Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1949, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1949, Blaðsíða 11
F A X I 11 Nætur- og helgidagalæknar: 4.—11. jún. Karl G. Magnússon. 11.—18. júní. Pétur Thoroddsen. 18.—25. júni. Björn Sigurðsson. 25. júní til 2. júlí. Karl G. Magnússon. 2. —9. júlí Pétur Thoroddsen. 9.—16. júlí. Björn Sigurðsson. 16.—23. júlí. Karl G. Magnússon. 23.—30. júlí. Pétur Thoroddsen. 3. júlí til 6. ágúst. Björn Sigurðsson. 6.—13. ágúst. Karl G. Magnússon. 13.—20. ágúst. Pétur Thoroddsen. 20.—27. ágúst. Björn Sigurðsson. íbúar Keflavíkurkaupstaðar í október 1948. Konur........... 1038 Karlar.......... 1029 Samtals 2067 Þar af fermdir, fæddir 1935 og fyrr 1379. Frá höfninni Línubátar eru nú alveg hættir veiðum. Nokkrir þeirra eru nú farnir á trollveiðar en flestir þeirra hafa ekkert gert síðan. Það er verið að gera þá- hreina, lagfæra það sem aflaga hefur farið á vertíðinni og búa þá undir næsta úthald, sem væntanlega verður sildveiðin fyrir Norðurlandi í sumar. Þó kann hinn válegi bruni í Netaverkstæði B. B. í Reykjavík, að orka nokkru um og draga úr síldarsókninni, ásamt mjög lélegri veiði und- anfarinna sumra sem deyft hefur vonir manna um fljót fenginn auð þar nyrðra. Ovenju mikið er nú gert út á dragnótaveiðar, en ekki hefur veiðin verið góð, það sem af er. Lúðu- veiði hefur líka verið reynd en ekki gefist vel ,enda hefur veðurfar verið vetrarlegt og ógæftasamt til þessa. Tvcir togarar hafa landað hér afla sínum i mai. Þeir voru báðir með fullfermi, en sökum lélegs mark- aðs í Englandi og landburðar af fiski á þýzk- an, markað, þótti vafasamt að senda þá í áölu- ferð. Hér er aftur á móti gott verð fyrir fisk- inn til frekari verkunar, enda sagt að saltfisk- ur sé t. d. mjög eftirsóttur nú. Það hefur því verið brugðið að því ráði, að salta sem mest af þorskinum, en nokkuð verið hraðfryst. Karvel Ögmundsson, út{ferðarmaður í Ytri- Njarðvík, hefur fengið fiskinn, hann hefur svo úthlutað honum nokkuð til vinnslustöðva í Keflavík og Garði, en mest megnis er þó saltað eða fryst hjá vinnustöðvum Karvels sjálfs. Togarar þeir er hér um ræðir eru Skallagrímur úr Reykjavík og Röðull frá Hafnarfirði. Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var haldinn í Alþýðuhúsinu í Keflavák sunnudaginn 29. þ. m. Fundinn sátu 34 full- trúar frá 4 deildum félagsins, ásamt stjórn, endurskoðendum og fleiri félagsmönnum. Framkvæmdastjóri gaf skýrslu um rakstur félagsins á s. 1. ári. Heildar vörusala félagsins nam kr. 6.080.000,00, þar með talin sala á kol- um og salti. Rekstrarhalli ársins nam kr. 78.000,00. I félagið gengu á árinu 150 manns, og er félagatalan nú 785. Úr stjórn átti að ganga Ragnar Guðleifsson sem aðalmaður og Valdimar Guðjónsson sem varamaður, en voru báðir endurkjömir, sömu- leiðis endurskoðendur þeir Valtýr Guðjóns- son og Sigurbjörn Ketilsson. Fulltrúar á að- alfund SIS voru kjörnir Gunnar Sveinsson og Ragnar Guðlaugsson. Stjórn félagsins skipa nú: Guðni Magnús- son form., Hallgrímur Th. Björnsson, Steindór Pétursson, Björn Hallgrímsson og Ragnar Guðleifsson. Ennþá ganga kindur lausar og óhindrað um götur og lóðir, jafnvel hvort heldur þær eru girtar eða ekki. Kindur þær, sem alist hafa upp og alið allan sinn aldur hér í margmenninu eru furðu áleitnar og ötular við að komast það sem þær vilja. Síð- asta og furðulegasta dæmið um það er um ána, sem snuðraði nokkurn tíma í kringum girðingu eins bezt hirta og rammgirtasta garðs Keflavíkur, en sá hér hvergi fært yfir. Þá gerði hún sér lítið fyrir, geklc upp á for- stofutröppur og vatt sér þaðan inn á blettinn. Vel gert!! Annars er ég þeirrar skoðunar að fjáreign eigi alls ekki tilverurétt hér með þeim hætti sem hún er nú rekin. Sömu skoð- unar var ég með hrossin. Nú hefur verið tekin rögg á sig og þau fjarlægð héðan af götunum og er það vel, einkum af öryggisástæðum og með velferð skepnanna fyrir augum. Eg teldi heillaráð að láta verða af framkvæmdum við að fjarlægja féð einnig og liggja þar svipaðar ástæður til grundvallar. Eftirfarandi erindi er ort af húnvetnskum bónda í nýafstöðn- um vetrarhörkum og lýsir það vel hug hans til hins óvenju kalda tíðarfars. H. Th. B. Norðri kóngur nú að völdum situr, nístir hvert eitt líf í sinni slóð. Hjúpur hans er frosta og fanna vétur, sem fælir burtu hverja heita glóð. Ýlfra stráin undan norðanblænum, úti fuglinn hnípinn bælir sig. Valta fleyið velkist út á sænum, vægð því enga gefur hafrótið. Jónas Jónasson. FAXB Blaðstjórn skipa: JÓN TÓMASSON, HALLGR. TH. BJÖRNSSON, VALTÝR GUÐJÓNSSON. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: GUÐNI MAGNÚSSON. Afgreiðslumaður: STEINDÓR PÉTURSSON. Auglýsingastjóri: BJÖRN PÉTURSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 3,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vík og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kaup verkamanna í Keflavík og Njarð- víkum í júní 1949. (Vísitalan 300). Almcnn vinna. (Grunnkaup kr. 2.80). Dagvinna ........ kr. 8.40 Eftirvinna .......... — 12.60 Nætur- og helgidagavinna .. — 16.80 Vinna við loftþrýstitæki og hrærivélar. (Grunnkaup 3.05). Dagvinna ........ kr. 9.15 Eftirvinna .......... — 13.74 Nætur- og helgidagavinna .. — 18.30 Skipavinna o. fl. Kolavinna, upp- og útskipun á sementi, hleðsla þess í pakk- húsi og afhending þess. (Grunnkaup 3.05). Dagvinna ................... kr. 9.15 Eftirvinna .................— 13.74 Nætur- og helgidagavinna .. — 18.30 Önnur upp- og útskipun, fiskaðgerð í salt. (Grunnkaup 2.85). Dagvinna.................... kr. 8.55 Eftirvinna .................— 12.83 Nætur- og helgidagavinna .. — 17.10 Vcrkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Leiðrétting. í síðasta tbl. Faxa, í greininni Keflavík, stendur í kaflanum „Fyrstu verkefnin“: Hús þetta er byggt úr steinsteypu og hefur til skamms tíma verið eitt af rammlegustu hús- um kaupstaðarins, en á að vera: „ . . . eitt af reisulegustu húsum kaupstaðarins.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.