Faxi - 01.12.1956, Side 17
F A X I
129
T þessari húsaröð býr sr. Björn, en húsið er hulið trjám lengst til vinstri.
Kastalinn og áin Neckar.
Ur bréfi frá séra Birni Jónssyni
Með fylgjandi bréf barst mér nú
fyrir skömmu frá sóknarprestinum
í Keflavík, er um þessi jól dvelur í
fjarlægu landi. Bréfið er bæði
skemmtilegt og fróðlegt, og þar sem
margan hér fýsir að frétta nokkuð
af sr. Bimi, leyfi ég mér að birta
kafla úr bréfinu, þar sem presturinn
segir frá högum sínum, líðan og
starfi. Vil ég hér með þakka sr.
Birni hans ágæta bréf, ræktarsemi
hans í garð sóknarbarna sinna og
hlýhug til Faxa. Veit ég að ég mæli
fyrir munn allra vina hans, er ég
óska honum guðs blessunar, gleði-
legra jóla og gæfu og gengis á kom-
andi tímum.
Ritstj.
Túbingen, 20. nóv. 1956.
Kæri vinur!
Beztu þakkir fyrir síðast og fyrir allt
gamalt og gott. „Faxi“ blessaður kom til
mín í morgun eins og sannkallaður sólar-
geisli. Hann færði hjarta mínu fögnuð og
óblandna gleði. Hafðu mína hjartans þökk
fyrir sendinguna, kæri vinur.
Af mínurn högum er yfirleitt allt ágætt
að frétta. Eg kem til með að kunna ágæt-
lega við mig hér í Túbingen. Hér má mik-
ið læra, og mörgu nýju kynnist maður
hér, ólíku því, sem maður hefir vanizt
licima á gamla Fróni. Eg sæki nú dag
hvern fyrirlestra í háskólanum af mesta
kappi, til þess að reyna að gera dvöl mína
hér éins árangursríka og kostur er á.
Háskólinn er geysilega voldug og virðu-
leg bygging, og mikill hluti hans gamall
mjög. Við hann stunda nám um 600 guð-
fræðingar, en í öllum deildum samanlagt
mun nemendafjöldinn vera um 6000. Við
guðfræðideildina er hókasafn ótrúlega
mikið, enda má þangað sækja hvers konar
guðfræði- og kirkjulegan fróðleik frá
fyrstu tíð til dagsins í dag.
Eg bv á nokkurs konar stúdentagarði
fyrir guðfræðinga eingöngu. Alls búa hér
um 100 manns. Elzti hluti byggingarinnar
er frá því fyrir siðaskipti og var þá munka-
klaustur. Hér í byggingunni höfum við
mötuneyti, setustofu (mjög vistlega) og
kapellu. Þar fara fram morgunbænir á
---------------------------------------------------------------------------
Af öllu hjarta bið ég Guð að gefa söfnuðum mínum í Kefla-
vi\ og Njarðví\um gleðileg jól og gcefuríkt \omandi ár. Með
hjartans þö\\ fyrir liðnar samverustundir.
Sr. Björn Jónsson.
v_________________________________________________________________________J
hverjum morgni, áður en gengið er til ár-
degisverðar. — Frá stúdentagarði þessum
er um tíu mínútna gangur í háskólann.
Auk mín eru hér 2 útlendir guðfræð-
ingar við framhaldsnám. Annar þeirra er
frá Finnlandi en hinn frá Canada. Mér
fellur mjög vel við þá báða, enda erum við
3 einna mest saman. Þýzku guðfræðing-
arnir eru mjög vingjarnlegir við okkur og
eru boðnir og búnir til hvers konar greiða-
semi. Meðal þeirra er mjög mikið félags-
líf, bæði trúarlegs eðlis og eins af léttara
taginu, — hið síðarnefnda þó í mesta hófi,
— þeir bjóða okkur oft á þessar samkomur
sínar, okkur til óblandinnar ánægju.
Einu sinni í viku förum við á kristilega
samkomu fyrir stúdenta úr öllum deild-
um. Þar eru sungnir sálmar og siðan flyt-
ur einhver prófessor eða lærður guðfræð-
ingur hugleiðingu. Samkomur þessar eru
mjög uppbyggilegar og yfirleitt ágætlega
sóttar.
I kirkju förum við á sunnudögum kl.
9,30 árd. Kirkjan, sem við sækjum, er mjög
gömul og einkar fögur, frá siðaskiptatím-
anum, — byggð í gotneskum stíl. Hún
mun rúma um 1—2000 manns í sæti. Guðs-
þjónustuformið hér er mjög ólíkt því, sem
við eigum að venjast heima. Það eru ekki
sungnir nema 2—3 sálmar og ekkert tón-
að, aðeins lesinn pistill og guðspjall frá
altari og því næst flutt prédikun af stól.
Hér mætir hver kirkjugestur með sína
sálmabók og safnaðarsöngur er mjög al-
mennur. Kirkjukórinn er einnig mjög góð-
ur og dásamlegt hljóðfæri (pípuorgel).
Borgin sjalf er sérkennileg og mjög fög-
ur. Einkum mun þó vera fagurt hér á
vorin og sumrin. Nú hvílir haustfölvi yfir
öllu. 1 gamla borgarhlutanum eru göturn-