Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1950, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1950, Blaðsíða 3
F A X I 3 Fast þeir sóttu sjóinn Aftari röð: Baldvin Jónsson, Hópi, Magnús Hafliðason, Hrauni, Guðmundur Benónýsson, Þorkötlustöðum, Júlíus Hjálmarsson, Miðbæ, Þorsteinn Símonarson, Vallarhúsum, Ingi- mundur Guðmundsson, Akurhúsum, Brynjólfur Sveinsson, Hrauni, ívar Magnússon, Bakka, Járngerður Eiríksdóttir, Járngerðarstöðum, Þorvaldur Klemensson, Járngerðarstöðum og Sigurður Jónsson, Hópi. unnar, sem sé nökkuð til samræmis við það, sem annars staðar þekkist. Barátta þessi ber nú þegar nokkurn árangur til bóta, en betur má e£ duga skal. Hér að framan liefi ég í stuttu máli rak- ið sögu íslenzkra sjómanna og íslenzkrar sjósóknar, minnt á manngildi sjómanna og þrautseigju og bent á, hversu mikils virði hún var og er okkar fátæku þjóð. — Til hinna fyrstu siglinga forfeðranna hefir verið stofnað til reynslu og gamans. Ævintýrið, með sín litskreyttu hillinga- lönd lokkaði þá út á hafið. — Hið óþekkta var ávallt fyrir stafni, hvert sem haldið var. Síðar gránaði gamanið, er alvara lífs- baráttunnar varð með í leiknum. Nú er það ekki lengur hið gullna ævintýr sem lokkar, heldur skyldan sem skipar. Töfrar ævintýrsins búa ekki á fiskimiðum Is- lendinga, — þar er aðeins kaldur og grár veruleikinn, þungbrýnn og skuggalegur. bangað er ekki siglt til gleðileika heldur til harðvítugra mannrauna. „Þá mun bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna“. Frelsisspár skáldanna hafa ræst, draum- synin er orðin að veruleika. Þjóð'in, sem um aldaraðir hafð'i verið kúgaður þræll hefir nú aftur fundið sitt glataða frelsi iyrir tilverknað sinna beztu sona og dætra. Við, Islendingar, sem bárum gæfu til að sja þessa fögru drauma rætast, eigum að varðveita og tryggja á allan hátt frelsi iandsins, fegra það og prýða og gera það aftur að griðastað manndóms og lista, eins og það var í tíð feðranna. Hér læt ég staðar numið, og er þó margt osagt. Þetta eru aðeins molar tíndir fram sem sýnishorn af öllu því markverða, sem a góma ber, þegar rætt er og ritað um ís- lenzka sjómennsku og íslenzka sjómanna- stétt. Ævisaga sjómannsins íslenzka er svo veigamikill þáttur í lífssögu þjóðarinnar, og á margt fleira verð'ur að minnast, þegar sú saga er sögð. Ævistarf þcirra var þrot- laus barátta, þar sem öllu var vogað, þar sem gengið var ótrautt gegn hættum hafs- ins við að flytja björgin í grunninn undir framtíðarhöll landsins barna. Sú harðvít- uga barátta hefir kostað mörg mannslíf, þeirra er hlotið hafa legstað sinn í hinni votu gröf Ægis. En hverju launum við svo þetta dáðríka fórnarstarf? Vafalaust er þjóðinni æ betur að skiljast í hve stórri þakkarskuld hún er við sjómenn sína, enda er þeim mikið og óspart þakkað. En hér Meðfylgjandi mynd mun vera allt að því einstök. Hún er af Grindvíkingum sem fermdir voru vorið 1906 í Staðar- kirkju af séra Brynjólfi Gunnarssyni, sem þá Var prestur þar. Fyrir nokkrum dögurn komu „ferm- ingarbörnin" saman og var þessi mynd tekin þá. Við ferminguna voru þau 12, en ein stúlka, Guðrún Bjarnadóttir frá Mel- bæ, dó í „Spönsku veikinni“ 1918. Myndin er þó merkilegust fyrir það, að ekki skyldi saxast meira úr hópnum, einkum þegar tekið er tillit til þess að allir piltarnir gerðust sjómenn. Sex þeirra gerðust formenn, þeir Bald- vin, sem enn er formaður, Magnús, Guð- mundur, Júlíus, ívar og Þorvaldur og voru duga ekki þakkirnar einar, því að „Orð, orð, innantóm fylla storð fölskum róm“. Við eigum að launa hetjum hafsins að verðleikum og, — „sýna í verki viljans merki". H. Th. B. það flestir um áratugi, en það hentar eng- um aukvisum við brimótta úthafsströnd. Hinir fjórir tókust ekki formennsku á hendur, en ég tel ekki of mælt að segja þá afburða sjómenn hvern um sig, því að saman fór þrek, kapp og hagsýni. Ingi- mundur er sá eini sem breytti til um at- vinnu og gerðist verzlunarmaður um all- langt skeið. Frú Járngerður giftist Ol'afi Olafssyni, lækni, héðan úr 'Höfnunum, sem lengi var héraðslæknir við Breiðafjörð. Olafur viar harðduglegur og fast sækinn við skyldu- störf sín oft við óblíðar aðstæður en Járn- gerði hefur verið viðbrugðið fyrir alúð og hjálpfýsi við sjúklinga manns hennar, og raunar alla aðra, og þannig fylgt sveit fermingarbræðra sinna um að sýna dáð og dug í hvívetna. Og ekki verður séð af myndinni að sex- tugir séu þar samankomnir og ekki held- ur að hörð lífsbarátta hafi verið þeirra vinstri hönd. Það má næstum því segja að hin kjarnmikla aldamótaæska skíni enn á hverri brá.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.