Faxi - 01.01.1950, Blaðsíða 3
F A X I
3
Þeim sama sið hélt Tómas lengi. Hann
álti þá bjargföstu trúarvissu, að erfiðleik-
arnir yrðu mönnunum ekki ofviða, ef þeir
treystu guði og tilbæðu hann. Tómas var
kirkjurækinn maður og starfaði að ýmsum
málefnum kirkjunnar bæði í söfnuði sínum
og út á við. Öll mennirgarmál lét Tómas
sig varð, þannig var hann goodtemplar
og stofnsetti barnastúkur. Hans gleið var
skuggalaus, þá hann var með börnunum
á ferðalagi og að leikjum úti í náttúr-
unni.
Margir munu þeir vera bæði Suður-
nesjamenn og aðrir, karlar og konur, ung-
ir og gamlir, sem hafa raulað og brosað
með Tómasi.
Þótt tímans framvinda hafi nú fært þig,
kæri frændi, úr augsýn, þá veldur það mér
ekki hryggðar, hitt vil ég þakka, að þú
hlaust skírn og lifðir meðal vor alla æf-
ina ætt þinni til sóma og þjóðinni til gagns.
Hinsvegar söknum við þín, Tómas, ástvin-
ir þínir, frændur þínir og vinir þinir inn
til dala og út við sæinn.
Hinn 15. maí 1913 kvæntist Tómas
eftirlifandi konu sinni, Jórunni Tómas-
dóttur frá Járngerðarstöðum í Grindavík.
Hún er af velþekktu sæmdarfólki komin
og t. d. var móðir hennar systir hins þjóð-
kunna manns dr. Bjarna Sæmundssonar.
Brátt komu í ljós frábærir húsfreyjuhæfi-
leikar Jórunnar, jafnaðargeð og ráðdeild
samfara móðurlegri umhyggju, sem áttu
sinn sterka þátt í því að framfleyta mann-
mörgu heimili oft við lítil efni.
Þeim Jórunni og Tómasi varð níu barna
auðið, en tvö misstu þau ung. Öll eru börn
þeirra mannvænleg svo sem þau eiga kyn
til og líkleg til að bera merki foreldra
sinna inn í framtíð þjóðarinnar. Oft hefir
Jórunn sýnt, að hún væri miklum erfið-
leikum vaxin, þó ber af rólyndi, þrek og
umhyggja hennar í rnjög langvinnum
veikindum móður hennar og nú síðast í
veikindum eiginmannsins og á skilnað-
arstund.
Þá er ég sá Tómas síðast nokkrum dög-
um áður en hann skildi við, var sem
hann sæi í fjarlægð eitthvað dásamlegt,
sem dró athygli hans til sín. Mér kom til
hugar hvort hann hafi þá ekki séð það,
sem við myndum einnig þrá að sjá í gegn-
um blæju dauðans — bjarmann af nýjum
degi.
Bak við skilnaðinn vex mér hugur til
gleði í því, að þá er mig ber að ströndu
eilífðarlandsins, að mega vera einn af
Bréf um
Íþróttalíf í Keflavík hefur staðið með
miklum blóma nú um skeið, eða um
tveggja ára bil, og hafa þar komið fram
menn, sem atvinnu sinnar vegna hafa haft
erfið skilyrði til íþróttaiðkana, og því orð-
ið að æfá eingöngu á kvöldin, þá þreyttir
eftir erfiði dagsins. Arangurinn í einstaka
greinum hefur verið frá'bær, svo að við,
sem höfum áhuga fyrir þessum málum,
erum stórhrifnir af. Það er vert að taka
það fram, að flestir þessara manna hafa
ekki iðkað íþróttir síðan þeir voru um
fermingu og þar til nú, en þeir eru yfir-
leitt frá 22—30 ára gamlir, og finnst mér
mjög athyglisvert, að sjá sæg af ungmenn-
um, sem standa og horfa á í staðinn fyrir
að vera sjálfir með. Það er okkar, eldra
fólksins, að vera áhorfendur og þeirra, sem
eru ekki heilir heilsu. Eg hefi reynt að
fylgjast með, eftir því, sem tök eru á. Margt
er það sem mér finnst að mætti fara bet-
ur, þegar keppni á að verða, og mætti þar
fyrst nefna að hlaupabrautirnar eru illa
merktar og hlykkjóttar, og mæling á braut-
inni er ekki gerð nema einu sinni um sum-
arið eða fyrir fyrstu keppnina. Og þar við
situr. En það þarf að merkja brautirnar
oft yfir sumarið, en ekki eins og verið hef-
ur geymt þangað til brautirnar hafa verið
svo til horfnar, og þá stráð skeljasandi af
handahófi og reynt að hitta í gömlu
merkjalínurnar en tekizt misjafnlega. Eitt
dæmi mætti nefna, sem er ekki gott, að
sumarið 1948 er sett met í 100 m hlaupi
á 11,8 sek. Það er staðfest. Nú líður tím-
inn. Þegar svo Akurnesingar koma seint
um sumarið, er farið að merkja upp braut-
irnar, og kemur það þá í ljós, að brautin
hafði verið 2—3 m of stutt allt sumarið.
Maður gæti ætlað að svona ónákvæmni í
einstaka atriðum mundi valda sundrung
mcðal íþróttamanna. Það hefur þó ekki
'borið á því svo mikið fyrr en nú eftir að
keflvísku íþróttamennirnir fóru upp á
Akranes, þar sem fram fór keppni milli
þessara tveggja íbæja. Arangur í þeirri
keppni var mjög góður og má þar til
nefna kúluvarpið og 100 m hlaupið, sem
þeim, sem eiga þess kost að njóta leið-
sagnar fylgdarmannsins með þjónustueðlið.
Blessuð sé minning þín, Tómas Snorra-
son. M. Guðmundsson.
íþróttalíf
Böðvar Pálsson vann á 11,6 sek., sem er
góður tími. En þar skeður sama skyssan
og í Keflavík, ‘brautin er ekki mæld upp
eftir að búið er að setja tvö met á henni,
sem er Keflavíkurmet Böðvars Pálssonar á
11,6 sek. og Akurnesingsins sem hljóp á
11,9 sek. Meðvindur var um fimm vindstig,
en það virðist ekki breyta neinu. Þeir á
Akranesi staðfestu sem met tímann hjá
sínum manni, en Böðvar Pálsson fær sinn
tíma ekki staðfestan, sem líka er rétt. En
mér er þá spurn: Af hverju er tími Hólm-
geirs Guðmundssonar staðfestur sem met?
Hann var þó ekki settur við löglegri skil-
yrði en metið í 60 m hlaupinu á 7,3 sek.,
þar sem hlaupararnir höfðu 5—6 vindstig
beint á eftir sér. Eg hefi kynnt mér þetta
dálítið og hefi komizt að þeirri niðurstöðu
í þessum málum, að sóma ykkar vegna
getið þið ekki staðfest neitt af þeim ár-
öngrum, sem náðst hafa í Keflavík, hvorki
í hlaupum né stökkum. Það gegnir öðru
máli með .köstin, þar mun engum detta í
hug að efast um, að ekki sé rétt að farið.
Mér finnst þó ekki rétt, að íþróttamenn-
irnir sjálfir séu við að mæla köstin. Finnst
mér að það ætti að kveðja til menn, sem
eru hlutlausir um þessi mál, þannig að
keppendur séu öruggir um, að ekki verði
neitt af þeim dregið eða að öðrum hlúð.
Fyndist mér því rétt, að kostaður yrði
maður til þess að taka dómarapróf í fjáls-
íþróttum, og ber hann þá ábyrgð á öllu,
sem fram fer. Það ætti ekki að kosta svo
mikið. Hann yrði þó að geta mætt, þegar
um mót yrði að ræða.
Suðurnesjamótið var ekki haldið að
þessu sinni, og kom það til af því, að
þeir menn, sem eru í stjórn Iþróttabanda-
lags Suðurnesja hafa engan áhuga fyrir
íþróttamálunum, og gerðu því rétt í að
segja af sér og gefa íþróttamönnunum eftir
að sjá um sín mál sjálfir. Fyrir mitt leyti
hef ég talið formann bandalagsins engan
veginn færan um að gegna þessu starfi.
Til þess þarf mann, sem er framtakssam-
ur og getur glætt áhuga hjá öðrum fyrir
íþróttamálunum. Mér hefur einnig dottið
í hug, hvort áhugi mundi ekki glæðast
hjá fleiri ungum mönnum, ef veitt yrðu
verðlaun að keppni lokinni. Það ætti ekki
að vera svo kostnaðarsamt, og mætti þá
verðlaunaafhending fara fram um kvöldið
í húsi ungmennafélagsins, þar sem yrði svo