Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1956, Síða 43

Faxi - 01.12.1956, Síða 43
F A X I 155 Skriffinnur: g) ýWX Plötur hófu að slást og fjúka af Sundhöll vorri í ekkisen útsynningnum. Voru til- kvaddir bæjarvinnumenn með barefli, gegn plötuslættinum. Og báðu plöturnar, bölvandi og ragnandi, aldregi bifast. Sálfræðingur vor í bæjarvinnumálum full- yrðir með fyrirvara, að plöturnar, sem fuku í sjó fram, hafi ekki verið longpleiing — það er hæggengar plötur. Jólin, hátíð allra hátiða kristninnar í land- inu, eru aldrei langt undan, þegar lög- taks-þrumur fara að koma úr annars heið- skíru lofti útvarpsins. Hafið því þetta til marks, þér sem heyrið lögtaksauglýsingar — heims um ból. Sparið og kaupið hrossakjöt Nýja fiskbúðin Sími 826 Megnm og hirting heitir bókarkorn, sem oss langar að þýða og endurtyggja í, ís- lenzka úr úttlenzku, ef tórum önnur jól. Glefsa úr 17. kapítula, versunum 3—4: ---- Velgja skal upp hafragrautinn, sem maður- inn yðar leifði í morgun og hvolfa honum (grautinum en ekki manninum) yfir andlitið, sem liggja skal á púða, sem hætt er að nota til að horfa á. — — Spæla má 2 egg yfir grautinn til skrauts meðan kúrinn varir, eða tæpa 20 tíma, án vaktaskipta, en þá er graut- urinn orðinn hæfilega sangur í öðru veldi------ Þeir sem vilja tryggja sér eintak handa konunni, unnustunni, eða einhverri, sem er hvorugt, sendi oss áskrift. Sambyggð. Flest er sambyggt nú til dags, líka klósettin hjá kaupfélaginu, ef marka má auglýsingu þar að lútandi. Um sambúðina í þeim vistarverum er oss ekki kunnugt. Skandalaleysið, samfara ógæftum á mið Bakkusar, keyrir svo úr hófi fram, einsog áhættubílstjóri, að Pistlar verða sýni- lega ekki gerðir út á komandi vertíð, nema Skandalaveiðistyrkur fáist og þar með Grundvöllur fyrir framhaldandi og eða fram- hjáhaldandi skandalaútvegi. „Reykingar bannaðar“ stendur í hverjum rútubíl, sem ekur Suðurnesjamönnum. Samt snýr enginn bílstjóri sér við í sæti á fullri ferð eða hleypur úr stólnum þótt vér kveikjum oss í sígarettu við aðrar jarðarfarir. Kveimaspássían. Vér gefum frú Stássínu Straujárn pláss í rúmi voru fyrir eftir- farandi hrollvekjuuppskrift: „Kjærö Húsmæðör, Jólen erö komen. áður en man varer. Bagið því stragx í hvelle Jólakögu með því að hræra saman hálfpund av Jólöm og hált pund av kögu . . .“ — Takk fyrir, frú Straujárn. Þetta var sko aldeilis ljómandi hjá yður. Glottir tungl — og liðið er nú ár, syngjum vér líklega ekki með lúðrasveitinni og karlakórnum hjá stóru-stóru álfabrennunni, sem enginn fæst til að starta. Ottast öll vor félög slökkviliðið? „Rúsínan í pylsuenda Faxa, eru pistlarnir", skrifar Aðdáandi vor alla leið innanúr Njarðvíkurhreppi og segist munu hella í oss á gamlaárskvöld, ef guð og „góðir“ bílsjórar lofi. Mikið þökkum vér þessum eina manni í veröldinni að snúa aftur til vor með að- dáun og ætla að verða aflögufær með íhell- ingar, ef aðilar lofa. Segjum því sannalega: Gleðileg jól. Gleðilegt nýár. Aðalstöðin - Sími 515 X X Y / / / / X X X x x X x X x x x x X X X X I f X X X X X X X X ■/ X X X x X X X X X X X V 'it y / $ VINNA Stúlkur óskast til vinnu í hraðfrystihúsi voru á kom- andi vetrarvertíð. Upplýsingar í símum 95 og 104. Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. x Landssími íslands undirbýr nú útgáfu nýrrar SÍMASKRÁR. Allar breytingar á skrásetningu, varðandi símanotendur í Keflavík og Njarðvíkum, þurfa að hafa bor- izt fyrir 20. desember næstkom- andi til símastjorans í Keflavík

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.