Faxi - 01.03.1952, Page 11
F A X I
43
Ragnar Halldórsson
Bridgeþáttur
Öllum bridgespilurum er nauðsynlegt
að kunna glögg skil á skynsamlegum sögn-
um. Takmarkið er að ná hinni, ef til vill,
einu réttu lokasögn í hverju spili, því að
enda þótt fyrir komi að litlu máli skipti
hvort lokasögnin verður t. d. 4 hjörtu, 4
spaðar eða 3 grönd, sökum þess að spilin
eru svo alhliða og sterk að úttektarsögn
vinnst, ef á annað borð nóg er sagt til
hálfleiks, þá ber að hafa í huga að á slík
spil er yfirleitt enginn vandi að segja, þau
eru lík góðhesti, sem fer á kostum eins
fyrir það þótt riddarinn kunni illa að sitja.
Þrír fjórðu hlutar allra sagnfærra spila eru
miklu viðkvæmari fyrir mistökum en þetta
ogþola i flestum tilfellum aðeins eina rétta
úttektar eða lokasögn.
Allur þorri spilafólks reynir einungis
að tileinka sér óbrotnar, eðlilegar og auð-
lærðar sagnir, sem í senn eru bæði viðkom-
andi spilamanni og meðspilamanni hans
skiljanlegar og viðráðanlegar. Þannig á
þetta líka að vera hjá ölium þeim, sem ekki
leggja bridgespilið beinlínis fyrir sig sem
listgrein eða atvinnu.
En það sakar ekki að vita hitt, að stór-
meistarar leggja inn á miklu þrengri hrattt-
ir og tefla miklu djarfar í sögnunum, en
fært er öllum a'lmenningi. Ályktunargáfa
þeirra er svo rökviss og glögg að þeir geta
rakið slóð að markinu, sem öðrum er með
öllu hulin. Ég mun nú sýna hér dæmi um
vandasamar sagnir frægra manna, en að
sjálfsögðu þarf ekki að taka fram, að í
höndum viðvaninga, sem ekki kynnu að
draga réttar ályktanir, yrðu slíkar sagnir
að hreinum voða og myndu lenda í al-
gerri upplausn.
Sagnir þessar eru úr keppni amerískra
strómeistara, en þeir nota, sem kunnugt
Sextugur
Pétur Lárusson Sólvailagötu 32 í Kefla-
vík varð sextugur þann 23. marz s. 1. Var
fjölmennt á heimili hans þenna dag af
frændum og vinum, enda er hann vinsæll
maður og vel látinn af öllum, er honum
kynnast.
Við þetta tækifæri fárust honum góðar
gjafir og fjöldi heiHaskeyta.
er ekki hið svokallaða Vínarsagnkerfi,
heldur yfirleitt Culbertson og með því
meira eða minna af persónulegum einka-
brögðum.
Hér er spii frá keppni Ameríkumann-
anna Rapee, Stayman, Becker og Craw-
ford, en þeir voru með í keppninni um
heimsmeistaratitilinn.
Rapee
S. G
H. 932
T. K 9 8 7 6 5
L. G 3 2
S. D 10 432
H. D 5 4
T. G 3 2
L. 8 7
Stayman
S. Ás
H. G 10 876
T. Ás4
L. Ás K D 10 9
Sagnir gengu þannig:
Vestur: Norður: Austur: Suður:
1 spaði pass 1 grand dobla
2 spaðar 3 tíglar pass 3 spaðar(!)
pass 4 tíglar pass 4 hjörtu
pass pass pass
Mörgum mun þykja furðulegt að Stay-
man býður 3 spaða á ásin blankan. Við
nanari athugun meinar hann þetta:
Ég hefi mjög sterk spil og ágæta spila-
skiftingu og fyrstu fyrirstöðu í spaða, sem
virðist vera höfuðlitur andstæðinganna. Eg
tel unnt að spila game í einhverjum hinna
þriggja lita, taktu ákvörðun um litinn.
Rapee getur ekki upp á mikið boðið og
verður að neita bæði laufi og hjarta og
segir því 4 tígla. Sú sögn er neikvæð, þar
eð hann hefur þegar boðið fram sinn tígul
áður og þarf ekki að gera það aftur, en
sögnin er jafnframt sú eina, sem fyrir
hendi er sem biðsögn, og snýr aftur vand-
anum yfir á hinn sterka.
Staymann segir 4 hjörtu! Eftir langa
krókaleið er loks komið að markinu, þ. e.
a. s. ef Rapee passar og það gerir hann
ef hann hefur svipaðan styrkleika í hjarta
og laufi vegna þess að ekkert bendir á að
fimm í láglit sé æskileg sögn. I þessu spili
er augljóst að engin bein og auðfarin braut
lá að hinni réttu lokasögn og verður það
augljósara ef skoðaður er árangur frá hin-
um helming keppninnar, þar hindraði
meistaraparið Becker og Crawford, sem
sat austur og vestur andstæðingana í að
ná 4 hjörtum með því að bjóða 4 spaða,
þeim var strax ljós hin mikli styrkleiki
Suðurs og sérstæð spilaskifting. Að vísu
urðu það tveir til 3 tapslagir doblaðir utan
hættu, en gróði samt ef félagarnir fengju
game við hitt borðið, en til þess kom ekki
því N—S buðu þarna 5 tígla og urðu
tveim slögum undir.
Þannig gaf þetta eina spil meisturunum
820 stig og færði þeim heim sigurinn í
keppninni.
Landið mitt
Eyja nyrst í Atlantshafi,
ættarlandið kærast mér.
Sólin gyllta geislastafi
gegnurn aldir sendi þér.
Hreinu, hvítu töfrarafi
tindar þínir skauti sér.
Þessi fögru friðarmerki
fjalla þinna, bendi lýð,
þegar trylltu voða verki
veldur heimi blóðugt stríð.
Drottins máttur, mildi sterki,
megi þér hlífa alla tíð.
Agúst L. Pétursson.
Tilkynning til sjófarcnda við ísland.
Gefin út af Vitamálaskrifstofunni í Reykja-
vík, 20. janúar 1952.
Grindavík. Hópsnesvita breytt.
Sett hafa verið rauð og græn ljóshorn i
vitann á Hópsnesi við Grindavík, og lýsir
hann nú þannig:
Rautt ......... 074°—094°
Hvítt ......... 094°—180°
Grænt ......... 180°—272°
Hvítt ......... 272°—074°
Að öðru leyti er vitinn óbreyttur. — Heim-
ild: Vitamálaskrifstofan. Sjókort: Nr. 31 og
40. Vitaskrá: Bls. 44. Leiðsögubók III: Bls. 64.
Reykjanes. Garðskagi. Ný radíó-miðunarstöð.
Tekin hefur verið í notkun ný radíó-mið-
unarstöð á Garðskaga á Reykjanesi. Staður:
64°04'52" n.br., 22°41'35" v.lg. Öldutíðni: 1650
krið/s (181.8 m.). Stöðin hlustar aðeins í sam-
bandi við miðanir, og eru því skip og bátar,
sem óska eftir miðunum, beðin að hafa sam-
band við Reykjavík Radíó fyrst. — Heimild:
Vita- og hafnamálaskrifstofan. Sjókort: Nr.
31 og 40. Leiðsögubók I: Bls. 10. Radíóskrá:
Bls. 14.
S. K98765
H. ÁsK
T. D10
L. 6 54