Faxi - 01.06.1949, Síða 9
F A X I
9
Dánarminning:
Helgi Guðmundsson, læknir
Hann andaðist á Vífilsstaðahæli 29. maí.
Þ«gar andlátsfregnin barst til fóLksins á
Suðurnesjum vöknuðu minningarnar um
læ'kninn og manninn, og með þeim voru
þakklæti og söknuður.
Helgi læknir var fæddur að Bergstöðum
í Svartárdal í Austur Húnavantssýslu 3.
ágúst 1891. Foreldrar hans voru prests-
'hjónin Guðmundur Helgason og Guð-
rún Jóhanna Jóhannesdóttir. Séra Guð-
mundur andaðist á bezta aldri árið 1895,
en eftir var ekkjan með fjóra syni á barns-
aldri. Þeir ólust upp með móður sinni,
fyrst fyrir norðan en síðar í Reykjavík og
fengu að njóta þeirrar menntunar er þeir
'ihelzt vi'ldu kjósa sér. Helgi gckk í Mennta-
skólann í Reykjavik og lauk þar stúdents-
prófi árið 1912. Hóf hann síðan nám í
læknisfræði við Kaupmanna'hafnarhá-
skóla, en lauk námi við Háskóla Islands
með kandidatsprófi árið 1919. Þá gjörðist
hann í eitt ár aðstoðarlæknir í Vopna-
fjarðarhéraði en síðan var bann læknir í
Keflavík, þar til 'hann vegna sjúkleika
neyddist til að hætta læ’knisstörfum.
Helgi Guðmundsson vann mi'kið og göf-
ugt starf um Suðurnes. Hann var góður
'læknir og mörg læknisverk vann hann af
mikilli snil'ld. Fylgdist hann vel með ný-
unguni í sinni fræðigrein og fagnaði inni-
lega hverjum nýjum sigri yfir sjú'kdómum
og þrautum. Minningin lifir um lækninn,
eins og mikið slitinn forngrip. Er ákaflega
nauðsynlegt að menn hafi það í huga, að
fara vel með bækurnar, sem þeir fá að
láni, en ekki eins og að þeir verði þeir sið-
ustu sem fari um þær 'höndum og hafi
þeirra not“.
Eitthvað fleira, tll að taka fram ?
„Já vissulega margt fleira, en ég vil að
síðustu geta þess, að bókasafninu mun ætl-
aður staður í framtíðinni í nýja barnaskól-
anum, og þar ætti aðstaðan að 'verða betri,
enda er þess full þörf“.----
Af því sem 'hér hefur verið sagt, er það
ljóst, að Lestratfélag Keflavíkur er stofn-
un sem hlynna þarf að og auka við. Enda
sem 'hjálpaði sjúkum til heilsu og starfa
og vakti vonir og lífstrú ‘hjá þeim sem
voru áhyggjufullir og kvíðandi.
Helgi læknir var glaður í viðmóti, alúð-
legur og einlægur. I vinahóp var hann
hrókur al'ls fagnaðar, og skemmtilegur svo
að af bar. Hann þek'kti erfiðleika og bar-
áttu, ástvinamissi og loks mörg og löng
sjúkdómsár. En ekkert megnaði að buga
glaðlyndi 'hans. Það var 'hið sama til síð-
ustu stundar. — Og ekki gleymist hversu
óeigingjarn maður hann var. Hann vann
aldrei eingöngu sjálfum sér, hann leitaði
ekki síns eigin, heldur þess, sem annarra
var. Gleðin yfir því að lækna og hjálpa
var aðalatriðið, en launin voru aukaatriði.
Helgi Guðmundsson var kvæntur Huldu
Matthíasdóttur, Olafssonar frá Haukadal,
mi'ki'lhæfri konu, sem var önnur hönd
manns síns við læknisstörf hans, vegna
lærdóms SÍns og hæfileika sem hjúkrunar-
kona. Þeim hjónum fæddust tíu börn og
eru sjö á li.fi, þrjár dætur og fjórir synir.
I foreldrahúsum eru Sigurlaug, Guðmund-
ur og Haukur, en kvænt og búsett eru
Guðrún Jóhanna, María, Matthías og Olaf-
ur. Oll njóta þau syst'kinin og móðir þeirra
vinsælda vegna mannkosta, háttprýði og
góðvildar.
Helgi Guðmundsson var jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju 13. maí að viðstöddu fjöl-
menni.
þótt skilyrði þess til að vera menningar-
auki fyrir ‘byggðarlagið 'hafi lengst af verið
lítil hvað snertir aðbúð og stærð, hefur
það þó án efa verið til mikils gagns. Þegar
að því kemur að það verði 'flutt úr sínum
litlu skápum í barnaskólanum, verður að
setja það á stað, þar sem bæði geta farið
fram bókalán út til heimilanna, og lán í
lestrarsal handa gestum safnsins, sem vilja
nota eitthvað af tómstundum sínum til
að njóta góðra bóka í góðu næði við
smekhlega aðbúð.
Með þökk fyrir upplýsingarnar, Arin-
björn.
V. G.
Góðum og göfugum lækni var flutt
þakklæti frá fjölda mörgum, lækni sem
öllum vildi vel og lagði á sig rnikið erfiði
vegna annarra og fekk laun sín í inni-
legum og hlýjum 'handtökum þeirra er
hann flutti ljós og gleði.
Blessuð veri minning hans.
Eiríkur Brynjólfsson.
VorlióS
Það ljómar, það leiftrar, það slær.
Nú leikur hver angandi blær,
og grösin á grundunum hjala
við glitelfur blómskrýddra dala
og hlíð'arnar smásveinar smala.
Þú 'heillar mig himneska vor.
Eghrifnæmur feta í þín spor.
Þá stillirðu gígjunnar strengi,
er straumvötnin efla sitt gengi,
ogtfrjóblærinn faðmar mitt engi.
Eg hlusta á hörpunnar slátt.
Ég horfi á gróandans mátt,
er lífskra'ftar leysast úr dróma
og ljúfustu tónbylgjur óma
í sólmagnsins seiðandi ljóma.
Ó, vordagsins vörfagra sól,
er vermir hvert smáfræ, er kól,
og leysir með lífgjafans höndum
'hinn lang'þjáða úr kúgarans böndum.
Flyt mig að friðarins löndum.
Aðalsteinn Gíslason.