Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1949, Side 5

Faxi - 01.06.1949, Side 5
F A X I 5 Bgarni Sveinsson lótinn Ég 'hafði ek'ki verið lengi hér í Kefla- vík, fyrií um 10 árum, 'þegar ég veitti at- 'hygli sérlega vingjarnlegum manni, sem ég taldi nærri miðjum aldri. Ég varð þess var að hann bjó einhversstaðar uppi á mel- bæjunum. Maður þessi var Bjarni Sveins- son. A þeim árum 'hafði ég ekki mikil kynni af honum, annað en híra brosið og góðládega viðmótið, kannske stundum full hír og þá jafnan orðfleiri og örari en á- vallt varfærinn og orðvar. Síðar fluttum við báðir upp á „Hæðina“, sem kölluð er, og urðum nábúar. Eftir það urðu kynni okkar meiri. I>á fyrst komst ég að því, að Bjarni var ekki mið- aidra maður, eins og ég hafði ályktað, held- ur kominn hátt á sjötugsaldur. En það varð ekki séð fyrr en allra síðustu árin, að ellin 'hefði ‘heimsótt hann. Við nánari kynni kom einnig í ljós að Bjarni uar mjög vel greindur, vel fróður og minn- ugur. Hann hafði víða farið og margt reynt og kunni frá mörgu að segja. Þá. var hann liðtækur vél til hugarflugs og átti ekki erfitt með að láta hugann reika veitti blaðinu þessar upplýsingar í fjarvern skólastjórans). Tilkynning frá skólanefndinni í Keflavík. Síðastliðið vor ákvað skólanefnd, að hin nýju fræðslulög skyldu þá koma til fram- kvæmda hér í Keflavík. Aðalmunurinn á þeim og hinum eldri fræðs'lulögum er sá, að börnin eru skóla- skyld til 15 ára aldurs í stað 14 ára. Þar af leiðandi eru börn, sem fædd eru árið 1935, skólaskyld næsta skólaár. I hinum nýju fræðslulögum er gert ráð fyrir, að unglinga- og gagnfræðaskólum sé skipt í bóknlámsdeild og verknámsdeild. En vegna húsnæðisskorts, getum við ekki komið því við að 'hafa verknámsdeild við skólann hér á næsta skólaári. Þar sem svo stendur á, er heimilt að veita undanþágu um liáleit sjónarmið, fram hjá raunveru- leikanum og amstri dagsins til hugþekk- ari viðfagnsefna. Það gerði hann þó aðeins í leik og til skemmtunar, en hann hafði mjög góðan skilning á léttara hjali og orðheppinn var hann svo að orð fór af. Annars mun stóri 'barnahópurinn hans og ýmsir örðugleikar við öflun nauðþurfta hafa knúð 'hann til að gefa sig allan að striti fyrir daglegu 'brauði og ekki ætlað honum langar stundir til heilabrota um heimspekileg efni. Bjarni mun hafa verið einn þeirra manna, sem aldrei sagði styggðaryrði um eða til nokkurs manns og þess munu varla mj'ög mörg dærni að maður sem er búinn að vera í hjónabandi í fjörutíu ár sé ást- fanginn af konu sinni sem í tilhugalífi væri, en þess varð ég var hjá honum. Ekki veit ég hvort hann átti marga vini eða kunningja, en hann var trygglyndur og góður félagi þeirra er umgengust hann. Bjarni var fæddur 1. maí árið 1870 að Króksstöðum í Miöfirði. Hann fluttist ungur suður til Reykjavíkur og ólzt að frá skólaskyldu síðasta árið þeim börnum, sem vi'lja aðeins vera í verknámsdeild, þó með því skilyrði, að foreldrar sjái svo um, að þau vinni við hagnýt störf það skólaár. Þeir foreldrar, sem vilja fá undanþágu fyrir 'börn sín, skuiu senda skriflega beiðni um það til formanns skólanefndar fyrir 1. júní n. k. og skal Iþá jafnframt taka það fram, við hvaða störf unglingurinn muni verða næsta skólaár. Hafi beiðnin ekki borizt sikólanefndinni fyrir þann tíma, verður undaniþágan e'kki veitt. Einnig skal það ti'lkynnt skólanefnd fyr- ir áður nefndan dag, ef unglingurinn verð- ur í skóla utan Keflavíkur. Keflavík, 8. maí 1949. F. h. skólanefndarinnar í Keflavík, Kristinn Pétursson, form. Hafnargötu 34, Keflavík. mestu leyti upp að Sveinsstöðum við Reykjavík. A þeim árurn var sjómennskan næstum eini atvinnuvegurinn þeirra ungu manna er við sjó bj.uggu. Bjarni fór eng- ar hliðarbrautir við þá köllun. Strax í æs'ku réðist hann til sjósóknar, einkum á opnuim bátum, sem tíðast voru notaðir í þá daga. Ekki var hann gamal'l er hann gerðist sjómaður 'hér suður í Garði, en þaðan stundaði hann sjó um mörg ár og var meðal annars mörg ár formaður, fyrst fyrir aðra en síðar fyrir sjálfan sig. I Garðinum kynntist hann eftirlifandi konu sinni Björgu Einarsdóttir, en hún er ættuð úr Borgarfirði. Þau giftust 29. sept. árið 1908 og 'hófu búskap sama ár að Bergi í Garði. Þaðan fluttu þau eftir nokkur ár ‘fyrst til Reykjavíkur, þaðan til Olafsvíkur þá til Hvammstanga, síðan til Hafnar- fjarðar og loks hér suður með sjó aftur. Fyrst að Stekkjarkoti í Njarðvfk, en síðar að H'ábæ i Keflavík. Með konu sinni eign- aðist Bjarni 11 börn, én einn dreng hafði hann eignast áður. Eitt þeirra er dáið en hin eru öll uppkomin og hafa fært Bjarna og Björgu mörg mannvænleg barnalbörn. Bjarni lést af slysförum 16. maí s. 1., þá ný orðinn 79 ára gamall. Hann hefur nú verið borinn til grafar að Utskálum, að eigin ósk, en þar mun hann hafa verið gift- ur og í Garðinum munu margir af æsku- og manndómsdraumum hans hafa rætst. Með Bjarna er 'horfinn skemmtilegur og góður sam'ferðamaður, sem margir munu sakna. Og erfið hafa verið hin snöggu um- skipti fyrir konuna, börnin og barnabörn- in sem svo sviplega misstu sinn ástsæla ættföður. Vinur.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.