Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1949, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1949, Blaðsíða 14
14 F A X I Stúkan Vík Strúkan Vík hélt síðasta fund sinn á þessu vori mánudaginn 23. maí. Starf stúk- unnar hefir verið fjörugt og fjölþætt í vetur, þó að fundarsó'kn hafi stundum verið minni en æskilegt væri. Helzta verkefni stúkunnar auk bind-’ indismálsins 'hefir verið að a'fla fjár til Sjómannastoifusjóðsins. Eru nú komnar í þann sjóð rúml. 30 þús. kr. Munar þar mest um ágóða af leiksýningum á Leyni- mel 13. Agóðinn varð alls rúm 20 þús. kr. Þar af voru lagðar í sérstakan sjóð til efl- ingar leikstarfsemi stúkunnar rúmar 5 þús. kr. eða !4 hluti, en rúmar 15 þús. í Sjómannastofusjóðinn. Leiknefnd stúk- unnar hefir ynnt af höndum mikið þrek- virki með því að koma þessurn sjónieik upp, og leikendur hafa lagt á sig mikið erfiði og tímafórnir, sem ástæða er til að Mánaðarritið Faxi Þið 'hafið starfað mörgum meir, markið hitt án vafa. Af verkum sínum vaxa þeir, sem vinnufriðinn hafa. Nú er hugsun heldur breytt, happatökin vaxa. Liðna tímans lögum eytt, lítið bara í „Faxa“. Hann kom með nýjar kenningar, hvergi málum blandað. „Faxi“ er málgagn menningar, mjög er til hans vandað. Ómennskunnar eyðist él, auðnulindir vaxa. Menningunni miðar vel, munið að kaupa „Faxa“. Þeir, sem troða leiðir lands, lágt við setubýlið, vinir mínir vitjið hans í Verkamannaskýlið. Hannes Jónsson. frá Spákonufelli. þakka, og þá ekki síst utanfélagsmönnun- um Þórði Jónssyni og Ólafi Eggertssyni, sem unnu að þessu af miklum áhuga og ósérplægni. Má segja að Þórður hafi verið óþreytandi að vinna að þessu, og starfið hafi að verulegu leyti ihvílt á honum. Einn- ig má nefna af utanfélagsmönnum Helga S. Jónsson og Eyjólf Guðjónsson, sem að- stoðuðu við leiksýningarnar vel og drengi- lega. Sýnir þetta átak leiknefridar, að vel er hægt að halda hér uppi leikstarfsemi með góðum árangri ef réttilega er að far- ið. Formaður leiknefndar er æðsti templar stúkunnar Jón Tómasson, sem er eldheit- ur hugsjónamaður og óþreytandi í starfi. Aðrar tekjur Sjómannastofusjóðsins hafa aðallega verið af skemmtifundum stúk- unnar, sem eru þriðja' hvern fund. Enn- fremur af hlutaveltum o. fl. Slysavarnaifélagið hefir heitið 1000 kr. bókagjö'f til sjómannastofunnar og kvenn- félagið hefur heitið 1000 kr. gjöf. Þá hafa nökkrir einstaklingar gefið sjóðnum gjafir. Ahugi er mikill fyrir því að flýta fyrir að hugsjónin um sjómannastofu verði að veruleika, og hefir stúkan því ákveðið að stofna til 'happdrættis til ágóða fyrir sjóð- inn. Hefir verið sótt um innflutningsleyfi fyrir heimilisvélum í þessu skyni. Stúkan hefir haldið 22 fundi í vetur auk skemmtifundanna, og auk þess farið í heimsóknir til annarra stúkna, og verið heimsótt af öðrum stúkum. Einkum hef- ir tekist gott samstarf við st. Framför í Garði og st. Daníelsher í Hafnarfirði. Innan stúkunnar starfar ferðanefnd, og efnir hún stundum til ferða í leikhúsið í Reýkjavík og annarra skemmtiferða á sumrin. I sumar er ákveðið að hafa einn skemmtifund í mánuði og auk þess efna til einhverra skemmtiferða. Þá er ákveðið að 'byrja í 'haust á að gefa út skrifað blað innan stúkunnar. Er þess að vænta að starfiö verði ekki síður fjörugt á næsta vetri. G. M. Meöal annarra skipa sem hér hafa verið síðasta mánuð má nefna Reykjafoss, sem tók hér fiskimjöl frá Fiski- mjölsverksmiðjunni í Innri-Njarðvík og Fisk- iðjunni í Keflavík. Bauta kom með sement til Landshafnarinnar og Timburverzlunar Jóhanns Guðnasonar, Keflavík. Katla tók 9391 pakka af óverkuðum saltfiski og mun það hafa verið frá öllum verstöðvum Skag- ans. Þá hefur Þyrill verið hér að vanda með olíur og benzín. Um Keflvískan sjómann Feitan þorskinn flakarðu, fénu saman rakarðu. Hér í konu kra'karðu. K'lónni á ei slakarðu. Laingan kuta kveturðu, 'konu clskað geCurðu, ungar meyjar meturðu, marga récti éturðu. Hreina kosti hefurðu, höfðingilega gefurðu, syndgar ei þá sdfurðu. Seint þi'tt pundið grefurðu. Hetju magnast móðurinn, mangan ferðu róðurinn. Sértu gætinn góðurinn gildnar nokkuð sjóðurinn. Biltist þú á bárunum, bleyttur Ægis tárunum. Eidist þó með árunum unz það sést á hárunum. Ágúst L. Pétursson. Leiðrétting. í greinni Hauður og haf eftir sr. Valdimar J. Eylands, sem birtist í seinasta tbl. Faxa, þar sem tekinn er upp hluti af kvæðinu Suður- nesjamenn, hafa við prentunina brenglast nokkrar ljóðlínur, sem lesendur eru beðnir að afsaka. Þannig er þessi kvæðishluti réttur: „Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Ekki er að spauga með þá útnesjamenn. Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar, ekki nema ofurmennum ætlandi var. Sagt hefir það verið um Suðurnesjamenn: „Fast þeir sóttu sjóinn, og sækja hann enn“. Meðal laganna var þula Olínu Andrésdótt- ur með lagi Sigurðar Agústssonar, en ekki Sigvalda Kaldalóns, eins og stóð í seinasta tbl. Faxa. H. Th. B. Fá dæmi munu vera fyrir því að snjóað hafi hér í maílok, í tíð núlifandi manna. En aðfaranótt þess 28. maí snjóaði svo mikið, að jörð varð alhvít og mikið var liðið á sólbjartan dagínn er snjórinn var horfinn úr hlíðum Þorbjarn- ar og Svartsengis. Erfiðlega hefur því blásið fyrir þeim er hafa viljað gera görðum sínum til góða undir sumarið.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.