristbjörg Olafsdóttir mcð 8,41 og Kristján Þórðar- son með 7,54 og í 4. bekk B Dagbjartur Stígsson með 7,82 og Bergþóra G. Berg- steinsdóttir með 7,58. I 3. bekk A voru efstir Margeir Sigur- björnsson með 8,24 og Heiðar Þór Hall- grímsson með 8,14 og í 3. bekk B Jóhanna Ó. Sigurðardóttir með 6,30 og Karl S. Gíslason með 6,07. 1 unglingadeild var Eyjólfur Þór Jóns- son efstur með 9,15 og næstur var Theodór Þorvaldsson með 7,40. Rótaryklúbbur Keflavíkur veitti einum nemanda í hverjum bekk verðlaun (Sbr. grein, er birtist í febrúarblaði Faxa þ. a.). Verðlaunin hlaut undantekningalaust sá nemandi, sem hafði hæsta aðaleinkunn í hverjum bekk og hafa þeir allir vtrið nefndir hér að framan. Auk þess fékk Heiðar Þór Hallgríms- son verðlaun frá kennara sínum fyrir góða frammistöðu. Verðlaunin voru góðar og vel valdar bækur, veitendum til sóma og þeim, sem hlutu þau til mikillar ánægju. Þá voru ein verðlaun veitt úr verðlauna- sjóði skólans fyrir mestu framför í lands- prófsgreinunum lestri, réttritun og reikn- ingi, miðað við vorpróf í fyrra. Verðlaun þessi hlaut Ingiberg H. Egilsson í 7. bekk. Sundnámskeið stendur nú yfir fyrir börn, sem verða 11 ára á þessu ári og eldri börn, sem ekki hafa lokið tilskyldu sundprófi. Verður námskeiðið út maímán- uð og er ókeypis fyrir börn á áðurnefnd- um aldri. Hermann Eiríksson. Barnaskólinn í Sandgerði lauk störfum 30. apríl s. 1. að afstöðnum prófum allra dcilda skólans. Sýning á handavinnu og teikningum skólabarna var sunnudaginn 25. apríl. Um 70 börn sóttu skólann s. 1. skólaár og luku 13 ára börnin, 7 að tölu, fullnað- arprófi. Hæstu einkunn við fullnaðarpróf hlaut Guðrún Guðmundsdóttir, 8,7, en hæstu vorprófseinkunn, 8,9, hlaut Guð- laug Gísladóttir. Hafsteinn Guðmundsson, leikfiinikenn- ari, kenndi leikfimi í vetur í Sandgerði, Keflavík og í Garðinum. Mun það vera í fyrsta skiptið hér á landi að svo margir barnaskólar hafa haft fastan sameiginleg- an kennara í sérgrein. Og þar sem þetta fyrirkomulag hefur gefist vel, þyrfti að athugast, hvort ekki er unnt að hafa sam- vinnu þessara og annara skóla í fleiri sér- greinum. Á það að vera tiltölulega auð- velt hér á norðan- og vestanverðum Reykjanesskaga og annars staðar þar, sem samgöngur eru jafngóðar. Handavinnu stúlkna kenndi í vetur Ingibjörg Einars- dóttir, en Magnús Pálsson kenndi söng. Vorskólinn hófst 3. maí og eru 35 börn í honum. Barnaskólanum í Gerðum var slitið 2. maí að aflokinni handavinnu- og leikfimi- sýningu. I barnaskólanum voru á þessum vetri 84 börn, sem skiptust í 5 bekkja- deildir. Þá voru ennfremur 12 nemendur í framhaldsskóla. Hæstu einkunn í fram- haldsskólanum, 9,30, hlaut Agústa Sig- urðardóttir Rafnkelsstöðum. Hæstu eink- unn í 5. bekk barnaskólans, 9,54, hlaut Hulda Jónsdóttir Meiðastöðum. I 4. bekk hlaut hæstu einkunn, 8,96, Guðrún Alda Kristinsdóttir, Gerðum. Hæstu einkunn í 3. bekk, 7,89, hlaut Unnur Geirmundsdótt- ir Bræðraborg. I 2. bekk varð hlulskörpust Björg Björnsdóttir, Gerðum, með einkunn- ina 7,70, og í 1. bekk hlaut hæsta einkunn, 5,40, Sigríður Þorsteinsdóttir, Reynistað. Rótarýklúbbur Kelfavíkur veitti hæsta nemanda í 'hverjum bekk skólans verð- laun, sem voru góðar og vel valdar bækur. Kann skólinn klúbbnum þakkir fyrir verð- launagjafirnar. Barnaskólanum í Höfnum var slitið 4. maí s. 1. 1 skólanum voru að þessu sinni 17 skólaskyld börn og 1 utan skólaskyldu- aldurs. 1 skólaskylt barn sótti ekki skól- ann en naut tilsagnar í heimahúsum. Hæstu einkunn hlaut 1 af 4 fullnaðar- prófsbörnum, var það Guðjón Jósep Borg- arson, sem fekk einkunina 9,64. Onnur 2 fengu einkunn fyrir ofan 9. Jón Jónsson, sem um langt skeið hefir verið skólastjóri og kennari við barna* skólann, lét af störfum s. 1. haust. Hefir hann alla tíð gegnt kennarastarfinu með frá'bærri samviskuscmi og dugnaði, enda hefir honum, að dómi kunnugra, farist starfið vel úr hendi og notið mikilla vin- sælda.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.