Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1956, Síða 13

Faxi - 01.12.1956, Síða 13
F A X I 125 voru ekki æfðar raddir, en börnin sungu einraddað og fylgdust með nótum, er hvert barn hafði. A einum stað hlýddum við á kennslu í landafræði. Þar sögðu börnin sjálfstætt frá undir leiðsögn kennarans og sýndu sum mikinn þroska og leikni í frásögn. A meðan við skoðuðum skólann höfðu nokkrir félaganna skoðað Fordbflaverk- smiðju, þar sem bílar voru settir saman. Fylgdtist þeir með samsetningu bíls frá því að grindinni var komið fyrir á færi- bandinu og þar til að bílnum fullgerðum var ekið út og hann prófaður. Tók þetta tvær klukkustundir, en á þeim tíma höfðu rúmlega 100 bílar runnið fullbúnir út af færibandinu. Eru þarna settir saman 450— 460 bílar á dag, 51 á klukkustund. Um 1700 manns vinna þarna og er verkaskipting mikil. Hver hefur sitt á- kveðna verk að vinna, einn skrúfar felgu- rærnar á annað afturhjólið, annar á fram- hjólið o. s. frv. I þcssari verksmiðju er búið til gler í bílana, nema bognu rúðurnar. Er glerið búið til úr efni, sem er í námu undir verk- smiðjunni og hafa þar verið grafin 4 mílna löng göng undir yfirborði jarðar. Eftir bádegið skoðuðum við banka, sem heitir Federal-Reserve Bank. Er það við- skiptabanki milli ríkisins og annarra banka. Þarna var mjög fróðlegt að koma, en þó hefði verið gagnlegra að eiga eitt- hvað af þeim verðmætum, sem þarna voru geymd. Var okkur sagt að þarna væru 2 billjónir dollara í verðbréfum og 500 mill. dollara í mynt og seðlum. Þarna sáum við vélar, sem töldu seðlana. Varðmenn eru þarna víða f bankanum vopnaðir skamm- byssum og speglar eru víða svo auðveld- ara sé að fylgjast með umferðinni. Verið var að stækka bankahúsið og byggja ofan á það. Gafst okkur þarna tækifæri til þess að sjá hvernig unnið er að slfkum byggingum. I Sant Poul, sem er systraborg Minnea- polis, heimsóttum við fyrirtæki, sem heitir Brown & Bigelow. Framleiðir það alls- konar gripi, er fyrirtæki gefa í auglýsinga- skyni. Þar eru búin til almanök. Þarna var prentvél, sem kostaði 1 millj. dollara, eða um 17 millj. ísl. króna. Þessi prentvél get- ur prentað 8 liti samtímis. Horfðum við á er almanök voru prentuð í bókarformi og litprentuð. Skilaði vélin þeim samanbrotn- um og taldi þau, 25 í hlaða. Er þetta talið stærstia fyrirtæki sinnar tegundar í heimi eða sem býr til almanök. Vinna þarna um 2000 manns auk skrif- stofumanna og sölumanna, sem eru um 500. Auk þess vinna um 900 manns hjá þessu sama fyrirtæki í Minneapolis. Við borðuðum miðdegisverð í boði fyrir- tækisins. Var það einhver sá bezti matur, er ég borðaði á ferðalaginu. En aðalmatur- inn var steykt gedda. Hefur fyrirtækið mötuneyti fyrir starfsfólk sitt eins og mjög tíðkast við stærri verksmiðjur og getur starfsfólkið fengið þar fæði að sínum smékk og með sanngjörnu verði. Er við kvöddum vorum við leystir út með gjöfum. Var það smekklegur vindla- kveikjari og vasabók. Minneapolis og St. Paul eru „tvíbura- borgir“, sem standa sín hvoru megin við Mississippifljót, og er hin síðar nefnda höf- uðborg Minnesotaríkis. Talið er að Minnesota sé það ríkið í Bandaríkjunum, sem norrænna áhrifa gæti hvað mest. Svíar, Norðmenn, Danir og ís- lendingar eru hér fjölmennir. Landið var áður skógivaxið vatnaland og oft nefnt „þúsundvatnalandið". Nú hafa skógarnir verið höggnir og landið ræktað. Nú var dvöl okkar að verða lokið í Minneapolis og var nú ferðinni heitið til hinnar frægu Chicagoborgar. Framhald. Leiðrétting. I síðustu grein minni gat ég þess, að séra Olafi Skúlasyni hafi verið gefinn bíllinn, sem við ókum í til Mountain, þetta mun vera mis- skilningur hjá mér og leiðréttist það hér með. 000<0<0<Í000<0<0<0<Í0<00000000000<00<00000<0<i0000<0<0000000<i0<i0<i0<00<^i>000<Í0000<000<000000000000 við lestur \ góðra bóka 00000000<<>0000<& BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR | | X 0<0<0<0<0<0<0<0<0<0<0<0<Í00000000<0<0000

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.