Faxi - 01.06.1949, Side 12
12
F A X I
Heimili og skóli
Margt hefir verið rætt og ritað um
skólamál okkar Islenclinga og heppilegt
fyrir komulag þeirra, enda eru þau ung
að árum og því á lítilli hagnýtri reynzlu
að byggja, miðað við það sem þekkist
með frændþjóðum okkar. Þó skortir hér
ekki áhuga í þessum efnum og má segja,
að ótrúlega mikið hafi áunnist, þótt enn
séu þar mörg verkefni óleyst.
Eitt af því nauðsynlegasta, til þess að
skólastarfið blessist og skili góðum
árangri, er vinsamlegt samstarf milli for-
eldra og kennara, byggt á gagnkvæmum
skilningi á þörfum og getu barnanna.
I þessu skyni hafa nokkrir skólar komið
á fundarhöldum með foreldrum barnanna,
þar sem vandamálin eru rædd. Hefir þetta
þótt gefast vel og orðið til þess að auka
velvild og virðingu milli þessara aðila, og
er þess sízt vanþörf nú, á þeim óróa og
umrótatímum, sem við nú lifum á. Þá
hefir í sama skyni fyrir nokkrum árum
verið hafin útgáfa tímaritsins Heimili og
skóli, sem er gefið út á Akuheyri, en sem
fram að þessu hefir verið í allt of fárra
höndum hér, þó það víðsvegar annarsstað-
ar á landinu hafi náð mikilli útbreiðslu.
I ti'mariti þessu eru vandamál uppeldis-
ins rædd af foreldrum og kennurum og
er ritið þannig, tengiliður milli skóla og
heimila og því ekki ómerkur þáttur í
uppeldisstarfseminni, sem þó því aðeins
kemur að tilætluðum notum, að ritið kom-
ist inn á hvert það heimili í landinu, sem
um uppeldismál annast og lætur sig
nokkru skipta skóla — og þroskaferil
barnanna.
Með leyfi útgefenda birti ég hér kafla
úr áramótahugleiðingu tímaritsins frá
seinustu áramótum. Skýrir þessi hugvekja
tilgang og markmið þessa rits, enda bein-
línis skrifuð til þess að vekja athyggli á
Heimili og skóla. þar segir m. a.:
„Eins og kunnugt er, er ritið aðallega
helgað uppeldis- og skólamálum. Leikur
það vart á tveim tungum, að þau mál séu
ein hin mikilvægustu og um leið hin
vandasömustu til úrlausnar. Það ættu því
allir að geta verið sammála um, að fræðsla
og umræður um þau mál séu all-þýðingar-
mikil og geti haft veruleg áhrif á þau
til heppilegra úrlausna. Heimili og skóli
er eina tímaritið hér á landi, sem stofnað
var til stuðnings og umræðna um upp-
eldismál þjóðarinnar. Hefir það á undan-
förnum árum flutt margar athyglisverðar
greinar um þau mál, eftir ýmsa góða
menn, bæði innlenda og erlenda. Enn-
fremur hefur í ritinu mjög oft verið rætt
um samstarf þeirra stofnana í landinu,
sem uppeldi barna og unglinga aðallega
hvílir á, en það eru heimilin og skólarnir.
Munið ritið framvegis, sem hingað til,
verða vettvangur umræðna um þessi
vandasömu en þýðingarmiklu mál og heit-
ir á alla þá karla og konur, sem áhuga hafa
á uppeldismálum, að leggja því lið, með
því meðal annars, að senda því efni til
birtingar og vinna að útbreiðslu þess.
Heimili og skóli hefir á undanförnum
árum áunnið sér vinsældir kaupenda, því
að margir þeirra hafa látið svo ummælt,
að það þyrfti að komast inn á hvert heim-
ili í landinu. Er það og von og ósk útgef-
enda, að takast mætti að komast sem næst
því marki. Ritið er helgað þeim málefn-
um, sem fæstir, sem til vits og ára komast,
geta sneitt hjá að hugsa um. Verð ritsins
hefur verið ákveðið svo lágt, að ekkert
tímarit, sem út er gefið í landinu, mun
ódýrara, aðeins 10 kr. árg., sem er 6 hefti,
24 bls. hvert. Auk þess fá nýir kaupendur
síðasta árgang ókeypis, meðan til er. Þá
fæst ritið keypt frá byrjun, nema 1. heftið,
sem nú er uppselt.
Þegar Heimili og skóli hóf göngu síns,
voru það einkum barnakennarar, sem
unnu að útbreiðslu þess. Svo er og enn,
þótt margir fleiri hafi reynzt þar góðir
og tryggir liðsmenn. Eru það vinsamleg
og eindregin tilmæli útgefenda til kenn-
ara og annarra unnenda ritsins, að þeir
hefji nú á ný sókn að útbreiðslu þess.
Hafa sumir kennarar í bæjum og þorp-
um haft þá aðferð að senda sýnisblöð
heim á heimilin með skólabörnum, ásamt
spurningu um, hvort menn vildu gerast
áskrifendur, eða hafið söfnun á annan
hátt. Má geta þess, að 12 ára drengur í
Barnaskóla Akureyrar safnaði á sl. vori,
á fáum dögurn, 50 nýjum kaupendum í
bænum. Annaðist hann einnig innheimtu
á verði ritsins.
Eins og oft vill verða, greiðast blaðagjöld
misjafnlega. Þó er ekki svo mjög undan
því að kvarta með Heimili og skóla, því
að langflestir kaupendur og útsölumenn
greiða ritið skilvíslega. Nokkrir eru þeir
þó, sem ekki hafa gert nein skil fyrir
síðasta ár, og sumir jafnvel ekki fyrir
2—3 ár. Eru það vinsamleg tilmæli til
þessara manna, að þeir geri nú skil á
verði ritsins hið allra fyrsta. Verð ritsins
er svo lágt,- að ekkert má tapast af verði
þess, eigi það að geta borið sig fjárhags-
lega.
Utsölu- og innheimtumönnum eru
greidd 20% af verði ritsins í sölu- og
innheimtulaun. Skal þess þó getið, að
nokkrir hafa aldrei tekið innheimtulaun
og eru þeim hér með færða-r beztu þakkir
fyrir velvild þeirra.
Kennarar og foreldrar! Heimili og skóli
vill eftir beztu getu miðla fræðslu um
reynslu og þekkingu góðra karla og
kvenna á vandamálum uppeldisins. Það
vill einnig leita til lesenda sinna um ráð
og leiðir til úrbóta á ýmsu, sem betur
þyrfti að fara úr hendi um uppeldi og
skólastörf. Sökum þess eru þessar línur
ritaðar og sökum þessa tilgangs v.ilja að-
standendur ritsins auka útbreiðslu þess
og heita á yður til góðrar liðveizlu."
Heimili og skóli kostar 10 krónur og
kemur út 6 sinnum á ári, sem má teljast
ódýrt miðað við bókaverð nú og við þá
miklu þýðingu sem það gæti haft fyrir
skólastarfið, ef ritið yrði almenningseign.
Eg hefi áður hér í blaðinu bent lesendum
á Heimili og skóla, enda eru nú margir
orðnir kaupendur ritsins hér í Keflavík,
svo hefir kka verið tekinn upp sá háttur
áð láta börnin kynna ritið á heimilum sín-
um, með því að taka það heim með sér.
‘Hefir þessi kynning gefið góða raun, og
er nú fjöldi foreldra að gerast áskrifendur
og fleiri munu fara á eftir, er menn kynn-
ast þessu ágæta tímariti, því það hefi ég
eftir foreldrum hér, sem kaupa Heimili
og skóla, að þeif vildu mjög ógjarnan
vera án þess og þannig hygg ég verði um
fleiri sem gerast- áskrifendur, enda er eins
og ég gat hér að framan nauðsynlegt að
Heimili og skóli komist inn á hvert ís-
lenzkt heimili, ef ritið á að geta gegnt sínu
merkilega hlutverki, að vera tengiliður til