Faxi - 01.12.1956, Side 37
F A X I
149
óhvikul föðurlandsást og þekking á landi og
lýð“. Um skapgerð fulltrúans telur hann
mestu varða „að hann sé ráðvandur og
fölskvalaus, forsjáll án undirferli, einarður
og hugrakkur án frekju, staðfastur án þrá-
lyndis og sérvizku og að öllu óvilhallur
mönnum, stéttum og héruðum“.
Þessi lýsing Jóns Sigurðssonar, þykir vera
sönn lýsing á honum sjálfum, er hann seinna
varð þingmaður. Það er heiðríkja íslenzks
vorhimins yfir svip hans sem manns, sem
stjórnmálamanns. Það er funi íslenzkra eld-
fjalla í ást hans til föðurlandsins, en tjáning
skapgerðar svo fullkomin, að tilfinningasemi
gætir lítt á yfirborði. Orð hans eru gerhugsuð,
hnitmiðuð og meitluð. Rök hans hárbeitt og
sterk. í ádeilum, sem mikils þunga gætir, ljær
hann andstæðingnum einskis fangstaðar.
Danskir kaupmenn höfðu á orði að höfða
mál gegn Jóni Sigurðssyni vegna meiðyrða
um danska konunga, sérstaklega um Kristján
5., nafna Kristjáns 4., sem taldi ekki eftir
fátæklingum þessa lands að kosta heila her-
deild fyrir Dani, þótt hann hyrfi frá því ráði
fyrir bænarstað landsmanna.
Að athuguðu máli treystust kaupmenn ekki
að ná sér niðri á Jóni Sigurðssyni og varð
því eigi úr málshöfðun.
Auðsöfnun sinti hann lítt.
Hagsæld landsins barna var hans auður.
Hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða nafn-
bótum. Þessi einstaki námsmaður og elju-
maður hirti ekki einu sinni um að taka em-
bættispróf.
Augljóst er, að þar sem stjórnarfarið í
landinu var embættiseinveldi, hafi hugur hans
ekki staðið til að skipa sér í þá stétt.
En íslenzk þjóð hefur heiðrað hann mak-
lega á fegurri hátt en nokkur þjóðhöfðingi
verður heiðraður, með því að gera afmælis-
dag hans að þjóðhátíðardegi sínum og stofna
hið íslenzka lýðveldi á afmælisdegi hans.
Fegursti blómsveigur, sem lagður hefur verið
að legstað hans var lagður af þjóðinni, er
hún fyrir 12 árum sameinaðist sem einn
maður, ein sál, um stofnun lýðveldisins. Því
háa takmarki var náð, er hann setti þjóð
sinni — landsins mesti og bezti sonur.
Landar góðir. Hvað er nú orðið okkar starf,
síðan við fengum frelsi okkar á ný. Hvernig
höfum við varðveitt það. Hvernig hyggjumst
við varðveita það handa óbornum niðjum
þessa lands? Er ræktarsemi okkar til tungu
okkar og fornbókmennta sem skyldi?
A þessum degi reikningsskila verður að
viðurkenna að svo er því miður ekki. Steypi-
flóð erlendra sorprita og glæparita er helt
yfir unglingana, sem eitrar hugi þeirra og
veitir þeim fræðilega þekkingu í tækni
glæpamannsins. Bókakostur íslenzkra alþýðu-
heimila í byrjun 19. aldar var Islendingasög-
ur og guðsorðabækur, skrifar útlendingur, er
ferðaðist um landið. Telur hann landsmenn
svo vel að sér í fornum fræðum, að furðu
gegni. Enginn kotungur var svo aumur, áð
ekki væru til fleiri en ein guðsorðabók á
heimilinu. Fólkið mjög trúhneigt, enda af-
brot óþekkt með þjóðinni. Bókmenntir Snorra
og fomar landvættir virðast vera okkur
ómóðins fyrirbrigði.
Við höfum fengið að láni útlenda dáta til
að vernda land okkar. Af því að við höfum
ekki efni á að kosta her, fremeur en á dög-
um Kristjáns 4. — fáum við verninda ókeypis.
Ungmennin okkar læra tungu verndaranna
og kunna þegar í bamaskóla að segja happy
Christmas og you are crasy. Þau læra sem
sagt með móðurmjólkinni að raula jasslög á
útlensku. Ættjarðarljóð höfum við ekki leng-
ur brúk fyrir, þau eru svo gamaldags en jass-
lögin eru wonderful. Við hlustum á þjóðlög
við hátíðleg tækifæri, en skrúfum svo frá
kananum og heyrum unaðsóma, I love you
my dear. Og kaninn er vor forsjón. Hann sér
um að ungmennin okkar hafi nóg að gera.
Sveitamaðurinn þarf ekki lengur að vera
að bjástra við ræktun og búpening. Hann
fer í vinnu suður á völl, en gamla fólkið
hokrar heima, það sem er orðið of gamalt
eða gamaldags til að taka sig líka upp og
fara á völlinn.
Og sjómennirnir okkar þurfa líka að kom-
ast á völlinn. En við fáum bara útlendinga
til að draga fisk úr sjó handa okkur að éta
og selja, og við fáum líka útlendinga til að
annast um búpeninginn, því við erum frjáls
þjóð í frjálsu landi og getum gert það sem
okkur sýnist.
Islendingur góður. I dag svífur andi Jóns
Sigurðssonar yfir vötnunum. I dag komumst
við ekki hjá því að hlýða á rödd hans. Sú
rödd er sterk eins og á Þingvöllum forðum.
„Ég mótmæli". Frá íslenzkum fjöllum, bú-
stöðum hinna fornu landvætta, heyrum við
alíslenzkar raddir. „Vér mótmælum allir“.
Og raddirnar segja: Islendingur, efl þínar
innri varnir. Kjósir þú frið og frelsi óbornum
niðjum þessa lands, þá krjúp þú í bæn til
Guðs og bið. Gefðu mér aftur herskarana
mína — landvættirnar, anda Einars á Þverá,
anda Brodd-Helga, Eyjólfs, Þórodds goða og
Þórðar gellis — anda foringjans mikla Jóns
Sigurðssonar, alíslenzkan anda sameinaðan
í alþjóðarsál — óvígan her — þann eina her,
sem oss hentar til að verja landið. Vort innra
varnarlið.
Arftaki Snorra, nóbelsverðlaunaskáld vort,
segir: „Vor þjóð er söguþjóð en ekki stríðs-
þjóð“.
Sagan sannar. Stríð verður ekki upprætt
með stríði eða auknum vígbúnaði. Orsaka-
lögmál aukins vígbúnaðar er hið sama og
uppspennts boga. Þegar boginn er dreginn
upp til fulls, flýgur örin. Aukinn vígbúnaður
orsakar stríð. Þetta er óverjandi, söguleg
staðreynd.
Islendingur. Þú sem hefur verið kjörinn
til að vera útvörður íslenzks sjálfstæðis. Vei
þér, ef þú sofnar á verðinum og þú heyrir
ekki hróp hinna íslenzku fjalla. Þá mun
járnstofn risans og vængir hins mikla fugls
ljósta þig í dómi óskráðrar sögu þessa lands.
Verkamaður. Er hlut þínum svo komið, að
þú kjósir fremur að afla brauðs þíns með því
að selja vinnu þína í þágu hernaðarfram-
kvæmda í þínu eigin landi, en draga fisk úr
sjó eða handleika íslenzka mold.
Ef blóðið er svo staðnað í æðum þér, að
kinnar þínar roðni ekki af blygðun yfir því
hlutskipti þínu, mun íslenzkur himinn roðna
af blygðun þín vegna.
Þú bregst ekki. Hinn stritandi alþýðumaður
hefur aldrei brugðist þjóð vorri. Hann var
traust hennar og vörn, þegar höfðingjamir
brugðust.
íslenzk æska. Þú ert framtíðarvonin. Þinn
hlutur er stór. Megir þú finna, að hvert út-
sker þessa lands, hver hrjóstugur heiðafláki
er samgróinn öllu því bezta hjá þér, þinn
réttur, þitt stolt. Guð vors lands. Vér þökkum
þér fyrir að þú gafst oss þetta land. Við þökk-
um þér fyrir þú gafst oss þennan dag, dag
frelsisins.
Gef oss vit, framsýni, manndáð og holl-
ustu til að varðveita þjóðerni vort og sjálf-
stæði.
Styrk æskuna í trúnni á þig, trúnni á
landið.
Góð jólasaga
Einu sinni endur fyrir löngu var fátæk-
ur ekkjumaður ,sem átti eina dóttur 4—5
ára. Hann var vinnumaður á ríkisheimili.
Litla stúlkan varð að gera sér að góðu að
vera í hvívetna sett skör lægra, en hin
hörnin á heimilinu. Að sjálfsögðu hefur
saklausu barnshjartanu oft blætt sáran, því
öllum börnum er í blóð borið, að vilja hafa
jafnrétti við önnur börn. Þau skilja ekki
það réttlæti, sem gerir mismun á kjörum
manna. En sárast fann litla stúlkan til
mismunarins um jólin, þegar börnin voru
komin í nýju fötin sín og settust með for-
eldrum sínum við matborðið, hlaðið alls
kyns kræsingum og kertaljós hjá hverjum
diski. Þá gat litla stúlkan ekki stillt sig
lengur, en fór að gráta og spurði föður
sinn:
„Af hverju fæ ég ekki neitt“.
Faðir hennar sat lengi liugsi með litlu
stúlkuna sína í fanginu og strauk henni
um hárið. Allt í einu stóð hann upp og
fór úr vestinu, sem var með ljósleitu fóðri.
Hann klæddi litlu stúlkuna í vestið og lét
fóðrið snúa út, hneppti tölunum með gætni
og mælti:
„Barnið mitt. Nú eru jól, allir eiga að
vera glaðir, enda þótt þeir fái ekki, eða
geti ekki notið stundlegra gæða“.
Eflaust skildi litla stúlkan ekki hvað
faðir hennar meinti, en hún hoppaði um
gólfið sæt og glöð.
Þér getið valiS hvaða bíl sem þér óskiS — AÐALSTÖÐIN — Sími 515 og 5151 Keflavíkurflugvelli