Faxi - 01.12.1956, Side 25
F A X I
137
<*>«<><><x><><><><><í>«<><x><><><><><><><><><><><><
Húsgagnaverzlun
G. Sigurf. tilkynnir
Húsgögn í fjölbreyttu
úrvali:
Svefnherbergissett
Sófasett
Svefnsófar í borðstofu
Borðstólar og skápar
Dívanar
Klæðaskápar
Stofuskápar
Innskotsborð
Rúmfataskápar
Kommóður
Bókaskápar
Barnarúm og dínur
Sófaborð
Skrifborð
Vegghillur
Útvarpsborð
Dvíanteppi margar
gerðir
Standlampar í úrvali
frá kr. 687,50
Lampar með borðum
721,50 til 2680,00
Plötuspilarar frá
Gólfdreglar og mottur
og margt fleira.
5 gerðir gítara
Komið, sjáið og sann-
færist.
Húsgagnaverzlun
G. Sigurfinnssonar
Hafnargötu 39.
<»<><<><><><><><><><><><><><><><><>«
Glæsilegur sigur.
Hið árlega sundmót framhaldsskólanna var
háð í sundhöll Reykjavíkur 6. des. s. 1.
Keppninni í kvennasundi lauk með glæsileg-
um sigri gagnfræðaskóla Keflavíkur og unnu
stúlkurnar nú bikarinn í þriðja sinni í röð
og þar með til eignar. Vegna rúmleysis verð-
ur þetta látið nægja um keppnina þar til í
næsta blaði, en Faxi óskar skólanum til ham-
ingju með sigurinn.
Oánægður skrifar:
„Vill ekki blaðið koma þeirri áskorun
til forráðamanna póstmálanna á Keflavíkur-
flugvelli, að póstur, sem þangað kemur frá
útlöndum og á að fara til Keflavíkur, sé tafar-
laust þangað sendur, en ekki látinn safnast
þar fyrir eins og þrásinnis hefir átt sér stað
að undanförnu". Faxi tekur undir með
„Óánægðum", er svo lengi þarf að bíða bréfa
sinna og fær svo kannske 2—3 í einu, þegar
þeim loksins er skilað. Vill ekki póststjórinn
vinsamlegast taka þetta til athugunar?
Karlakór Kcflavíkur
hélt hátíðlegt þriggja ára afmæli sitt 1. des.
í húsi Ungmennafélagsins í Keflavík. Hóf
þetta fór hið bezta fram og var mjög ánægju-
legt. Formaður kórsins, Jón Tómasson, flutti
ávarp, síðan komu skemmtiatriði, ferðasaga,
revía og mörg söngatriði, bæði einsöngvarar
og kór fengu ágætar undirtektir og urðu að
syngja mikið af aukalögum. Rafurmagnslaust
var og var því lýsingin að fornum hætti,
kertaljós og tíulínu brennarar. Þetta gerði
hugþekkan blæ á samkvæmið og vakti vafa-
laust upp gamlar endurminningar hjá mörg-
um, enda heyrðust margir segja, þegar upp
var staðið, að þeir hefðu ekki skemmt sér svo
vel í mörg ár.
Ef
skemmtanalíf bæjarins gæti mótast af sam-
komum slíkum sem þessari, væri vel farið,
en margir telja, og sennilega réttilega, að
skemmtanalífið sé mjög sjúkt, fyrir margra
hluta sakir. Þar er ekki æskunni einni um
að kenna, heldur á eldra fólkið þar einnig
hlut að, einkum fyrir þær sakir, að það tekur
ekki þátt í að móta skemmtanalífið sem
skyldi.
Ný fiskbúð
hefir nýlega verið opnuð hér í bæ, eigandi
hennar er Jakob Sigurðsson verkstjóri, sem
starfað hefir sem matsmaður við fiskiðnað í
frystihúsum s. 1. 16 ár. Til starfrækslunnar
keypti Jakob hús við Hringbraut sem Kaup-
félag Suðurnesja rak áður mjólkurbúð í, hefir
hann breytt þessum húsakynnum mjög hagan-
lega og smekklega fyrir starfrækslu sína, og
framleiðir hann þar nú ýmislegt úr fiski til
sölu i bæinn. Þessi búð virðist vera til mjög
mikilla þæginda fyrir húsmæður sem búa við
Hringbraut og á Túnunum, enda var aðeins
ein fiskbúð fyrir í bænum, sem er allt of
lítið í slíku fjölmenni, sem hér er saman
komið. Þessi nýja búð Jakobs er í alla staði
hin snyrtilegasta og virðist koma hér í góðar
þarfir.
<xx><<><><><><><><><><><><><><><><><>^^
FAXI
ós\ar öllum lesendum sín-
um gleðilegra jóla, gcefu-
rí\s komandi árs og þa\\ar
samstarfið á árinu, sem er
að liða.
<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>
Tilkynning
Pípugerð Keflavíkur er
flutt á Vesturbraut 8.
- Sími 553 -
<>«><><><><><X><><><><><><><><><><><><><>«<><><><><>Ci
KIDDABÚÐ
Hafnargötu 27
Höfum ávallt nýjan fisk, saltaðan og frosinn.
Einnig ýmsar niðursuðuvörur.
- Sími 733 -