Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1949, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1949, Blaðsíða 4
4 F A X I deildum, þar af voru 2 unglingadeildir með 56 börnum. Til samanburðar skal þess.getið, að í fyrra voru börnin 267, þar af voru 16 í unglingadeild. A þessu má sjá, að börnunum fjölgar ört, og eru horf- ur á, að á næsta vetri verði börnin nok'kuð á 4. 'hundrað í 13 deildum, þótt nokkrum börnum á .15. ári verði ef til vill veitt und- artþága fná skólaskyldu, sbr. tilkynningu, sem skólanefnd sendi foreldrum þessara ■barna 8. maí s. 1. og birt er á öðrum stað í blaðinu. Það verður miklum örðugleikum bund- ið, að koma þcssum miikla fjölda fyrir í þeim húsakynnum, sem skólinn hefur til umráða og eru fyrir löngu orðin ófull- nægjandi, svo ekki sé meira sagt. Væntan- lega verður mikið kapp lagt á að koma htnni nýju skólabyggingu upp sem allra fyrst, enda þo'lir það enga ’bið, ef Kefla- vík á ekki að dragast langt aftur úr flest- um öðrum byggðarlögum í því að full- nægja þeirri 'höfuðskyldu að sjá börnum sínum fyrir löglxiðinni fræðslu. Sundnámskeið stendur nú yifir í sund- lauginni 'hér fyrir börn úr 4. bekk barna- skólans og eldri, sem ekki hafa lokið sund- prófi. Börn, sem voru í 5. bekk í vetur taka væntanlega barnapróf á næsta vori, og þurfa þau því að ljúka sundprófi nú í vor, því að annars fú þau ekki barnaprófs- skírteini sín við skólaslit næsta vor. Sundnámskeið sem þetta hafa farið fram á 'hverju vori nú í nokkur ár, og það hefur viljað við brenna, að börn, sem hafa verið boðuð á þessi námskeið, hafa ekki komið, sökum þess að þau hafa verið send í sveit strax að skóla loknum. Það er auð- vítað mjög æskilegt, að börnin dvelji í sveit yfir sumarmánuðina, en ég tel það mjög vanhugsað að senda þau þangað, fyrr en þau hafa lokið sínu sundnámi á hverju vori. Sundið er 'holl, skemmtileg og nytsöm íþrótt, og það er æskilegast, að börnin læri að synda sem fyrst, því ekki er gott að segja, hvenær þau þurfa á sund- kunnáttu að halda til að bjarga sér eða öðrum frá drukknun. Það ætti því ekki að þurfa að beita refsiákvæðum laga til að fá foreldra til að sjá svo um, að börn þeirra læri að synda á þeim tíma, sem ætlast er til, að þau geri það. En þótt ótrúleg sé, þá eru nokkrir unglingar hér í Keflavík, som 'hafa ekki enn lokið sundprófi, og 'hafa því ek'ki lókið sínu skyldunámi, þrátt fyrir margítrekaðar áminningar. Ég vil nú hér með skora á þessa unglinga, að ljúka sundprófi sem állra fyrst, jaifnvel þó þeir þurii að taka sér frí frá störfum um stundarsakir til þess að læra. Það er langt frá því, að það þurfi að eggja öll börnin til þess að læra að synda. Yfirleitt stunda þau sundnámið af kappi og sum vilja fá að fara í laugina tvisvar og jafnvel þrisvar á dag. Hermann Eiríksson. Barnaskólinn í Grindavík. I skólanum voru 60 börn í vetur, en auk þeirra voru 13 börn í yngri deild unglingaskólans. Nemendum var skipt í fjórar deildir og höfðu a'llar deildir jafnlangan kennslu- tíma, 8 mán. Prófi 12 ára barna, þ. e. barnaprófi luku 12 nemendur. Hæstu einkunn sem var 8,1 hlaut Gróa Engilbertsdóttir Arnar- hvoli. Þrettán ára börn, sem iuhu barna- prófi s. 1. vor tóku nú árspróf upp í 2. bekk unglingaskólans. Eiga þau eftir einn vetur í skóla þar til skyldunámi þeirra lýkur. Hæstu einkunn í þessari deild hlauL Eiríkur Alexandersson frá Sjávarhólum, fékk 9 í aðaleinkunn. Fékk hann því fyrstu verðlaun úr Sæmundarsjóði. Önnur verðlaun úr sjóðnum h'laut Rafn- ar A. Sigurðsson frá Grund, fekk hann í aðáleinkunn 8,3. Dr. Bjarni heitinn Sæmundsson frá Járn- gerðarstöðum stofnaði Sæmundarsjóð til minningar um föður sinn og ákvað, að ár hvert skyidu tvenn verðlaun veitt úr sjóðnum til þeirra tveggja fullnaðarprófs- barna, sem hæst próf tækju við Barna- skóla Grindavíkur. En verðlaunin eru kr. 10,00 i peningum og heiðursskjal undir- ritað af skólanefnd. Eins og að undanförnu veitti Kvenfélag firindavíkur ein verðlaun fyrir ‘beztu handavinnu fullnaðarprófstelpna, er það fingurbjörg úr silfri. Verðlaunin hlaut nú Valgerður Jóns- dóttir frá Einlandi með 9,2 í handavinnu. Drengjum var nú í vetur einnig kennd handavinna og er það í fyrsta skipti, sem allir nemendur skólans njóta kennslu í þeirri grein. Yngstu nemendunum, bæði drengjum og telpum var kennt smávegis föndur, en þeim elztu saum, prjón og smíðar. Söngkennsla og leikfimi fór einnig fram samkvæmt námskrá. Fyrsta sumardag héldu skólabörnin skemmtun fyrir álmenning, sýndu leik- •ritið „Börn Fjallkonunnar" eftir Svein Gunnlaugsson. Skemmtu einnig með upp- iestri, söng o. fl. Skemmtunin var einu sinni endurtekin og gerður góður rómur að. Sú breyting varð á kennaraliði skólans, að í stað Sigrúnar Guðmundsdóttur sem varð að láta af störfum s. I. haust vegna veikinda, 'kenndi Asrún Kristmundsdóttir frá Haga á Barðaströnd. Sr. Jón Á. Sigurðsson kenndi dönsku í unglingadei'ld. Skólanum var slitið 14. maí og lauk þar með fyrsta kennsluárinu, sem hægt var að byrja og enda kennslu á réttum tíma í hinum nýja barnaskóla. Einar Kr. Einarsson. Barnaskólinn í Höfnum. I vetur voru í skólanum 16 börn í tveim- ur deildum. Ur eldri deild útskrifuðust 3 fullnaðarprófsbörn og hlutu þau einkunn- ir þannig: Eldey Vilhjálmsdóttir, Merkinesi, 9,4. Garðar Már Vilhjálmsson 9,1. Svavar Þorsteinsson 9. Kennari skólans var i vetur eins og í fyrra fr. Þórhildur Valdimarsdóttir, og var kennt í ná'lega 614 mánuð. (Fyrrverandi skólastj., Jón Jónsson, gaf þessar upplýsingar, þar sem ekki náðist til kennarans). Barnaskóli Voga og Vatnsleysustrandar. Skólinn starfaði í 2 deildum með 28 nemendum. I eldri deildinni voru 13 börn en 15 í þeirri yngri. Tvö efstu börnin við skólann, sitt úr 'hvorri dei'ld, voru þau Kristján Sæmundsson, sem tók fullnaðar- próf ,en vantar enn sundprófið. Hlaut hann einkunnina 9,1, og Þórdís Sigurjóns- dóttir úr yngri deild, 9 ára með 7 í aðal- einkunn. Kennarar við skólann voru þeir sömu og í fyrra, þau Viktoría Guðmundsdóttir, sem er skólastjóri og Jón H. Kristjánsson kennari. Heilsufar var sæmilegt í vetur, en það sem hamlaði skólastarfinu mest var hið erfiða tíðarfar, því vegna staðhátta, er börnunum ekið í bíl daglega að og frá skóla og annast Jón kennari þá flutninga á skólatímanum, en í vetur var þetta starf miklum erfiðleikum bundið, vegna ku'lda og snjóa. (Ungfrú Ingibjörg Erlendsdóttir, kenn- ari, sem var prófdómari við skólann í vor,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.