Faxi - 01.01.1950, Blaðsíða 7
F A XI
7
Nætur- og helgidagavaktir læknamta í
Keflavík:
21.—28. jan. Karl. G. Magnússon.
28. jan. til 4. febr. Pétur Thoroddsen.
4.—11. febr. Björn Sigurðsson.
11,—18. febr. Karl G. Magnússon.
18.—25. febr. Pétur Thoroddsen.
25.febr. til 4. marz.Björn Sigurðsson.
Slökkvilið Keflavíkur enn á ferðinni.
Eftir áramótin hefur verið allmikið um að
slökkviliðið væri kallað út, bæði í Keflavík
og Njarðvíkum. Sem betur fer hefur þó ekki
verið um alvarlega bruna að ræða né veru-
legt tjón.
Scrstök athygli
skal vakin á því hvernig fólk ætti að haga
sér, ef eldur verður laus.
Strax og elds verður vart skal hringt á
símastöðina og símastúlkan beðin um að
koma brunakallinu áfram. Þá má ekki
gleyma að taka greinilega fram götu og
húsnúmer þar sem cldurinn er laus. Sé
sími ekki í húsinu skal reynt að fá síma-
afnot af næsta síma, eða koma boðum til
stöðvarinnar á annan hátt — nema að
hægara sé að komast að brunaboðanum
og brjóta hann.
Umfram allt, gefið fljótt öruggar upplýs-
ingar um hvar eldurinn er. Það flýtir fyrir
því að þér fáið aðstoð.
Ef þér heyrið í brunalúðrinum ættuð þér
ekki að hringja strax á símastöðina, nema
þér ætlið ákveðið að fara slökkviliðinu til
aðstoðar, það kynni að trufla símastúlkurnar
við fyrirgreiðslu, sem þær kunna að geta
veitt í sambandi við brunakallið, en auk þess
sem þær biðja fólk í næstu húsum við bruna-
boðann að brjóta hann, hringja þær í bruna-
liðsmennina ef unnt er, hvort heldur þeir eru
heima eða á vinnustað.
Leiðbeiningar þessar eru veittar að gefnu
tilefni, einkum varðandi ófulnægjandi upp-
lýsingar um brunastað.
Lyfsöluleyfi í Keflavík
hefur nú verið veitt Jóhanni Ellirup. —
Heilbrigðismálaráðuneytinu bárust margar
umsóknir, þar á meðal frá bæjarstjóranum,
sem sótti um lyfsöluleyfið fyrir hönd Kefla-
vikurbæjar o. fl., samkvæmt samþykkt bæj-
arstjórnar.
B.v. Keflavíkingur verður fyrir áfalli.
Laugardaginn 7. janúar var Keflvíkingur á
siglingu til lands af Halamiðum. Veður var
vont, sem er öllum í fersku minni í sambandi
við þann sorglega mannskaða er varð við
Vestmannaeyjar. A landsiglingunni reið afar
mikill sjór yfir Keflvíking aftanverðan stjórn-
borgmegin. Vélahúsið laskaðist allmikið,
brúarvængur o. fl. Skipinu var því snúið til
Reykjavíkur, þar sem það fær viðgerð. Gert
er ráð fyrir að viðgerðin taki a. m. k. þrjár
vikur. Ekki varð neitt tjón á mönnum.
Skipverjar á b.v. Keflvíkingi
höfðu skemm'tikvöld í U. M. F. K. fyrir
nokkru. Þangað var boðið útgerðarnefnd
Keflavíkurbæjar, starfsfólki bæjarskrifstof-
unnar ,starfsfólki Netagerðar Keflavíkurbæj-
ar og svo nokkrum vinum og vandamönnum.
Skemmtu menn sér hið bezta, það var líf
og fjör — eins og vænta mátti — og öllum
veitt af rausn.
Mér er sönn ánægja að flytja skipverjunum
kærar þakkir, frá öllum, sem boðnir voru,
fyrir ágæta kvöldskemmtun.
Símastöðin er nú opin allan sólarhringinn
og verður það yfir vertíðina til að byrja
með, en stöðugt fer vaxandi áhugi fyrir því
að hún sé opin allan sólarhringinn árið um
kring. Keflavíkurbær, Njarðvíkurhreppur,
Slysavamadeild kvenna, Keflavík og Út-
vegsbændafélag Keflavíkur veita öll stöðvar-
stjóranum styrk til að standast kostnað af
næturþjónustunni.
Ný útkomin árbók
Slysavarnafélags íslands liggur á borðinu
hjá mér. Hún er mjög merkileg fyrir ýmsa
hluti. Eitt sker þó sérstaklega í augu okkar
Keflvíkinga, er við flettum henni. Þar er
skýrsla um félagatal og fjárframlag hvers
félags til Slysavarnafélagsins. Kvennadeildin
í Keflavík hefur 175 meðlimi og er því 28.
félagið að félagafjölda, en hún hefur lagt
fram kr. 12,400,00 til Slysavarnafélags íslands.
Það er það 4. í röðinni. Reykjavíkurfélögin:
Ingólfur með 1674 félaga leggur fram kr.
39,187,30 og kvennadeildin með 1500 félaga
leggur fram kr. 20,037,99 og svo kvennadeildin
á Akureyri með 224 félaga leggur fram kr.
12,866,00.
Nr. 156 á félagaskránni
er svo Slysavarnadeild karla í Keflavík með
94 félaga. Þar bregður fyrir öðrum tón —
þar hafa ekki verið gerð skil í nokkur ár.
Hvað veldur? Það er leitt að sjá slíkt í opin-
berum skýrslum — og ekki sízt frá stað, þar
sem mikil þörf er fyrir að starfi öflugt Slysa-
varnafélag og björgunarsveit.
Vertíð byrjaði
viku af janúar í Keflavík og Sandgerði og
síðan hafa bátarnir verið að bætast við hver
af öðrum og munu nú flestir línubátarnir vera
byrjaðir. Afli hefur verið sæmilegur, stund-
um góður allt upp í 20 skippund í róðri.
FÁXI
Blaðstjóm skipa:
HALLGR. TH. BJÖRNSSON,
JÓN TÓMASSON,
VALTÝR GUÐJÓNSSON.
Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og
annast ritstjórn þess.
Gjaldkeri blaðsins:
GUÐNI MAGNÚSSON.
Afgreiðslumaður:
STEINDÓR PÉTURSSON.
Auglýsingastj óri:
BJÖRN PÉTURSSON.
Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00.
Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja-
vík og verzlun Valdimars Long,
Hafnarfirði.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Veðurfar hefur hinsvegar verið afar erfitt,
oft aftaka hvassviðri.
Talið er
að útgerð verði meiri í velur hér í Kefla-
vík heldur en í fyrra og undanfarandi ár.
Bátar, sem ætla sér að stunda netjaveiðar
verða einkum fleiri.
Þorrablót
voru haldin með þorrakomunni bæði af
Kvennfélagi Keflavíkur og Kvennfélagi
Njarðvíkur. Borðað var hangikjöt, hákarl,
flatkökur o. fl., menn voru hinir listugustu.
Eftir máltíðina, ræðuhöld og söng var stig-
inn dans af miklum móði. Fjölmenni var á
báðum stöðunum og er mér kunnugt um
að í Keflavík skemmtu menn sér hið bezta,
og heyrt hefi ég, að svo hafi einnig verið í
Nj arðvík.
Á aðalfundi FAXA í haust
var blaðstjórn blaðsins endurkjörin, en
starfstími hverrar blaðstjórnar er almanaks-
árið. Við áramót baðst Jón Tómasson ein-
dregið undan því að veita blaðstjórninni for-
ustu og var Hallgrímur Th. Björnsson kjör-
inn formaður blaðstjórnar, einnig tekur Valtýr
Guðjónsson við ritstjórn Flæðarmálsins af
Jóni, og ber því að snúa sér til hans með
Flæðarmálsefni.
Bæjarstjórnarkosningar.
Fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar fara fram
í Keflavík núna um næstu helgi (29. janúar).
Fram hafa komið fjórir listar: A-listi bor-
inn fram af Alþýðuflokknum, B-listi af Fram-
sóknarflokknum, C-listi af Sósíalistaflokkn-
um og D-listi af Sjálfstæðisflokknum.
I bæjarstjórninni eiga sæti 7 manns, en í
fráfarandi stjórn áttu sæti 3 menn frá Alþýðu-
flokknum, 3 menn frá Sjálfstæðisflokknum
og 1 maður frá Framsóknarflokknum.