Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1949, Page 6

Faxi - 01.06.1949, Page 6
6 F A X I Athyglisverður erindaflokkur Fyrir skömrnu flutti dr. Matthías Jón- asson 'í útvarpið 'fróðlcgan erindafldkk um vandræðaæáku Reykjavíkur og annarra byggða, og nafndi Ihann þessa fyrirlestra: A hálum brautum. Vöktu erinjdi þessi, sem vonlegt er, mikið umtal í Reykjavrk og víðs vegar um landið, svo átalkarileg er lýsingin á þessum götu- og olnbogabörnum höfuð- borgarinnar og annarra bæja, og á lífsvið- ihorfum ‘þeirra og venjum. I sambandi við þessar umræður vakna margar spurningar, enda er öllum hollt, að gera 6er nokkra grein fyrir hvcrt stefn- ir með þjóðinni í þessum efnum, ef takast mætti að spyrna við fæti. Doktorinn telur, að fyrirmyndir til alls konar glæpastarfa og óknytta sæki börn- in í ikvíkmyndahásin, þar kynnist þau ýmsum kænsku'brögðum þjófa og hvers konar loddara, er leiki listir sínar, oftast að því er virðist með góðum árangri. Ná er það svo, að öllum börnum er á- sköpuð rlík ævintýrahneigð og hermigáfa, þau vilja sjálf reyna það sem þau sjá aðra aðhafast, en géra sér þó sjaldnast grein fyrir því, hvort athöfnin er góð eða slæm í eðli sínu, ehda er þess naumast að vænta, því margir ósiðlegir og jafnvel ljótir at- burðir vekja gáska og gamansemi hjá hin- um eldri, sem honfa á myndirnar sam- tímis börnunum, og getur það oft valdið því, að óþrodkuð ’börn misskilji myndir, telji hin ýmsu ‘hrekkjabrögð sjálfsögð og ta'ki sér óvandaðar sögupersónur til fyrir- myndar. Fjarri fer því, að öll börn, sem á villi- götum lenda, :hafi komist í kynni við hinn siðferðisvillta kvikmyndaheim. Nægir oft, ef tápmiklir drengir ,er stunda kvikmynda- hásin, sækja þangað fyrirmyndir til óknytt- anna, kenna síðan yngri systkinum og öðrurn leikfélögum með frásögn og að- dáun á óvönduðum sögupersónum, sem í kvikmyndinni fremja hina ólíhlegustu hluti, og sem drengirnir reyna svo að líkja eftir, oft af hreinum barnaskap til að byrja með, en verður þó ef li'l vill síðar að vana, einkanlega ef hinar fyrstu tilraunir takast vel, svo þeir telji sig hagnast á fyrirtækinu. Þannig geta nokkrir drengir, sem hafa tileinkað sér ýmiskonar ósóma, t. d. ósann- sögli og bnupl, ’haft varanleg og spiilandi áhrif á heilan hóp leiksystkina, sem í óvita- skap sínum álítaþessa afvegaleiddu drengi 'hetjur dagsins, sem gaman væri að líkjast. En hinir, sem hiika, oftast vegna sterkra áhrifa frá góðum heimilum, eru af þess- um félögum sínum taldir amlóðar og skussar, og eru þá óspart hæddir fyrir kjarkleysi og gunguskap, sem skiljanlega er þungbært ungum og óhörðnuðum börn- um, enda má skaphöfn þeirra vera sterk og ósvikin eigi þau að standast frýju- og eggjunarorð þessara spilltu leikfé'laga. — Þannig smita hin illu áhrif frá sér, spilla andrámslo’ftinu og vinna beint gegn upp- eldisviðleitni heimila og skóla. Tii þess að koma í veg fyrir skaðleg áhrif öfgafullra og oft siðiítilia kvikmynda, er tii ríikisskipuð nefnd dómbærra manna, sem skai fyigjast með kvikmyndum, er til iandsins flytjast og ákveða, hvað af þeim sé bannað til sýninga fyrir börn. Skal bann þetta svo fylgja myndunum, hvert á iand sem þær fara og kemur þá til kasta yfirvalda viðkomandi staða, að framfylgja þessu banni, helzt í samráði við hiutaðeigandi kvikmyndahásaeigend- ur, sé þess kostur, annars upp á eindæmi, ef þörf krefur. Um nauðsyn þessarar dómnefndar blandast engum bugur, því kvikmyndin er tvíeggjað vopn í menningarbaráttu þjóðanna, vopn, sem handleika þarf með varáð og drengskap, eigi það að verða mannkyninu til gagns og 'blessunar. En ef dæma má eftir orðum dr. Matthíasár, þá hefir þessi dómnefnd, varfega sagt, unnið störf sín mjög slælega, eða þá að öðrum kosti, hefir ráðleggingum hennar ékki verið nægjanlega framfylgt, svo 'börn- um er leyfður aðgangur að langtum fleiri myndum en þeim er hoil að sjá. Vissu- lega er það vítavert, sem raunalega mikið er um, að börn fái svo til viðbótar þessu að sækja kvikmyndasýningar fullorðinna, sem fara fram á ytfiiiýstum svefntíma barna og eru þeim þar að auki bannaðar. Skal hér enginn dómur á það lagður, hverjum iþetta er að kenna, enda skiptir það eitt ekki mestu máli að koma sökinni á cinhvern sérstakan aðila, þar eru sjálf- sagt margir broticgir, ýmist beint eða ó- Ireint. Hitt tel ég rneira atriði, að það fáist almennt viðurkennt, að hér sé.stefnt á háskabraut, ef ekkert er aðgert, því fyrst og fremst er þetta skýlaust brot á reglu- gerð um átivist barna auk þess sem manni skilst, að sé ein mynd á annað borð ekki fyrir börn, þá eigi börn heldur alls ekki að fá aðgang að þeirri mynd. Ná er það svo, að við aðgöngumiðasölu kvikmyndaháss á jafn fjölmennum stað og Keflavík er, þá er næstum ógerlegt að fyrirbyggja að börn kaupi sig inn á sýn- ingar fuiiorðinna. Þau eru iðulega send til að sækja aðgöngumiða fyrir foreldra sína, eða annað fuiforðið venziafólk og er ekkert við það að atbuga. En einmitt undir slíku yfirsikini kaupa þau oft sjáif- um sér aðgang að bönnuðum myndum, sem a‘f fyrrgreindum ástæðum er erfitt aá sporna við. En aftur á móti mætti stöðva börnin, þegar þau svo ætla inn á sýning- una og rétta dyraverðinum miða sinn. .Hann er þá í fullum rétti tii þess að stöðva þau, bæði vegna bannsins, sem á myndinni livílir, og einnig með tilliti til reglna um ótivist barna. Lögreglusamþykkt só, er ég vitna tii í þessum hugleiðingum, er gefin ót af dómsmáiaráðuneytinu árið 1943 fyrir Gull- bringusýslu. Veit ég ekki til að önnur samþykkt 'ha'fi verið gerð fyrir sýsluna síðan. 36. grein þessarar samþykktar er þann- ig: — I kauptánum skulu eftirfarandi á- kvæði gilda um eftirlit með börnum og átivist þeirra: Foreldrum og öðrum hlut- aðeigendum er skylt að annast um, að til- hlýðilegt eftirlit sé haft með óstálpuðum börnum, sem eru á þeirra vegum, þegar þau eru á almannafæri. Börn yngri en 14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en klukkan 9 á kvöldin á tímabilinu 1. sept. til 14. maí, og ekki seinna en kl. 11 frá 15. maí til 31. ágást, nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Bannað getur lögreglustjóri börnum, sem ckki ganga þar til vinnu eða eiga er- indi, að vera á bryggjum kauptánanna.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.