Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1950, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1950, Blaðsíða 2
F A X I i Fram ettir öldum stunduðu ísknding- ar fiskv«iðar frá öndverðu. Eftir að Is- skap, sem var þeim mi'klu hagkvæmari atvinnuvegur en gömlu víkingaferðirnar. Þó var mjög algengt, að ungir menn færu utan og tækju þátt í víking á sumrum, að sið feðranna, og lifðu svo vetrarlangt við glaum og gleði í sölum konunga og ann- arra stórmenna, en létu svo ót í nýja vík- ingsleiðangra, er ísa leysti og vötn tóku að blána, sbr. vtsu Egils Skallagrímsson- ar: — Það mælti mín móðir —. Brátt urðu hinir ungu menn leiðir á þessum víkingshætti, héldu þá oft heim og tóku við bóum feðra sinna, eða mynd- uðu önnur ný, en létu þó skip sín halda uppi siglingum. Samhliða siglingum voru hér stundað- ar fiskveiðar frá öndverðu. Eftir að Is- lendingar námu þetta land á nyrsta hjara heims og fjarlægðust þannig sín gömlu, herskáu heimkynni, hefir hernaðarandinn smárénað, almennt, en þjóðin aftur á móti tekið að beita kröftum sínum við að sækja guil í greipar Ægis, því að þá voru hér auðug fiskimið og arðbært að stunda þau. — Svona hefir þetta gengið til alla land- námsöldina og lengur, á meðan skipakost- ur landsmanna var við lýði. En hér á landi voru engir stórir skógar, svo að ómögulegt var að endurnýja hin hrörnandi skip, sem fór nó óðum fækkandi. Fór því sigling Islendinga að verða strjál og landinu alls ófullnægjandi og árið 1262, þegar Gamli sáttmáli var undirritaður, áttu Islending- ar ekkert sjófært skip, enda var sett í þessa sáttmálsgerð, að konungur skyldi láta 6 kaupskip sigla til landsins 2 næstu árin og síðan eftir ráði konungs og vitrustu manna á Islandi. Þannig lauk hinum glæsta þjóðveldistíma Islendinga og var það fyrst og fremst því að kenna, að ut- anrikisverzlun og siglingar þjóðarinnar færðust algerlega í hendur erlendra manna. Að vísu voru margar aðrar ástæðtir sem ollu ófarnaði þjóðarinnar á miðöldunum, en óefað hefir samgönguleysið við ótlönd og svo verzlunaránauðin verið stærsta böl- ið. Um skeið grófði svartnætti miðald- anna yfir landi og lýð. Hin konungborna þjóð með hetjuferil víkingsins að baki sér, var nó kóguð og svínbeygð af duttlung- um atvikanna. Hón var eins og maður, sem í fárviðri er staddur í bátkænu á hafi óti, einn og hjálparvana með sjálfs sín ör- víl.nun í ibrjóstinu en dauðann glottandi á næstu 'báru. Það eina, sem þá brást ekki alveg, var sjórinn. En menn höfðu þá ekki holmagn til að eignast stór og vel ótbóin veiðiskip og urðu því að láta sér lynda sína litlu og lélegu báta, en samt hafa fiskveiðarnar átt sinn stóra þátt í því, að bjarga þjóðinni frá algerri tortímingu, sem sagt er að hafi orðið hlutskipti hins ísl. kynstofns í 'Grænlandi. Ofarir hans eru vafalaust samgönguleysinu að kenna, eftir að skipastóll landanna var að fullu ór sér genginn. Tap hinnar grænlenzku nýlendu var óbætanlegt tjón fyrir Island, eitt af mörgum, en það er l'íka ein ástakanleg- asta afleiðing þess, að Islendingar lögðu farmennskuna á hilluna og um leið óræk sönnun þess, hversu þjóðin var á þeim tímum heillum horfin. Nokkrar tiíraunir voru þá gerðar af góðum mönnum til að ráða bót á þessu, og má þar til nefna, að biskupsstólarnir höfðu forgöngu um að Island eignaðist aftur skip, en þessi góða viðleitni bar lít- inn árangur. Frá því er sagt, að 60 smá- lesta skip, sem Guðbrandur Þorláksson hafði gengizt fyrir, að keypt var til lands- ins, og halda átti uppi millilandaferðum, fórst með rá og reiða. Þetta var á 16. öld, en um aldamótin 16 hundruð kom ein- okunin til skjalanna, en ór því er ekki um neina viðleitni af hálfu Islendinga að ræða í þessa átt, þar til aftur fer að rofa til með komu Skóla Magnóssonar um miðja 18. öld, en hann reyndi, eins og kunnugt er, að hefja á ný aðflutninga á eigin skipum, en þá var hins vegar orðið við ramman reip að draga, þar sem engir kunnu að sigla skipunum eða vinna við þau, svo að árangurinn af hans góðu við- leitni varð næsta lítill. 19. öl'din varð aftur á móti vakninga- og viðreisnarskeið. Þá komu fram á sjónar- sviðið margir andans menn með óbilandi tró á giftu þjóðarinnar og hvöttu hana til þess að „strjóka af augum nótt og harm þess horfna" og hefjast til nýrra hetjudáða. Fremsta má þar nefna þá Fjölnismenn með „litaskáldið góða“, Jónas Hallgrímsson í fararbroddi. Hann orti hrífandi ættjarð- arljóð og minnti á forna frægð: „Þá riðu hetjur um héruð, og skrautbóin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varn- inginn heim“. Og þetta: „Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáð'in hezt?“ Hannes Hafstein tekur viðl af Fjölnismönnum og er einnig eitt af kraftaskáldunum. Hann segir: „Já, láttu Gamminn geysa fram . . .“ Og þessir menn töluðu ekki yfir dauð- um steinum. Þjóðin vaknaði eftir hina dimmu, löngu nótt vetrarins við þennan hvella lóðurhljóm vorboðanna og hón hlustaði hugfangin á herhvöt skáldanna sinna, og óðar en varði voru allir með til söngs og starfs. Nó rak hver stórviðburð- urinn annan. I stað hinna illa ótbónu ára- báta komu á skömmum tíma stór og glæsi- leg þilskip með góðum ótibónaði, er gátu sótt miklu lengra og aflað meiri fiskjar en áður hafði þekkst. Það verður ekki sagt, að þilskipin ættu sér langan aldur á Islandi, en þó áunnu þau landi og lýð mikil verðmæti, bæði efnalega og andlega séð. Nó lærðu menn aftur að sigla og eign- uðust bjartar framtíðarvonir. Um hið vax- amdi athafnalíf íslendinga á sjónum um þessar mundir yrkir góðskáldið Steingrím- ur Thorsteinsson hið snjalla sjómanna- ljóð: „'Heyrið morgunsöng á sænum . . .“, sem öll þjóðin lærði og söng, inn til dala, ót til nesja og á hafi óti. Utflutningsmagn landsmanna jókst nó ajl verulega, en sam- hliða því varð þessi tími Islendingum verk- legur sjómannaskóli, er bjó þá undir hinn nýja tíma, sem fór í hönd með gufu og vélaöldinni, er markaði tímamót í sögu þjóðarinnar með öllum sínum stórstígu framförum. íslendingar eignuðust nó línu- skip og togara, en auk þess stofnsettu þeir Eimskipafélagið, en með stofnun þess steig þjóðin sitt stærsta og þarfasta spor til auk- innar menningar og fullkomins sjálfstæð- is, enda liðu aðeins 4 ár frá stofnun þess, þar til landið endurheimti frelsi sitt og fjárforráð með fuliveldisdeginum 1. des- ember -1918. Hinn góði skipahostur Eim- skipafélagsins og hin stóru og velótbónu fiskiskip landsmanna sköpuðu á skömm- um tíma nýja gullöld í landinu. Vegna afkasta sjómannanna á liafinu færðist nýr þróttur og fjör í allt athafnalíf Islendinga, svo að á örfáum árum auðnaðist þessari þjökuðu og illa leiknu þjóð, sem um alda- raðir háði lífsstríð við áþján elds og íss, að ganga sigrandi af þeim hólmi fyrir sókn og vörn hermanna sinna, hinna hugdjörfu, ötulu íslenzku sjómanna, niðja þei’rra Egils, Gunnars, Grettis og Snorra. Ennþá hafa sigrar verið unnir. Aldrei hefir skipa- stóll landsmanna verið glæsilegri, bæði hvað fiski- og verzlunarflotann snertir, enda standa íslenzkir sjómenn nó erlend- um stéttarbræðrum sínum sízt að baki. Þjóðin hefir nó loksins fengið augun opin fyrir því, að friðun landgrunnsins sé nauð- synleg til verndar fiskistofninum og flytja nó mál sitt við erlend stórveldi af djörf- ung og kappi um víkkun landhelgislín-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.