Faxi - 01.01.1950, Blaðsíða 5
F A X I
5
var á stórseglinu einu. Þegar búið var aS
sigla alllengi til norðurs, sást til skips, sem
var róið og fór þar Þorsteinn Árnason, sem
einnig lenti í hrakningi þessa sömu nótt.
Þeir höfðu orðið fyrir áfalli, hálf fyllt og
brotið útleggjarann, og urðu því að hætta
að sigla. Um kvöldið komust þeir svo í
enskan togara. Mann'björg varð en skipið
tapaðist. Daginn eftir skilaði togarinn
skipshöfninni heillri á húfi heim i Hafnir.
En saga þeirra Magnúsarmanna er lengri.
Þeir sigldu norðurslag sem fyrr var frá
sagt. Þreifandi myrkur var og ekki sást
landið. Það var því siglt þar til að allt í
einu krakar niðri. Mikil ferð var á skip-
inu svo að það klungraðist upp á skerið,
með þeim afleiðingum að stýrið hrökk
upp úr lykkjunum og tókst ekki að ná því
aftur. Mikill brim vaðall gekk á skerið
og var skipið, sem gat farið i spón á
hverju augnabliki, og mennirnir í bráð-
um háska.
Hvorutveggja tókst þó að bjarga, með
því að stjaka skipinu útaf skerinu. En þá
var annað borð frá kjalsíðu rifið stafna á
milli, og mikill leki kominn í skipið. Hér
voru þeir komnir á tjarndauðan sjó og dró
Magnús þá ályktun að þeir væru staddir
á Gjánni, en það er aðal lendingin á Staf-
nesi, og reyndist það rétt vera.
Þeir höfðu sem sagt farið yfir Stafnes-
urðina en þar er alltaf mikið brim og því
undravert hvernig þeir hafa verið leiddir
í gegnum þennan mikla brimgarð án þess
að tjón yrði af, algerlega án þess að vita
hvar þeir voru staddir, eða í hve mikilli
hættu þeir voru.
Stórsegl og frammastur var fellt strax
er komið var á Stafnesurðina. En þegar
tekist hafði að losna þaðan og inn á leg-
una, lét Magnús taka seglið af aftur mastr-
inu og lét setja ballestargrjótið í seglið og
batt að með klónni af seglinu, en hún var
úr tveggjatommu tói. Síðan :bjó hann út
þrefalda uppistöðu sem legufæri og batt
við klóna. Fargi þessu var nú varpað til
‘botns inní gjána og legið við það í þrjá
klukkutíma. Sama ofsarokið hélst, með
svarta byl og frosti. Veðurhæðin var svo
mikil að þeim tókst ekki með nokkru
móti að róa til lands þó að þeir væru
komnir inná smásævi og ekki glóraði
fyrir landinu þó að þeir vissu að það hlyti
að vera mjög skammt undan. Að þremur
tímum liðnum slitnaði, eða öllu heldur
skarst tóið sundur á hrauni í botninum.
Nú var ekki gott í efni. Stormurinn
hrakti skipið frá landi. Brimið og storm-
urinn börðust á báðar hendur. — Öll fær-
in voru látin út til að fá skipið til að
horfa betur uppí veðrið og tókst það svo
vel að það varðist að mestu áföllum.
Það dreif hratt frá landi. Nú skall nátt-
myrkrið á og jók á óhugnanlegheitin, sem
virtust þó vera ærin fyrir, hjá matarlausri
og skaðfrosinni skipshöfninni, sem rak
hjálparvana á opnum báti gegnum niða-
myrkur nætur og iðulausrar stórhríðar, út
á hið ægilega haf — burt frá landinu og
ástvinunum.
Allt í einu bráð lygndi, en bylurinn varð
jafnvel enn þéttari.
Þá skeði þetta ægilega og undarlega.
Allt virtist loga, sjórinn, skipið og menn-
irnir — öll þessi þrönga tilvera stóð í björtu
báli. Hvað var að skeP Jú, — það var hræf-
areldur. Hann kom eins og ábætir ofan
á allar þær skelfingar sem á höfðu dunið.
Ekki leið þó á löngu þar til stormurinn
náði aftur yfirtökum yfir þessum vágesti,
og hamaðist með enn meiri ákafa enn fyrr
og íbylurinn var að sama skapi.
Eftir nokkrar mínútur lygndi á ný og
rofaði til í lofti. Smátt og smátt 'birti og
gekk þá vindurinn til suðurs. Brátt fóru
að sjást ljós allt í kring og við nánari
eftirgrenslan kom í ljós að þá hafði rekið
út til báta frá Sandgerði, sem haldið höfðu
sjó vegna veðurs og dimmviðris. Ekki
tókst þeim þó að vekja eftirtekt 'bátverja
á sér, þó að þeir réru til þeirra hvers af
öðrum, því að þeir tóku þá jafnan til að
keyra og fjarlægðust óðum. Ekki var það
efnilegt — stýrislausir og með fáar árar.
Stórseglið var nú sett upp að nýju og róið
undir með fjórum árum en stýrt með
þeirri fimmtu og stefnt á Sandgerði.
Greiðlega gekk að ná upp undir Sand-
gerðisflösina. En þar var úr vöndu að
velja. Brim var mikið við Flösina en hins-
vegar svo af mönnum dregið að Magnús
treysti þeim ekki til að taka á sig þann
mikla róður sem með þurfti til að fara
sundið. Hann tók því þann kost að hætta
á að brjótast í gegnum brimið og með
þessum hvatningar orðum til manna sinna:
„Verið ekki hræddir piltar. Því eins og
Guð bjargaði okkur af Stafnesurðinni í
dag, mun hann einnig leiða okkur hér í
örugga höfn“. Síðan var lagt af stað. Land-
brotið tók skipið fljótlega. Það hálf fyllti,
skar undan og tók örlítið aðra stefnu, hjó
aðeins niðri á Flösinni en var svo komið
inn á höfnina i Sandgerði. Menn og skip
voru hólpnir í öruggri höfn — öllu var
bjargað.
Iðnráð Keflavík-
ur og nágrennis
I landslögum um iðju og iðnað frá 1.
júlí 1937, segir svo í 23. grein í öðrum
kafla um iðnað: 1 hverjum kaupstað skal
vera iðnráð. Skulu lögreglustjórar að jafn-
aði leita umsagnar iðnráðanna um þau
mál, er undir þá falla, samkv. öðrum kafla
þessara laga, og samkv. löggjöfinni um
iðnaðarnám. Ráðherra skal með reglugerð
setja ákvæði um kosningu iðnráða og nán-
ari ákvæði um starfsvið þeirra.
I reglugerð um kosningu og starfsvið
iðnráða með áorðnum breytingum frá 14.
okt. 1939, segir svo í fyrstu grein: 1 hverj-
um kaupstað skal vera iðnráð, en heimilt
er einnig iðnaðarmönnum utan kaupstað-
ar, í kauptúnum og annars staðar, að stofna
iðnráð, en skilyrði fyrir því er þó það, að
25 iðnaðarmenn, hið fæsta í 10 iðngrein-
um, standi að iðnráðinu, enda sé iðnaðar-
mannafélag eða iðnfélag á staðnum.
Þar sem ekki eru iðnráð á staðnum,
skulu lögreglustjórar, iðnaðarmenn og aðr-
ir, sem þurfa á aðstoð iðnráða að halda,
snúa sér til iðnráðs næsta kaupstaðar, eða
iðnráðs Reykjavíkur.
Samkvæmt því, er hér að ofan greinir,
'boðaði stjórn Iðnaðarm.fél. Keflavíkur alla
þá iðnaðarmenn í Keflavík og nágrenni,
sem til náðist á kjörfund miðvikud. 31.
ágúst þ. á., þar sem kosið skyldi iðnráð
fyrir Keflavíkurkaupstað og nágrenni.
Fundur þessi var haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu við Hafnargötu og mættu á honum
nær allir iðnaðarmenn úr Keflavík og ná-
grenni, sem fundarboð höfðu fengið. Þenn-
an dag var Iðnráð Keflavíkur og nágrenn-
is stofnað, og samkv. reglugerð um kosn-
ingu og starfsvið iðnráða, eiga sæti í iðn-
ráði 1 aðalfulltrúi og varafulltrúi frá hverri
iðngrein.
I iðnráðinu eiga nú 17 iðngreinar full-
trúa. Hið nýkjörna iðnráð kaus sér nokkru
síðar framkvæmdastjórn, en hana skipa
eftirtaldir menn: Form. Guðjón Hjörleifs-
son múrarameistari, Keflavík, ritariAgúst
Pétursson húsgagnasmíðam., Keflavík,
gjaldkeri Jóhann Pétursson klæðskeram.,
Keflavík, varaform. Magnús Þorvaldsson
húsasm., Keflavík, vararitari Gísli Guð-
mundsson vélvirki, Innri-Njarðvík, vara-
gjaldk. Egill Þorfinnsson skipasmíðam.
Keflavík.
Framhald á 8. síðu.