Faxi - 01.06.1949, Qupperneq 13
F A X I
13
Snorrastaðatjarnir suðaustan við Háabjalla og Vogaheiði.
(Ljósm.: Egill Hallgrimsson).
Suðurnes — Landkynning
Undir ‘þessari yfirskrift skrifaði Egill
Hallgrímsson, kennari, grein í Lesbók
Morgunblaðsins 29. ágúst í fyrra.
Þar gerir hann glögga grein fyrir því,
hvernig megi rækta 'hér skóga á Suður-
nesjum, ef almennur áhugi vaknar um það
mál.
Einnig bendir hann réttilega á hve mikla
þýðingu það 'hafi fyrir landkynningu okk-
ar að Suðurnesin og þó einkum heiðin
um'hverfis flugvöllinn verði prýdd gróðri
— hann tekur það réttilega fram að eng-
an stað á öllu landinu heimsæki jafn
margir útlendingar sem Keflavíkurflug-
völl og að hann sé landkynningarmiðstöð
Islands. Um það ætla ég ekki að fara
tfleiri orðum að sinni en hef vilja til að
ræða frekar um hitt atriðið — hvort takast
megi að gera skógarlundi hér á Suður-
nesjum.
Um framtíðar skóga á Islandi hefur
eflingar s'kólahaldi og uppeldi barnanna.
— Ég vil svo að lokum geta þess, að Her-
mann Eiríksson skólastjóri er útsölumaður
tímaritsins hér og mun hann góðfúslega
taka á móti nýjum áskrifendum, sem b>
um leið fá seinasta árgang tímaritsins ó-
keypis. H. Th. B.
margt verið rætt og ritað að undanförnu
og munu rannsóknir og framkvæmdir
Skógræktar ríkisins vafalaust eiga mikinn
þátt í því að vekja þann almenna áhuga,
sem nú hefur gripið um sig og sem vænta
rná að endist til nokkurra framkvæmda
í áttina að markinu að hylja og skrýða
landið.
Margir hafa ljáð málefninu gott lið með
ýmsu móti, svo sem með stór gjöfurn og
góðum tillögum.
Veglegasta gjöfin sem Skógræktinni hef-
ur borizt er Vi milljónar, gefið af Jóni
Guðmundssyni frá Þingvöllum, og ein
merkilegasta tillaga málinu til framdráttar
er frá 'bróður hans Magnúsi Guðmynds-
syni, en 'hann bar ifram á Alþýðusam-
'bandsþingi tillögu þess efnis að öllum
börnum yrði gert að skyldu að hafa lokið
'við að planta út 500 trjáplöntum fyrir 16
ára aldur, undir umsjón kennara eða ann-
ars fagmanns.
Þessir bræður eru Hreppamenn að ætt,
en eiga systkini og margt ættmenna hér
á Suðurnesjum. Ef nú ættmenn þeirra og
aðrir íbúar þessa skaga — hrjóstrugasta
og óbyggilegasta héraðs þessa lands —
hefðu 'hugsjónamátt og samtakavilja er
enginn vaci á. að hægt er að valda gjör-
byltingu á útliti Skagans og ekki nóg með
það, heldur yrði hér lagt í verulega vara-
sjóði fyrir næstu kynslóðir.
Með rannsókn á veðurfari og öðrum
skilyrðum 'hefur náðst sú niðurstaða að
ýmsar nytjaskógar tegundir geta þrifist
hér með góðum árangri.
Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík,
hefur nú fengið land til skógræktar inn
við Snorrastaðatjarnir. Þar er einn feg-
ursti blettur Skagans og auk þess skjól-
gott þar sem Hái'bjalli skýlir fyrir norðan
næðingunum. Þetta er spor í rétta átt. En
betur má ef duga skal. Oll byggðarlög
Skagans ættu að bindast félagsböndum um
skógrækt og landgræðslu á Reykjanesskag-
anum. Til þess þarf almenna og kröftuga
baráttu.
Suðurnesjamenn! — Við skulum muna
orð Egils Hallgrímssonar úr áður nefndri
grein, en hann segir:
„Þegar nú almennur áhugi er vaknaður
fyrir skógrækt í hverri sýslu á landinu, eiga
þá Suðurnesjamenn að sitja hjá og'horfa á?
Ég trúi ekki, að þeir uni því til lengdar.
En því fyrr sem þeir leggja upp í þá ferð
að klæða Suðurnes, þeim mun fyrr öðlast
þeir trú á gróðurmátt þeirra. Vilji Suð-
urnesjamenn ekki verða flestum lands-
mönnum síðri í baráttunni fyrir því að
klæða landið skógi, verða þeir að hefjast
handa“. J. T.
Fyrirspurn til Faxa.
Um mánaðamótin apríl og maí s. 1. var
barnaskóla Keflavíkur sagt upp og börnun-
um afhentar sínar einkunnir eins og að
vanda lætur. Þá var það líka að efztu börn-
um hvers bekkjar skólans voru afhentar til-
kynningar um verðlaun fyrir ástundun og
góða hegðun frá Rotarýklúbb Keflavíkur.
Ennþá eru verðlaunin ekki komin og tilkynn-
ingin ber það ekki með sér hver þau verða.
Hver voru verðlaunin og hvenær koma þau?
Getur Faxi ekki upplýst mig um þetta?
??
Ég hefi heyrt að afhent hafi verið heiðurs-
skjöl við skólauppsögn og býst ég við að
þau bera að telja sem verðlaun að þessu
sinni — hinsvegar vissi ég til að bækur voru
veittar sem verðlaun í fyrra. J. T.
Togarinn Keflvíkingur
kom hér fyrir skömmu með fullar lestar og
mikið af hausuðum þorski á dekki. Hér var
landað dekklestinni og selt i hraðfrystihús,
en hitt sigldi hann með til Þýzkalands. Hann
hafði verið fulla viku á veiðum og því rót
fiskað. Það sem hann seldi í Þýzkalandi munu
hafa verið um 294 tonn. Allt starfslið Netja-
gerðarinnar sigldi með honum. Nokkrir fleiri
farþegar fóru með honum.