Faxi - 01.03.1952, Page 10
42
F A X I
Talið frá vinstri: Bjarni Olsen,
Guðrún Bachmann, Þormar Guðjóns-
son, Óskar Kristjánsson, Hilmar B.
Þórarinsson, Líneik Karvelsdóttir,
Bjarni Bergsson, Halldóra Austmann,
Gísli Guðmundsson, Valur Sig-
urðsson, Sigríður Ingibjörnsdóttir,
Guðný Þorsteinsdóttir, Karl Oddgeirs-
son, Alexander Klemenzson. Jóhanna
Einarsdóttir, Oddur Sveinbjörnsson,
Kristinn Helgason. Sitjandi:
Þorgrímur Einarsson, leikstjóri, Friðrik
Valdimarsson, með bókina.
Stundum og stundum ekki
er leikið um þessar mundir í Samkomuhúsi
Njarðvíkur, en fyrir sýningunum standa Ung-
mennafélag Njarðvíkur og Kvenfélag Njarð-
víkur.
Þetta er gamanleikur i þremur þáttum eftir
Arnold og Bach, staðfærður af Emil Thorodd-
sen.
Leikstjóri er Þorgrímur Einarsson leikari
og hefur mér verið sagt — enda kemur það
fram í leikskránni, að hann hafi sýnt mik-
inn dugnað og alúð við sviðsetningu leiksins.
Kunnugur maður, sem horfir á leikinn og
veit að enginn af þeim sem skipa hin 18
hlutverk leiksins er vanur leikari og marg-
ir þeirra aldrei komið á leiksvið fyrr, verður
það Ijóst að hér hefur mikið verk verið unnið
og tvímælalaust stór sigur fyrir leikstjóra-
feril Þorgríms.
Þetta er annað verkefnið, sem þessir aðilar
eru með. í fyrra léku þeir „Eruð þér frí-
múrari". Þegar tekið er tillit til þess sem
hér hefur verið sagt og hins að leikendur eru
valdir úr hópi svo fámenns byggðarlags mætti
halda, að hver þverbresturinn væri öðrum
verri á sviðinu, en svo er aldeilis ekki. Að
vísu er ekki hægt að jafna leik þeirra við
frammistöðu langþjálfaðra atvinnuleikara, og
þá síst í taltækni og fjaðurmagni, en heildar
yfirbragð og leikgleðin vinnur þetta upp.
Efni leiksins er mjög spennandi og rás við-
burðanna hröð.
Eg er þeirrar skoðunar að vel hafi tekizt
til um niðurröðun í hlutverk. Bjarni Bergs-
son leikur stjórnarráðsritarann, sem varð í
höndum örlaganna að ráðherra. í þessu að-
alhlutverki sýnir Bjarni að óhætt er að trúa
honum fyrir stórræðum á sviðinu, enda þótt
hann hafi sjaldan komið þar áður. Hann hef-
ur góða rödd og persónusköpun hans heil-
steypt.
Sama er að segja um Halldóru Austmann,
Hilmar Þórarinsson, Val Sigurðsson og Krist-
in Helgason, það varð ekki séð á þeim að
þau væru nýgræðingar í listinni. Kristinn er
efni í afbragðs „Comiker" og honum fylgir
hressilegur hraði, en hann mætti vanda bet-
ur framsetninguna og þess þurfa fleiri að
gæta, því að hljómur er slæmur í samkomu-
salnum, sem er auk þess mjög stór. Alexander
Klemensson og Gísli Guðmundsson eru góðir
fulltrúar stjórnarráðsstarfsmannanna og virð-
ast kunna vel við sig þar. Guðný Þorsteins-
dóttir og Karl Oddgeirsson starfa þar líka.
Þau leggja alúð í hlutverkin sem fer þeim
vel, enda um ástarhlutverk að ræða. Sigríður
Ingibjörnsdóttir leikur þingkonuna sem berst
fyrir bættu siðferði og kvenréttindum. Skap
gerðin er góð og gerfið, en æskilegt hefði
verið að hafa eldri konu í hlutverkinu og
Sigríður má hafa sig alla við að láta gerfið
hylja æskuna — og tekst það furðu vel.
Oskar Kristjánsson leikur veitingamanninn
að Vatnalaugum. Hann sér í gegnum fingur-
sér við velsæmi gesta sinna. Hann er flest-
um veitingamönnum fremri í skapprýði og
ró en það eru hollir eiginleikar í þeirri stöðu.
Þórunn Karvelsdóttir leikur frú stjórnarráðs-
ritarans. Ahugi hennar fyrir frama eigin-
mannsins er græskulaus og vel gerður, en
aðgerðir hennar teldi ég enn sannari ef hún
treysti sér til að stíga örlítið léttara í væng-
inn við skrifstofustjórann, sem reyndist þess
vel verðugur — að lokum.
Þormar Guðjónsson, Bjarni Olsen, Guðrún
Bachmann, Oddur Sveinbjörnsson og Jóhanna
Einarsdóttir léku öll smá hlutverk svo að
ekki verður séð hvað í þeim býr, en vonandi
fá þau tækifæri til þess síðar.
Þetta er mjög virðingarverð viðleitni sem
ég held að hljóti að hafa tekizt framar öllum
vonum.
• •'■'•C«0#0«0«0*0#0»0*0#0#O«O«'• 1 c r c'.«':##•• i«c«0«0«i '•0«0«0«0«0#0#0«0«f'« • ••O«0#0#oi
0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0#c#0#0«0«0#c.-»0«0#0#c.l0c0; *COCO#G*COO«0#*#000#03*#()#0«0#0#0#C#0#0#0#0«0#0#0#0#0#0#C:»I
•5
•o
•o
Bœ\ur íslendingasagnaútgáfunnar með mánaðarlegum afborgunum.
•0
ss
„PARKER" PENNAR
•í BESTIKK, „WILD".
v
»
!• Daglega koma ný mánaða- og vikurit og
•*
§ DAGLEGA ER
is
Bókabúð Keflavíkur
%
!
ss
c.
S
:•
.*
r\ I LEIÐINNI.
Sí
•0
•Q*o*o*o*o*o*o*ofo»o©o«o»o»ooo*o*o*o»Q*Q*o«o*o*o*o*o«o»o*o*o*c*o''o»o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o«o*o*o»o»o»o*o«oto«o*(
0*0«0*0«0*0«0*0*0*0*0»0«0»0»0*0«0*0*0*0*0«0*0«0*0*0*0«0*0*0*0i0*0*0*0*0«0«0*0*0*0*0i0*0*0*0*0»0«0»0*0*0*0*0»0*0é0«0*0*0(